Heilsugæsla

Upplýsingar

Heilsugæsla

Heilsugæslan er á vegum Heilsugæslustöðvarinnar í Lágmúla 4.
Hjúkrunarfræðingur er Arndís Sverrisdóttir.

Markmið heilsuverndar skólabarna er að efla heilbrigði nemenda og stuðla að vellíðan þeirra. Starfsemi hennar er samkvæmt lögum, reglugerðum og tilmælum Landlæknis. Í henni felast skimanir, viðtöl um lífsstíl og líðan, bólusetningar og heilbrigðisfræðsla, ásamt ráðgjöf til nemenda, fjölskyldna þeirra og starfsfólks skólans

Viðtalstímar Arndísar í Laugarnesskóla eru sem hér segir:
Mánudaga kl. 8:30 – 14:00
Þriðjudaga kl. 8:30 – 12:00
Miðvikudaga kl. 8:30 – 14:00
Fimmtudaga kl. 8:30-14:00
Föstudaga kl. 8:30 – 12:00

Eins er hægt að senda henni tölvupóst: laugarnesskoli@heilsugaeslan.is