12 ágú'20

Skólabyrjun í Laugarnesskóla 2020

Skólaárið 2020-2021 hefst mánudaginn 24. ágúst með skólasetningarathöfnum. Vegna aðstæðna verður að þessu sinni ekki hægt að bjóða foreldrum til skólasetningar. Tímasetningar skólasetninga eru sem hér segir: 2. bekkur kl. 12:00 3. og 4. bekkur kl. 13:00 5. og 6. bekkur kl.  14:00 Nemendur mæta á sal skólans þar sem skólasetning fer fram og að…

Nánar
20 júl'20

Laugarnesskóli óskar eftir stuðningsfulltrúa

Laugarnesskóli auglýsir starf stuðningsfulltrúa skólaárið 2020-2021. Laugarnesskóli stendur við Kirkjuteig 24 í Reykjavík og er einsetinn grunnskóli fyrir nemendur í 1.- 6. bekk. Einkunnarorð skólans eru lífsgleði, nám, samvinna, kærleikur og ósk. Í Laugarnesskóla er allt starfsfólk samstíga og vinnur saman að stefnumörkun og forgangsröðun. Skólastarfið á að vera uppbyggjandi þar sem metnaður ríkir og…

Nánar
23 jún'20

Sumarleyfi

Skrifstofa Laugarnesskóla verður lokuð vegna sumarleyfis frá 23. júní til 4. ágúst 2020.

Nánar
18 jún'20

Barnamenningarhátíð 2020

Laugarnesskóli átti sitt framlag á Barnamenningarhátíð 2020 sem hófst í maí og fór fram með breyttu sniði vegna Covid-19 eins og svo margt annað. Nemendur í 3. og 4. bekk unnu skordýraverkefni á sýningunni Bráðnun jökla og lífbreytileiki sem var sýnd á Kjarvalsstöðum dagana 26. maí – 2. júní. Nemendur í 5. bekk saumuðu út í Dúk…

Nánar
05 jún'20

Myndir frá íþróttadeginum

Íþrótta- og útivistardagurinn fór fram í gær í blíðskaparveðri. Nemendur léku við hvurn sinn fingur á skólalóðinni, í íþróttasalnum, við Laugarneskirkju og á “þríhyrninginum” í Laugardal. Í lok dagsins gæddu nemendur og starfsfólk sér á grilluðum pylsum að íslenskum sið. Hér má sjá myndir frá íþróttadeginum.

Nánar
05 jún'20

Skóladagatal Laugarnesskóla 2020-2021

Skóladagatal Laugarnesskóla er nú tilbúið en rétt er að taka fram formsins vegna að Skóla- og frístundaráð borgarinnar samþykkir skóladagatöl ár hvert og teljast þau ekki opinber fyrr en það hefur verið gert. Þegar samþykkið liggur fyrir verður skóladagatalið sett á sinn stað á vef skólans en foreldrum til hægðarauka má skoða skjalið hér: Skoladagatal…

Nánar
03 jún'20

Þær Kristín Ásta og Wiktoria í 5N tóku sig til og útbjuggu þetta flotta myndband til að hvetja okkur öll til að plokka og hugsa betur um umhverfið. Við óskum þeim til hamingju með framtakið.

Nánar
02 jún'20

Íþrótta- og útivistardagur á fimmtudag

Hinn árlegi íþrótta- og útivistardagur verður fimmtudaginn 4. júní samkvæmt hefð. Skipulagðar hafa verið ýmsar stöðvar á skólalóðinni og utan hennar og verða nemendur í sjöttu bekkjum kennurum til aðstoðar við að stýra leikjunum. Hápunktur dagsins að margra mati er knattspyrnukeppni sjöttu bekkja og starfsfólks skólans. Að þeirri keppni lokinni verður boðið upp á grillaðar…

Nánar
26 maí'20

Hjálmur bjargar

Hér má sjá myndband þar sem Arndís skólahjúkrunarfræðingur sýnir fram á mikilvægi þess að nota hjálm þegar maður hjólar. Þetta á ekki síst við nú þegar sumir nemendur eru á rafmagnshlaupahjólum enda geta þau farið nokkuð hratt. Allir nemendur í fyrsta bekk Laugarnesskóla fengu einmitt reiðhjólahjálm að gjöf á dögunum. Hjálmur bjargar from Laugarnesskóli RVK…

Nánar
24 apr'20

Nú er tilefni til að gleðjast!

Starfsfólk Laugarnesskóla óskar nemendum og forráðamönnum gleðilegs sumars og takk fyrir þennan viðburðaríka vetur. Það gleður okkur sérstaklega að tilkynna að matseðill fyrir maímánuð er nú kominn á vefinn okkar.

Nánar