24 sep'20

Verndari óskilamunanna

Hið ötula starf sem Virpi okkar hefur unnið varðandi óskilamuni er farið að vekja athygli fjölmiðla. Einnig tók Lóa Hjálmtýsdóttir, listamaður og foreldri við skólann, sig til og hannaði þetta ótrúlega flotta skjaldarmerki sem hún tileinkar Virpi sem “verndara óskilamunanna.” Það er gaman að þessu.

Nánar
17 sep'20

Gera allir skólar svona?

Virpi Jokinen er móðir tveggja barna í Laugarnesskóla og hefur undanfarin ár reynst skólasamfélaginu vel á margan hátt. Í morgun stóð Virpi vaktina fyrir framan aðalinngang skólans þar sem hægt var að sækja óskilamuni. Á þessum síðustu og verstu tímum þegar foreldrar mega ekki koma inn fyrir dyr skólabygginga nema í ýtrustu nauðsyn verður víða…

Nánar
10 sep'20

Einkunnarorð Laugarnesskóla

Einkunnarorð Laugarnesskóla eru lífsgleði – nám – samvinna – kærleikur – ósk. Nemendur í 2. bekk hafa verið að vinna með einkunnarorðin og skreyta nú veggina myndverk þar sem nemendur túlka hugtökin sem einkunnarorðin standa fyrir.

Nánar
08 sep'20

Hlaupahjólin öruggari í Laugarnesskóla

Í dag voru teknir í notkun tveir hlaupahjólastandar við aðalinngang Laugarnesskóla, sem um leið varð fyrsti grunnskólinn á Íslandi til að bjóða upp á slíka lausn fyrir nemendur sem vilja koma á hlaupahjóli í skólann. Þarna er pláss fyrir 40 hlaupahjól og er hægt að læsa hjólunum við standinn. Ekki var að sjá annað en…

Nánar
12 ágú'20

Skólabyrjun í Laugarnesskóla 2020

Skólaárið 2020-2021 hefst mánudaginn 24. ágúst með skólasetningarathöfnum. Vegna aðstæðna verður að þessu sinni ekki hægt að bjóða foreldrum til skólasetningar. Tímasetningar skólasetninga eru sem hér segir: 2. bekkur kl. 12:00 3. og 4. bekkur kl. 13:00 5. og 6. bekkur kl.  14:00 Nemendur mæta á sal skólans þar sem skólasetning fer fram og að…

Nánar
20 júl'20

Laugarnesskóli óskar eftir stuðningsfulltrúa

Laugarnesskóli auglýsir starf stuðningsfulltrúa skólaárið 2020-2021. Laugarnesskóli stendur við Kirkjuteig 24 í Reykjavík og er einsetinn grunnskóli fyrir nemendur í 1.- 6. bekk. Einkunnarorð skólans eru lífsgleði, nám, samvinna, kærleikur og ósk. Í Laugarnesskóla er allt starfsfólk samstíga og vinnur saman að stefnumörkun og forgangsröðun. Skólastarfið á að vera uppbyggjandi þar sem metnaður ríkir og…

Nánar
23 jún'20

Sumarleyfi

Skrifstofa Laugarnesskóla verður lokuð vegna sumarleyfis frá 23. júní til 4. ágúst 2020.

Nánar
18 jún'20

Barnamenningarhátíð 2020

Laugarnesskóli átti sitt framlag á Barnamenningarhátíð 2020 sem hófst í maí og fór fram með breyttu sniði vegna Covid-19 eins og svo margt annað. Nemendur í 3. og 4. bekk unnu skordýraverkefni á sýningunni Bráðnun jökla og lífbreytileiki sem var sýnd á Kjarvalsstöðum dagana 26. maí – 2. júní. Nemendur í 5. bekk saumuðu út í Dúk…

Nánar
05 jún'20

Myndir frá íþróttadeginum

Íþrótta- og útivistardagurinn fór fram í gær í blíðskaparveðri. Nemendur léku við hvurn sinn fingur á skólalóðinni, í íþróttasalnum, við Laugarneskirkju og á “þríhyrninginum” í Laugardal. Í lok dagsins gæddu nemendur og starfsfólk sér á grilluðum pylsum að íslenskum sið. Hér má sjá myndir frá íþróttadeginum.

Nánar
05 jún'20

Skóladagatal Laugarnesskóla 2020-2021

Skóladagatal Laugarnesskóla er nú tilbúið en rétt er að taka fram formsins vegna að Skóla- og frístundaráð borgarinnar samþykkir skóladagatöl ár hvert og teljast þau ekki opinber fyrr en það hefur verið gert. Þegar samþykkið liggur fyrir verður skóladagatalið sett á sinn stað á vef skólans en foreldrum til hægðarauka má skoða skjalið hér: Skoladagatal…

Nánar