Skip to content

Skilgreining á einelti

Einelti er áreiti sem gerist nokkrum sinnum í viku og yfir nokkurn tíma. Sé um einelti
að ræða gerist þetta oft og mörgum sinnu og sá sem verður fyrir því á erfitt með að
verja sig. Ef nemenda er strítt aftur og aftur á óþægilegan og meiðandi hátt er það
líka einelti. Þar er oft misvægi á valdi og sá kraftmeiri ræðst á þann kraftminni. Í
eineltismálum geta gerendur verið einn eða fleiri. Það er ekki einelti þegar einhverjum
er strítt á góðlátlegan og vingjarnlega hátt. Það er heldur ekki einelti fyrr en þolandi
upplifir aðstæður sem ógnandi og/eða niðurlægjandi á einhvern hátt. Of fer einelti
leynt því jafnvel þolandinn getur þagað yfir því. En um leið og grunur vaknar hjá
foreldrum og starfsfólki skóla er mikilvægt að hinir fullorðnu taki höndum saman til
að stöðva ástandið.

Meðferð eineltismála

Um leið og grunur leikur á að nemandi sé lagður í einelti þarf umsjónarkennari að afla
nánari upplýsinga um málið og fylgist sérstaklega með þeim nemendum sem eiga
hlut að máli.

  • Hann kannar hjá samstarfsfólki hvort það hafi tekið eftir einhverju sérstöku
    með viðkomandi nemenda.
  • Ef umsjónarkennari metur að um einelti sé að ræða sem nær út fyrir
    umsjónarbekk, vísar hann málinu til lausnateymis sem boðar til fundar.
  • Umsjónarkennari gerir tengslakönnun meðal nemenda til að safna
    upplýsingum og ræðir einstaklingslega við nemendur til að fá skýrari mynd.
  • Umsjónarkennari tekur viðtöl við gerendur til að uppræta eineltið.
  • Umsjónarkennari ræðir við þolanda til að upplýsa hann um hvaða aðgerðir eru í gangi.
  • Umsjónarkennari ásamt deildarstjóra hefur samband við hlutaðeignandi
    foreldra og óskar eftir stuðningi þeirra við að uppræta eineltið.
  • Umsjónarkennari og deildastjórar upplýsa starfsmenn um málið.
  • Viðkomandi nemendur og foreldrar þeirra fá að vita að málinu verður fylgt eftir
    með fundi eftir 3-4 vikur til að kanna hvort allt sé eins og það á að vera.
  • Takist ekki að stöðva eineltið með þessum aðgerðum er litið svo á að málinu sé formlega vísað til skólastjóra.

Hlutverk starfsmanna skólans

Hlutverk allra starfsmanna skólans er að vera vakandi fyrir líðan og velferð nemenda.
Mikilvægt er að hver sá sem telur að um einelti sé að ræða komi þeirri vitneskju sem
allra fyrst til umsjónarkennara.

Hlutverk nemenda skólans

Að koma vitneskju um einelti til kennara, skólastjórnar, hjúkrunarfræðings,
sálfræðings eða annarra starfsmanna.

Hlutverk foreldra

Foreldrar eru bestu kennarar barna sinna og grunnur að góðum samskiptum er lagður
á unga aldri. Foreldrar eru hvattir til að ræða um líðan og samskipti við börnin.
Mikilvægt er að hafa strax samband við umsjónarkennara til að ræða áhyggjur af
líðan barnsins í skólanum eða ef grunur vaknar um að einelti sé í gangi í
félagahópnum. Gott upplýsingaflæði milli heimilis og skóla er forsenda þess að vel
gangi að sporna við einelti.

Sjá nánar PDF skjalið Áætlun gegn einelti.