Heilsugæsla í Laugarnesskóla

Heilsugæslan er á vegum Heilsugæslustöðvarinnar í Lágmúla 4.
Hjúkrunarfræðingur er Arndís Sverrisdóttir.
Viðtalstímar Arndísar í Laugarnesskóla eru sem hér segir:
Mánudaga kl. 8:30 – 14:00
Þriðjudaga kl. 8:30 – 12:00
Miðvikudaga kl. 8:30 – 14:00
Fimmtudaga kl. 8:30-14:00
Föstudaga kl. 8:30 – 12:00

Eins er hægt að senda henni tölvupóst: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Markmið heilsugæslu er að stuðla að því að barnið fái að þroskast við bestu andlegu, líkamlegu og félagslegu skilyrði sem völ er á.
Heilsuvernd skólabarna er markvisst framhald af ung- og smábarnaheilsuvernd til að efla heilbrigði og stuðla að vellíðan barns í samvinnu við foreldra.
Hlutverk hjúkrunarfræðings er að fylgjast með andlegum og líkamlegum þroska nemenda, heilsufari, klæðnaði, hreinlæti og aðbúnaði í skóla. Hjúkrunarfræðingur er í samvinnu við foreldra, skólalækni, kennara og annað starfsfólk skólans. Farið er með allar upplýsingar um nemendur sem trúnaðarmál. Fylgst er með líkamsvexti og þroska og framkvæmd sjónpróf. Barninu er hjálpað við að leita úrlausna á þeim vandamálum sem það leitar með til hjúkrunarfræðings svo nokkuð sé nefnt.
Skólahjúkrunarfræðingur fylgist sérstaklega með þeim börnum sem eiga við einhver vandkvæði að stríða, hvort sem þau eru af líkamlegum, andlegum eða félagslegum toga.

Heilsuvera

heilsuveraHeilsuvera er vefur fyrir almenning um heilsu og áhrifaþætti hennar. Vefurinn er samstarfsverkefni Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og embættis landlæknis. Markmið síðunnar er að koma á framfæri til almennings áreiðanlegri þekkingu um þroska, heilsu og áhrifaþætti heilbrigðis.

Heilbrigðiseftirlit
Samkvæmt skipulagi frá landlækni eru börn í 1., 4., 7. og 9. bekk vigtuð, hæðarmæld og athugað með sjónskerpu. Börn í öðrum bekkjum eru kölluð í skoðun eftir þörfum.
Með skipulagðri fræðslu og heilsueflingu er stefnt að því að nemendur hafi góða sjálfsmynd og líði vel í skólanum, þeir borði morgunmat og taki lýsi, hreyfi sig reglulega og séu félagslega virkir. Eins er lögð áhersla á að nemendur bursti tennur sínar tvisvar á dag og fái 9-11 tíma svefn.
Markmiði heilsugæslu í skóla er einungis hægt að ná með góðri samvinnu við foreldra eða forráðamenn barnanna. Ef barnið þarf sérstaka umönnun eða eftirlit eru foreldrar hvattir til að hafa samband við skólahjúkrunarfræðing. Það sama gildir ef breyting hefur orðið á högum barnsins sem getur haft áhrif á líðan þess í skólanum.

Persónulegt hreinlæti og klæðnaður
Mikilvægt er að börnin komi hrein og snyrtileg til fara í skólann. Það hefur m.a. uppeldislegt gildi, stuðlar að vellíðan, styrkir sjálfsmyndina og minnkar líkur á að barnið verði fyrir stríðni eða aðkasti í skólanum.
Þurfi barn á lyfjagjöf að halda á skólatíma eru foreldrar beðnir að hafa samband við hjúkrunarfræðing skólans.

Prenta | Netfang