Nemendafélag

Hugmyndaráð Laugarnesskóla

Lög um grunnskóla 2008 nr. 91 12. júní

10. gr. Nemendafélag
Við grunnskóla skal starfa nemendafélag og er skólastjóri ábyrgur fyrir stofnun þess. Nemendafélag vinnur m.a. að félags-, hagsmuna- og velferðarmálum nemenda og skal skólastjóri sjá til þess að félagið fái aðstoð eftir þörfum.
Nemendafélag hvers skóla setur sér starfsreglur, m.a. um kosningu í stjórn félagsins og kosningu fulltrúa í skólaráð skv. 2. mgr. 8. gr.

Nemendur hvers bekkjar velja sér bekkjarfulltrúa og varamann hans í byrjun hausts. Bekkjarfulltrúi situr í nemendafélaginu og er talsmaður síns bekkjar ásamt því að vera umsjónarkennara og stjórnendum til ráðuneytis um innri mál bekkjarins.
Nemendafélagi Laugarnesskóla var gefið nafnið Hugmyndaráð Laugarnesskóla, á fyrsta starfsári sínu; 2007-2008. Hugmyndaráðið skipa bekkjarfulltrúar úr 2. – 6. bekk. Hugmyndaráð skólans stjórnar og skipuleggur félagsstarf, íþróttaviðburði, árlega viðhorfakönnun nemenda og aðrar uppákomur í skólanum í samvinnu við félagsstarfskennara, stjórnendur og aðra nemendur skólans. Tveir fulltrúar úr nemendafélaginu, nemendur úr 4.- 6. bekk, eru kosnir til að sitja í skólaráði.

Nemendafélagið – Reglur og starfsemi

 • Fundar 3-4 sinnum í mánuði.
 • Fundum stjórnar fullorðinn einstaklingur.
 • Fundir eru oftast á sama tíma í hverri viku og eru fulltrúar minntir á fundinn samdægurs.
 • Fulltrúar skiptast á að vera ritarar og rita fundargerðir.
 • Fulltrúar koma með hugmyndir að uppákomum og hvað sé hægt að bæta í skólanum þeirra.
 • Fulltrúar lesa og ræða einu sinni í mánuði hugmyndir og ábendingar úr hugmyndakassa sem staðsettur er á bókasafni.
 • Hver fulltrúi kemur einu sinni á skólaárinu fram á palli fyrir hönd nemendafélagsins.
 • Sé bekkjarfulltrúi ekki í skólanum á varafulltrúinn að sitja fund í hans stað.
 • Verði fulltrúar uppvísir af ósæmilegri hegðun á fundum eða sinna starfi sínu ekki sem bekkjarfulltrúar geta þeir misst rétt til setu í nemendafélagi skólans.

Fundarsköp

 • Fulltrúar tilkynna fundarstjóra þegar þeir vilja taka til máls.
 • Fulltrúar hlusta ávallt á mál sem borin eru upp.
 • Frammíköll eru ekki leyfð á fundum

Hugmyndaráð 2018-2019

Yngra hugmyndaráð.

   

Bekkur

Kennari

Aðalmaður

Varamaður

2 – L

(Ágústa)

Árún Emma

Aron Mikael

2 – N

(Kolfinna)

Styrmir Logi

Aðalheiður

2 – S

(Adda)

Sóley Ylfa

Halldór

2 – K

(Edda)

Magdalena

Jóel

3 – L

(Hulda)

Heiða Unnur

Eiríkur Hreinn

3 – N

(Auður)

Arnfinnur

Dagný

3 – S

(Bína)

Snæbjörn

Stefanía

3 – K

(Sigrún Sif)

Guðrún Eva

Sindri Björn

3 – Ó

(Svanhvít)

Dagmar Rut

Ari Bergur

4 – L

(Sesselja)

Kjartan

Herdís Arna

4 – N

(Þórunn)

Þórunn Agnes

Jakob Jóhann

4 – S

(Hildur)

Sól

Sigurlaug

4 – K

(Vilborg)

Anton

Álfrún

4 – Ó

(I. Dagný)

Baldur

Katrín

       

Eldra hugmyndaráð.

   

Bekkur

Kennari

Aðalmaður

Varamaður

5 – L

(Áslaug)

Emil Aron

Lóa Margrét

5 – N

(Þórunn)

Auður

Daði

5 – S

(Sigrún)

Þóra Guðrún

Sigurður Óskar

5 – K

(Njáll)

Steinvör

Víglundur

6 – L

(Dagný)

Reynir

Ágústa Rut

6 – N

(Helga)

Júlía Ósk

Ýmir Kári

6 – S

(Inga )

Alexander Októ

Katla Dögg

6 – K

(Rúna)

Hjörtur

Bryndís

6 – Ó

(Bryndís)

Kristján Valur

Áslaug Birna

       
       

Amelía Anna  er formaður og   varaformaður.

 

Prenta | Netfang