Starfsáætlun

Starfsáætlun Laugarnesskóla 2018-2019

Í árlegri starfsáætlun er gerð grein fyrir starfstíma skólans og mikilvægum dagsetningum. Í starfsáætlun kemur fram hvernig þeim 180 skóladögum, sem skólinn hefur til ráðstöfunar, er varið. Í áætluninni er skóladagatal birt en þar sést hvenær kennsla hefst að hausti og hvenær henni lýkur að vori. Í starfsáætlun skal m.a. birta upplýsingar um:

• stjórnskipulag skólans, þ.m.t. skipurit,
• starfsfólk skólans,
• skóladagatal, þ.m.t. lengd jólaleyfis, páskaleyfis og annarra vetrarleyfa. Í skóladagatali skulu þeir 10 dagar, sem heimilt er að skerða viðveru nemenda auðkenndir, sérstaklega með skýringum,
• tilhögun kennslu, s.s. kennsluáætlanir,
• viðfangsefni innra mats,
• starfsáætlun nemenda, þ.m.t. upplýsingar um stundaskrá nemenda, foreldraviðtöl, helstu viðburðir skólaársins og vettvangsferðir,
• skólaráð, foreldrafélag og nemendafélag og starfsáætlanir þeirra,
• skólareglur,
• upplýsingar um stoðþjónustu, þ.m.t. skólaheilsugæslu og sérfræðiþjónustu,
• upplýsingar um tómstundastarf og félagslíf,
• símenntunaráætlun,
• rýmingaráætlun,
• viðbrögð við vá, s.s. veikindafaraldri, óveðri, eldgosi, jarðskjálftum,
• annað sem varðar starfsemi skólans ár hvert, m.a. hagnýtar upplýsingar um opnunartíma skólans, viðveru sérfræðinga, mötuneyti, forföll og leyfi.

Prenta | Netfang