Starfsáætlun nemenda

Skóladagatal fyrir skólaárið 2017-2018 er að finna á heimasíðu skólans. http://laugarnesskoli.is/images/Skjalasafn/Skoladagatal/Skoladagatal-2017-2018.pdf

Skóladagar

Það sýnir þá daga sem nemendur eiga að vera í skólanum, hvaða daga er vikið frá hefðbundnum skóladegi og hvaða daga nemendur eiga frí. Skóladagar eru 180 á níu mánuðum og þar af eru 10 dagar með skertri/sveigjanlegri  kennslu, það er að segja nemendur eru ekki fullan skóladag í skólanum. Vikulegur kennslutími er:

 • 1.-4. bekkur  1200 mín
 • 5.-7. bekkur  1400 mín

Kennsludagar

Skólaárinu í Laugarnesskóla er skipt í þrjár annir og í lok hverrar annar fá foreldrar og nemendur yfirlit yfir stöðu nemandans.

 1. önn er frá skólasetningu til 19. nóvember
 2. önn er frá  21. nóvember til 28. febrúar
 3. önn er frá 5. Mars til 7.  júní

Skólabyrjun – skólalok

Skólasetning haustið 2017 er 22. ágúst og skólaslit vorið 2018 verða 7. júní.

Jólaleyfi

Jólaleyfi er dagana 21. desember til 3. janúar

Páskaleyfi

Páskaleyfi er dagana 11. apríl – 18. apríl

Vetrarfrí            

Vetrarleyfi á haustönn er dagana 19. – 23. október

Vetrarleyfi á vorönn er dagana 15. – 16. febrúar.

Umhverfisdagar

Ferðir í Katlagil að hausti og vori eru helgaðir náttúru og umhverfi. Umhverfisdagur allra er 25. apríl.

Útivistardagar

Íþróttadagur verður 6. júní og er hann helgaður útivist og hreyfingu. Ferðir í Katlagil að hausti og vori eru helgaðir náttúru og umhverfi.

Starfsdagar kennara

Starfsdagar kennara eru:

 • 15. – 21. ágúst undirbúningsdagar að hausti
 • 18. október
 • 20. nóvember
 • 3. janúar
 • 2. mars
 • 8. 11. og 12. júní undirbúningsdagar að vori

Skertir kennsludagar eru 22. ágúst, 17. otóber, 19. og 20. desember, 14. febrúar, 1. mars, 28. maí og 6. og 7. júní.

Foreldraviðtöl

Leiðarljós foreldraviðtala er að foreldrar og kennari eru teymi sem vinna að velferð barnsins. Áhrif foreldra á nám og líðan barna eru óumdeild og foreldraviðtöl eiga að tryggja að allir foreldrar eigi hlutdeild í skólagöngu barna sinna. Nemendur læra að taka ábyrgð á eigin námi með því að skipuleggja það í samráði við kennara og foreldra. Foreldraviðtöl eru þrisvar á vetri og er tímasetning þeirra á skóladagatali skólans. Að jafnaði eru viðtölin um 15-20 mínútna löng og umsjónarkennari boðar til viðtals og sendir gátlista með fundarboði. Þar gefst foreldrum tækifæri á að tilgreina efni sem þeir vilja ræða sérstaklega í viðtalinu.

Haustviðtal

Fyrir foreldraviðtalið er verkefnabók nemenda birt foreldrum þar sem hægt er að skoða stöðu nemanda í námi. Allir nemendur fá sendan heim gátlista um líðan í skólanum sem þeir fylla út með foreldrum. Umsjónarkennari fyllir út samsvarandi blað og nemandinn. Jafnframt setur nemandinn sér markmið og gerir drög að námsáætlun með foreldrum sínum. Í viðtalinu er líðan nemanda rædd, farið yfir markmið og rætt um stöðu nemanda í námi. Umsjónarkennari tekur saman upplýsingar um líðan nemendahópsins og upplýsir foreldra.

Miðannarviðtal

Fyrir foreldraviðtalið er verkefnabók nemenda birt foreldrum þar sem hægt er að skoða stöðu þeirra í námi. Fyrir viðtalið fá allir nemendur sendan heim blaðið „3 stjörnur og ein ósk“ þar sem þeir meta hvað gekk vel. Umsjónarkennari fyllir út samsvarandi blað og nemandinn. Nemandinn metur einnig með foreldrum markmið haustannar og setur sér ný. Farið er yfir stöðu nemanda í námi.

Vorviðtal/Gullakistuviðtal

Í lok skólaárs boða nemendur foreldra í viðtal sem þeir leiða og stjórna. Í viðtalinu skoða nemendur með foreldrum og öðrum gestum gullakistuna en í hana hafa nemendur valið bestu verk sín og fært rök fyrir vali á verkum í hana. Gullakistur nemenda eiga að endurspegla mismun einstaklinga. Það er skylda skólans að koma til móts við og viðurkenna mismunandi þroska, getu og hæfileika. Með því að meta viðleitni nemenda og framfarir er oft hægt að hvetja nemendur til dáða. Gullakisturnar eru geymdar í skólanum milli ára til að nemendur geti skoðað framfarir sínar yfir nokkur ár. Í viðtali fá nemendur vitnisburðarblað þar sem lagt er mat á þekkingu, leikni og virkni nemenda í námi. Jafnframt fá þeir afhend öll próf og kannanir.

 Prófadagar

Engir sérstakir prófadagar eru í skólanum.

Samræmd próf

Samræmd próf í 4. bekk verða dagana 28. september (íslenska) og 29. september (stærðfræði).

https://www.mms.is/dagsetningar-skolaarid-2017-2018

https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?ID=cb190d54-431d-4ecb-8c45-1504ffd7fdc9

Vettvangsferðir

Vettvangsferðir eru fastir liðir í starfsemi skólans. Farið er í ýmsar styttri ferðir í nágrenni skólans og umhverfið nýtt til náms og kennslu. Nemendur fara einnig í heimsóknir í Þjóðminjasafnið, Ásmundarsafn, Alþingishúsið og Hörpu. Að auki fara allir nemendur í dagsferð tvisvar sinnum á ári í Katlagil þar sem unnið er samkvæmt kennsluskipulagi umhverfisdaga. Vorferðir eru svo farnar í 5. og 6. bekk og eru það dagsferðir. Ekki er um fastar dagsetningar að ræða í þessum tilfellum en reynt að skipuleggja ferðirnar eftir veðri og aðstæðum hverju sinni. Nemendur og foreldrar/forráðamenn fá upplýsingar um fyrirhuguð ferðalög/vettvangsferðir tímanlega.

Dagsferðir

3. bekkur

Sveitarferð

4.bekkur

Óvissuferð

5.bekkur

Þjórsárdalur

6.bekkur

Viðeyjarferð

Komist nemandi af einhverri ástæðu ekki með í skipulagðar vettvangs- eða nemendaferðir er honum ætlað að mæta í skólann til annars skólastarfs. Ávallt skal gera ráðstafanir til þess að nemandi sem ekki kemst í ferðir fái umönnun eða kennslu á meðan á ferðinni stendur og tilkynna foreldrum/forráðamönnum ástæður og tilhögun. Ef ferðalag á vegum skólans stendur yfir nótt þarf skriflegt leyfi foreldra/forráðamanna. Um reglur í ferðum á vegum skólans er fjallað í skólareglum.

Prenta | Netfang