Bókasafn

Starfsmenn skólabókasafns.

Á skólasafni Laugarnesskóla starfa tveir starfsmenn.

Vignir Ljósálfur Jónsson kennari er í rúmlega hálfu starfi (60%) og sinnir annars vegar safnafræðslu fyrir nemendur og hins vegar almennri skólasafnsvinnu. Kennslustundir eru 9 á viku auk 2ja stunda í vali fyrir 2.- 4. bekk en önnur störf sem unnin eru á skólasafninu eru rúmlega 7 stundir.

Starfssvið starfsmanna.

Vignir Ljósálfur Jónsson skólasafnskennari og umsjónarmaður safnsins:

Safnafræðsla fyrir 2. - 4. bekk.

Innkaup; umsjónarmaður bókasafns sér um að kaupa/panta bækur, geisladiska, mynddiska o.fl.

Heildar skipulag og uppbygging er í höndum umsjónarmanns að höfðu samráði við stjórnendur skólans.

Fundarseta; bókvalsfundir eru haldnir reglulega (u.þ.b. 1 sinni í mánuði) á vegum skólasafnamiðstöðvar, annað hvort í húsakynnum þeirra í Hvassaleitisskóla eða gestaskólum.

Móttaka nemenda og kennara, ráðleggingar við val á lestrar- og fræðibókum með tilliti til getu nemenda og verkefna.

Sjá um afskriftir gagna.

Viðgerð og plöstun bóka og annarra gagna.

Skil á ársskýrslu í lok skólaárs fyrir Laugarnesskóla.

Helstu verkefni á skólasafni.

Kennsla á skólasafninu er með hefðbundnum hætti og kennt á þremur önnum. 2., 3. og 4. bekkir fá fasta tíma á safninu, 5. og 6. bekkir fá afnot af 4 tölvum skólasafnsins og aðstoð við heimildaöflun.

Lestrarátak. Allir nemendur og starfsmenn taka þátt í lestrarátaki sem fer fram í mars að þessu sinni og standa í 2 vikur. Í lok lestrarátaksins eru verðlaun veitt, lestrarbikarinn, þeim árgangi sem stendur sig best.

Sérstakir dagar. Haldið er upp á sérstaka daga á skólasafninu s.s. alþjóðlegan læsis dag 8. september, hinn alþjóðlega bangsadag 27. október, norræna bókasafnsviku í nóvember, alþjóðadag barnabókarinnar í apríl, viku bókarinnar og bókasafnsdaginn en hann er haldinn hátíðlegur þann í apríl.

Móttaka gesta. Það er venja að leikskólarnir í hverfinu, Laugaborg, Lækjaborg og Hof sækji Laugarnesskóla heim í desember þar sem þau kynnast skólasafninu og hlusta á sögu.

Opnunartími safnsins.

Skólasafnið er opið kl. 8:30 til kl. 14:10 alla daga nema föstudaga en þá er það opið kl. 9:30 til 10:20. Skólasafnið er lokað í frímínútum og matartímum.

Prenta | Netfang