Skip to content

Þjónustumiðstöð

Grunnskólateymi
Grunnskólateymi er þverfaglegt teymi sem í sitja sálfræðingar, kennslu- og sérkennsluráðgjafi, félagsráðgjafar/unglingaráðgjafi og frístundaráðgjafi. Grunnskólateymið fundar vikulega á mánudögum.
Helstu verkefni sérfræðinga grunnskólateymis eru eftirfarandi:

Sálfræðiþjónusta
Sálfræðiþjónusta við Laugarnesskóla er rekin af stuðnings- og ráðgjafardeild þjónustumiðstöðvarinnar fyrir Laugardal og Háaleiti.
Kennarar vísa nemendum til sálfræðings í samráði við foreldra með formlegri tilvísun. Foreldrar geta þó einnig leitað aðstoðar að eigin frumkvæði. Allar tilvísanir og beiðnir um aðstoð eru kynntar og ræddar á fundum nemendaverndarráðs sem forgangsraðar verkefnum. Rétt er að benda foreldrum á að mikilvægt er að taka mál til meðferðar áður en þau verða of stór.

• Sálfræðilegar athuganir vegna gruns um frávik í þroska
• Ráðgjöf og eftir atvikum skammtímameðferð vegna frávika í vitsmuna-, tilfinninga- eða félagsþroska barns
• Ráðgjöf og fræðsla til foreldra, kennara og skólastjórnenda
• Umsjón og ráðgjöf vegna innleiðingar á sértækum úrræðum í skólum
• Tilvísanir til annarra greiningaraðila
• Taka þátt í nemendaverndarráðsfundum í grunnskólum

Kennslu- og sérkennsluráðgjöf
Sérkennsluráðgjafar sinna ráðgjöf um sérkennslu eða sértæka aðstoð við barn í grunnskóla þar með talið aðstoð við gerð einstaklingsnámskráa. Kennsluráðgjöf felur m.a. í sér ráðgjöf til starfsfólks grunnskóla um kennsluhætti og skólaþróun.