26 nóv'20

Gul viðvörun

Gul viðvörun vegna veðurs er í gildi frá kl. 12:00 á hádegi í dag til kl. 5:00 í fyrramálið. Forsjáraðilar þurfa að meta sjálfir hvort fylgja þurfi börnum í eða úr skóla eða frístundastarfi. Rétt er að hafa í huga að oft getur verið hvasst í efri byggðum. Ef hálka eða ofankoma fylgir veðrinu aukast…

Nánar
19 nóv'20

Skólahald nálgast eðlilegt horf

Frá og með fimmtudeginum 19. nóvember verður óskertur skóladagur hjá öllum nemendum Laugarnesskóla og nánast er kennt samkvæmt stundaskrá. Enn getum við ekki kennt listasmiðjur með þeim hætti sem var en vonandi breytist það í næsta þrepi afléttinga. Nánari upplýsingar um íþróttir og sund verða sendar foreldrum og forráðamönnum. Þá er enn ekki hægt að…

Nánar
17 nóv'20

Nemendur verðlaunaðir á degi íslenskrar tungu

Dagur íslenskrar tungu er haldinn hátíðlegur ár hvert á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar. Hefð er fyrir því að Laugarnesskóli tilnefni einn nemanda á yngsta stigi og annan á miðstigi til Íslenskuverðlaunanna. Að þessu sinni voru það þær Laufey Lilja Leifsdóttir í 4.K og Alma Júlía Hjaltadóttir í 6.L sem hlutu tilnefningarnar og verðlaunin. Skólastjóri afhenti þeim…

Nánar
11 nóv'20

Baráttudagur gegn einelti

Árlegur baráttudagur gegn einelti var sl. sunnudag, 8. nóvember. Af því tilefni fékk Skóla- og frístundasvið Reykjavíkur Vöndu Sigurgeirsdóttur, foreldri við Laugarnesskóla og einn okkar helsta sérfræðing þegar kemur að samskiptum og vináttufærni barna og ungmenna, til að gera fjögur fræðslumyndbönd. Í myndböndunum gefur hún starfsfólki leik- og grunnskóla, frístundaheimila og félagsmiðstöðva og einnig foreldrum…

Nánar
05 nóv'20

Sýndarveruleiki í Laugarnesskóla

Framundan er þemavinna um himingeiminn hjá nemendum í fjórða bekk. Kennarar eru að vinna að undirbúningi og hafa fengið lánaðan tæknibúnað til að auðga kennsluna. Skólastjóri fékk að prófa sýndarveruleikagleraugu sem nemendur munu nota en með þeim er hægt að skoða sólkerfið á talsvert meira sannfærandi hátt en að skoða myndir í bókum. Hér sjáum…

Nánar
03 nóv'20

Breytt skipulag í Laugarnesskóla

Nú hefur ný reglugerð um takmarkanir á skólastarfi vegna Covid-19 verið sett og mun skólastarf í Laugarnesskóla raskast af þeim völdum. Reglugerðin gildir í tvær vikur en ef um framlengingu verður að ræða verður það tilkynnt sérstaklega. Helstu breytingar eru þær að grímuskylda er í 5.-6. bekk og hjá starfsfólki, listasmiðjur falla niður og nemendur…

Nánar
30 okt'20

Hrekkjavaka á skrýtnum tímum

Höldum hrekkjavöku eingöngu heima öryggisins vegna! Laugardaginn 31. október er hrekkjavaka sem sífellt hefur notið meiri vinsælda hér á landi og víða hefur skapast sú hefð að börn gangi í hús með „grikk eða gott”. Að teknu tilliti til þess að enn er í gildi neyðarstig almannavarna vegna COVID-19 hvetjum við  foreldra og forráðamenn að…

Nánar
19 okt'20

Vetrarleyfi og starfsdagar

Vetrarleyfi verður í Laugarnesskóla dagana 23.-26. október. Starfsdagar verða 27. og 28. október og mæta nemendur ekki í skólann þá daga. Kennsla eftir vetrarleyfi hefst samkvæmt stundaskrá fimmtudaginn 29. október.

Nánar
15 okt'20

Foreldraviðtöl með breyttu sniði

Foreldraviðtöl verða miðvikudaginn 21. október en af sóttvarnarástæðum verður ekki hægt að halda þau með þeim hætti sem við erum vön. Umsjónarkennarar munu hafa samband við foreldra og forráðamenn á næstu dögum og boða ýmist símaviðtöl eða fundi með fjarfundabúnaði. Nemendur munu því ekki mæta í skólann þennan dag.

Nánar
09 okt'20

Hópefli og samskipti á miðstigi

Þessa dagana erum við að leggja áherslu á að byggja upp bekkjarbrag í fimmtu og sjöttu bekkjum. Við höfum meðal annars átt samstarf við félagsmiðstöðina Laugó sem hafa farið í hópeflisleiki með bekkina og verður þeirri vinnu haldið áfram fram eftir vetri. Kennarar í sjötta bekk eru einnig að fá sérstaka fræðslu um hvernig megi…

Nánar