18 mar'20

Breytt skipulag vegna Covid-19

Ljóst er að skólastarf mun raskast heilmikið næstu daga og vikur. Skipulag vikunnar hefur verið sent til foreldra og forráðamanna og unnið er að því að ljúka skipulagi fram að páskaleyfi. Gert er ráð fyrir að upplýsingar um það berist foreldrum og forráðamönnum á morgun, fimmtudag. Sem stendur eru nemendur í skólanum annan hvern dag.…

Nánar
13 mar'20

Starfsdagur mánudaginn 16. mars

Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum í dag hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að virkja heimildir sóttvarnarlaga sem felur m.a. í sér að skólahald verður takmarkað tímabundið. Nánari útfærslur verða unnar samkvæmt tilmælum stjórnvalda. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu vinna nú að skipulagningu skólastarfs miðað við ofangreindar ákvarðanir. Þegar hefur verið ákveðið að mánudagurinn 16. mars verði starfsdagur…

Nánar
03 mar'20

Skilaboð til foreldra

Í ljósi þess að nú hefur hættustigi almannavarna verið lýst yfir vegna COVID-19 kórónaveirunnar áréttar almannavarnadeild ríkislögreglustjóra mikilvægi þess að allir fylgi leiðbeiningum sóttvarnarlæknis. Nýjustu upplýsingar eru ávallt að finna á vef Landlæknisembættisins: www.landlaeknir.is Foreldrar eru beðnir um að fylgjast reglulega með nýjustu upplýsingum um þau svæði sem skilgreind eru sem hættusvæði. Ef börn eða…

Nánar
26 feb'20

Ljóða og tónsmíða samkeppni Laugarnesskóla

Allir geta tekið þátt   Semjið ljóð og/eða lag um Réttindaskólann Laugarnesskóla   Þetta er eingöngu verkefni til að vinna heima.   Skilafrestur er til fimmtudagsins 12. mars 2020   Skila á netfangið harpa.thorvaldsdottir@rvkskolar.is eða í umslagi merkt Réttindaskólalag á skrifstofu skólans.

Nánar
26 feb'20

Vetrarleyfi og starfsdagur

Vetrarleyfi verður í Laugarnesskóla föstudaginn 28. febrúar og mánudaginn 2. mars. Starfsdagur er þriðjudaginn 3. mars og engin kennsla þann dag. Nemendur mæta samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 4. mars.

Nánar
24 feb'20

Öskudagur – skertur skóladagur

Á öskudaginn verður skólastarfið brotið upp eins og hefð er fyrir. Nemendur geta valið um fjölmargar stöðvar með skemmtilegum brag og hefst sú dagskrá eftir morgunsöng. Allir nemendur koma til umsjónarkennara í fyrsta tíma. Skóladeginum lýkur kl. 12:00 en þau börn sem eru skráð í Frístund ljúka deginum þar eins og venjulega. Nemendum er frjálst…

Nánar
18 feb'20

Möppudagur og foreldraviðtöl

Miðvikudagurinn 19. febrúar er möppudagur í Laugarnesskóla. Þann dag lýkur kennslu kl. 12:30. Nemendur sem eru skráðir í Laugarsel eða Dalheima fara þangað en aðrir nemendur fara heim er kennslu lýkur. Fimmtudaginn 20. febrúar verða svo foreldraviðtöl, en þá koma nemendur í skólann ásamt foreldrum og hitta umsjónarkennara. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint.

Nánar
13 feb'20

Skólahald fellur niður vegna veðus

Rauð viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu á morgun, föstudaginn 14.02. Skólahald í Laugarnesskóla fellur því niður en skólinn verður opinn. Nánari upplýsingar verða sendar forráðamönnum í tölvupósti.

Nánar
17 jan'20

Niður aldanna

Í morgun var palldagskrá hjá 1.L og svo skemmtilega vildi til að söngatriðið var með sama sniði og þegar Ágústa umsjónarkennari var hér nemandi fyrir, tja… nokkrum árum. Afi og amma hennar Rögnu í 1.L komu að sjálfsögðu að fylgjast með dagskránni og sögðu frá því hve gaman þeim þótti að koma í gamla skólann…

Nánar
13 jan'20

Gul viðvörun

Kæru foreldrar og forráðamenn Gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu og eru foreldrar og forráðamenn því beðnir að fylgja nemendum í skólann í fyrramálið, þriðjudaginn 14. janúar.    

Nánar