Starfsþróun

Starfsþróun_2019-2020.pdf

Frumkvæði starfsmanna, metnaður og árvekni í fræðslu og starfsþróun er lykill að árangri. Í Laugarnesskóla er stefnt að því að veita öllu starfsfólki tækifæri til að viðhalda menntun sinni með símenntun. Starfsþróun felst í því að gefa starfsmönnum Laugarnesskóla kost á að bæta hæfni sína í störfum og þekkingu. Leiðarljós Laugarnesskóla í starfsþróun er að:

  • skapa starfsfólki skilyrði til starfsþroska og skólaþróunar
  • þróa eigin starfshætti til að þjóna hagsmunum nemenda betur
  • afla nýrrar þekkingar og hæfni til að gegna þeim störfum sem viðkomandi er falið að sinna.
  • styrkja sjálfstraust og sjálfsvirðingu allra starfsmanna skólans og auka færni þeirra í samskiptum við samstarfsmenn og aðra sem skólinn þjónustar.
  • setja sér krefjandi markmið og kanna reglulega hvort þeim hafi verið náð
  • nýta þau tækifæri sem bjóðast til starfsþróunar
  • sýna frumkvæði við að miðla af eigin þekkingu og reynslu
  • hvetja hvert annað til dáða
  • vera opin fyrir nýjum hugmyndum og tilbúin til að reyna þær
  • starfsþróunaráætlun skólans sé í sífelldri endurskoðun.

Framkvæmd starfsþróunar

Skólastjóri er ábyrgur fyrir framkvæmd og úrvinnslu starfsþróunaráætlana. Aðstoðarskólastjóri og deildastjórar eru skólastjóra til aðstoðar og starfsfólk tekur þátt í að móta hana. Fjármagn til símenntunar er af fjárhagsáætlun Laugarnesskóla, frá Menntasviði Reykjavíkurborgar, Kennarasambandi Íslands og frá Menntamálaráðuneytinu sem árlega veita styrki úr þróunarsjóðum. Þá geta kennarar sótt um einstaklingsstyrki úr endurmenntunarsjóði Kennarasambands Íslands og aðrir starfsmenn úr menntasjóði Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. Samkvæmt kjarasamningum kennara eru ætlaðar 150 klukkustundir til símenntunar. Í starfsmannasamtölum er rætt um starfsþróun, framkvæmd hennar, árangur og óskir fyrir næsta Undanfarin ár hefur kjarni starfsþróunar verið að móta hegðunarkerfi skólans, PBS og fjölbreytta kennsluhætti.

Sjá nánar í starfsmannastefnu Laugarnesskóla

 Starfsþróun 2018-2019

Prenta | Netfang