Skólaráð Laugarnesskóla

Samkvæmt 8 grein í grunnskólalögum sem voru samþykkt 12. júní 2008 á að vera starfandi skólaráð við hvern skóla. Í greininni segir:

Við grunnskóla skal starfa skólaráð sem er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald. Skólaráð tekur þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans. Skólaráð fjallar um skólanámskrá skólans, árlega starfsáætlun, rekstraráætlun og aðrar áætlanir um skólastarfið. Skólaráð skal fá til umsagnar áætlanir um fyrirhugaðar meiri háttar breytingar á skólahaldi og starfsemi skóla áður en endanleg ákvörðun um þær er tekin. Skólaráð fylgist almennt með öryggi, aðbúnaði og almennri velferð nemenda. Skólanefnd, sbr. 6. gr., getur með samþykki sveitarstjórnar falið skólaráðum einstakra skóla ákveðin verkefni þessu til viðbótar.
Skólaráð skal skipað níu einstaklingum til tveggja ára í senn, tveimur fulltrúum kennara ásamt einum fulltrúa annars starfsfólks í viðkomandi skóla, tveimur fulltrúum nemenda og tveimur fulltrúum foreldra, auk skólastjóra sem stýrir starfi skólaráðs og ber ábyrgð á stofnun þess. Skólaráð velur að auki einn fulltrúa grenndarsamfélags til að sitja í ráðinu eða viðbótarfulltrúa úr hópi foreldra. Auk þess skal skólastjóri boða til sameiginlegs fundar skólaráðs og stjórnar nemendafélags að lágmarki einu sinni á ári. Ráðherra setur reglugerð um starfsemi skólaráða í samráði við samtök sveitarfélaga, kennara og foreldra.

Umboðsmaður barna hefur gefið út einblöðung um skólaráð. Hann var unnin í samstarfi við Ráðgjafarhóp umboðsmanns barna og ungmennaráðs Árbæjar og Grafarholts, sem lögðu mikla áherslu á að hann væri einfaldur og hnitmiðaður. Hægt er að nálgast hann hér.

Í skólaráði eiga sæti:
Jóna Björk Sigurjónsdóttir This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., fulltrúi foreldra og tengiliður við foreldrafélagið.
Benedikt Magnússon, This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. , fulltrúi foreldra
Júlía Þorvaldsdóttir, This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fulltrúi foreldra
Heiðlóa Ásvaldsdóttir , This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., fulltrúi grenndarsamfélagins.
Ágústa Jónsdóttir, This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., fulltrúi kennara
Rúna Björg Garðarsdóttir, This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., fulltrúi kennara
Sigurrós Birna Björnsdóttir, This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fulltrúi starfsólks
Sigríður Heiða Bragdóttir, This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., skólastjóri
Kristinn Svavarsson, This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. , aðstoðarskólastjóri
Fulltrúar nemenda:
Eiður Jack úr 6. bekk sem er formaður Hugmyndaráðs, Eyrún Ólöf Ívarsdóttir úr 5. bekk sem er varaformaður og varamamaður hennar Margrét Áslaug Eysteinsdóttir
Varamenn eru:
Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., fulltrúi foreldra
Eiríkur Fannar Jónsson, This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fulltrúi starfsfólks
Þórunn Borg Ólafsdóttir, This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., fulltrúi starfsfólks
Erla Baldvinsdóttir, This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., fulltrúi kennara

Fundargerðir skólaráðs má nálgast hér

 

Prenta | Netfang