12 des'19

Sigurvegari myndbandasamkeppninnar

Í gær voru tilkynnt úrslit í myndbandasamkeppninni þar sem verkefnið var að búa til auglýsingu fyrir jólabókaklúbb bókasafnsins. Þær Helga, Auður, Sigrún og Agnes í 3.S hlutu sérstök verðlaun sem “bjartasta vonin” en þrátt fyrir ungan aldur sýndu þær tilþrif í kvikmyndagerðarlistinni. Þriðja sætið hreppti Kristín Ásta í 5.N og í öðru sæti varð Lára…

Nánar
09 des'19

Allir heim fyrir kl. 15:00.

Jæja, það fer að verða verra ferðaveðrið! Skóla- og frístundastarf mun raskast frá hádegi á morgun, þriðjudaginn 10. desember vegna óveðurs sem spáð er að gangi yfir höfuðborgarsvæðið. Enginn ætti að vera á ferli eftir klukkan 15 á morgun nema brýn nauðsyn beri til. Gefin hefur verið út appelsínugul viðvörun vegna óveðursins sem spáð er. Foreldrar…

Nánar
09 des'19

Desember er mánuður samveru

Í Laugarnesskóla hafa Umhverfisteymið og Réttindaráðið verið að skoða hvað við getum gert saman á aðventunni. Kærleikur er eitt af einkunnarorðum skólans og margar greinar í barnasáttmálanum tengjast fjölskyldunni, samveru og kærleika. Umræður voru um hvað væri gaman að gera saman sem vinir og fjölskylda. Hér er hugmyndalisti yfir hluti sem fjölskyldur geta gert saman…

Nánar
09 des'19

Nemendur á faraldsfæti

Þessa vikuna er mikið um ýmiskonar vettvangsferðir hjá nemendum okkar. Fimmtu bekkir heimsækja Árbæjarsafnið, þriðju bekkir fara í Hallgrímskirkju, fyrstu bekkir kynna sér Sólheimasafn og svo fara allir árgangar í Laugarneskirkju samkvæmt hefð. Það má líka með sanni segja að það sé farin að myndast jólastemmning í skólanum, ekki síst þegar snjórinn hylur grund eins…

Nánar
04 des'19

Kveðja frá Laugarnesskóla

Vilborg Jónsdóttir stjórnandi skólahljómsveitar Austurbæjar verður jarðsungin í dag. Starfsfólk Laugarnesskóla sendir aðstandendum innilegar samúðarkveðjur.    

Nánar
29 nóv'19

Laugarnesskóli fær viðurkenningu í annað sinn sem Réttindaskóli Unicef

Mikið var um dýrðir í Laugarnesskóla á alþjóðlegum degi mannréttinda barna þann 20. nóvember. Haldið var nemendaþing þar sem allir nemendur fengu tækifæri til að koma skoðunum sínum um skólastarfið á framfæri. Nemendur í sjötta bekk stýrðu umræðum í aldursblönduðum hópum en kennarar gegndu hlutverki fundarritara. Margt áhugavert kom fram í tillögum nemenda, meðal annars…

Nánar
30 okt'19

Velkomin á nýjan vef Laugarnesskóla

Nýr vefur Laugarnesskóla lítur nú dagsins ljós. Áfram verður unnið að því að setja inn efni en mikilvægt þótti að koma vefnum í loftið engu að síður. Ábendingar um vefinn eru vel þegnar og má beina þeim til aðstoðarskólastjóra á netfangið bjorn.gunnlaugsson@rvkskolar.is

Nánar