Skip to content
20 maí'22

Vel heppnað áheitahlaup UNICEF

Nemendur í Laugarnesskóla hlupu í morgun til styrktar UNICEF en það er árviss viðburður á vordögum hjá okkur í skólanum. Veðrið lék við hlauparana og mátti sjá mikla gleði á hverju andliti.

Nánar
11 maí'22

Laugarnes á ljúfum nótum og Vorhátíð foreldrafélagsins

Það verður mikið um dýrðir í hverfinu okkar um helgina. Hverfishátíðin Laugarnes á ljúfum nótum hefst við Laugarneskirkju kl. 13 á sunnudaginn og klukkustund síðar byrjar svo Vorhátíð sem foreldrafélag Laugarnesskóla stendur fyrir. Fyrri hátíðinni lýkur kl. 15 en sú seinni stendur til kl. 16 svo hverfisbúar og vinir ættu að geta heimsótt báða staðina…

Nánar
06 maí'22

Skipulagsdagur þriðjudaginn 10. maí

Skipulagsdagur verður í Laugarnesskóla þriðjudaginn 10. maí. Laugarsel og Dalheimar eru opin allan daginn fyrir nemendur sem eru skráð þar og fá foreldrar og forráðamenn upplýsingar frá Frístund um daginn.

Nánar
26 apr'22

6.L sigrar Þrígaldraleika Laugarnesskóla

Núna í vetur hafa nemendur 6. bekkjar Laugarnesskóla tekið þátt í Þrígaldraleikum Laugarnesskóla. Þetta er annað árið sem leikarnir eru haldnir en fyrirmyndin er Þrígaldraleikar sem Harry Potter tók þátt í, á sínu 4. ári í Hogwarts. Í Þrígaldraleikum Laugarnesskóla kepptu nemendur þó ekki við dreka, marfólk eða risaköngulær, í staðinn reyndu þrautirnar á líkamlegan…

Nánar
09 mar'22

Laugarnesskóli verðlaunaður á öskudagsráðstefnu eftir skemmtilegan skóladag

Það var gaman í Laugarnesskóla á öskudaginn þar sem nemendur og starfsfólk klæddu sig upp í ýmsa frumlega og skemmtilega búninga og stundaskráin vék fyrir fjölbreyttri skemmtidagskrá. Eftir að kennslu lauk hélt svo hópur starfsfólks á öskudagsráðstefnu skóla- og frístundasviðs og veitti þar viðtöku minningarverðlaunum Arthúrs Morthens sem voru nú veitt í fimmta og síðasta…

Nánar
22 feb'22

Íslenskuverðlaun unga fólksins í Reykjavík bókmenntaborg Evrópu

Urður Ása Jónsdóttir í 6.S var í gær sæmd verðlaunum við hátíðlega athöfn í Hörpu. Venjulega eru Íslenskuverðlaun unga fólksins afhent á degi íslenskrar tungu í nóvember en í ár þurfti að fresta þeirri athöfn sem fór eins og áður segir fram í gær. Í umsögn sem fylgir tilnefningu Urðar frá skólanum kemur fram að:…

Nánar
22 feb'22

Appelsínugul viðvörun

Það fer að verða verra ferðaveðrið! Veðurstofa hefur gefið út appelsínugula veðurviðvörun sem gildir til kl. 10:00 í dag, þriðjudaginn 20. febrúar 2022.   Nánari upplýsingar hér (einnig á ensku og pólsku):  

Nánar
15 feb'22

Vetrarleyfi í Laugarnesskóla

Foreldraviðtöl fara fram í Laugarnesskóla miðvikudaginn 16. febrúar og að því búnu tekur við vetrarleyfi. Kennsla hefst aftur samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 22. febrúar.

Nánar
04 feb'22

Möppudagur í Laugarnesskóla 7. febrúar

Mánudagurinn 7. febrúar er möppudagur í Laugarnesskóla. Þann dag lýkur kennslu kl. 12:30. Hefð er fyrir því í Laugarnesskóla að nemendur velji úr verkefnum sínum og setji sum þeirra í möppur sem hafðar eru til sýnis á Gullakistudaginn. Kennarar nýta möppudaginn til að undirbúa foreldraviðtöl sem verða miðvikudaginn 16. febrúar. Nemendur sem eru skráðir í…

Nánar
14 des'21

Jólin koma…

Það er jólalegt um að litast í Laugarnesskóla þessa dagana. Jólatré úr Katlagili stendur á hátíðarsal, jólaglugginn sígildi er kominn  upp og piparkökuþorpið hans Sigga kokks gleður augu nemenda og starfsfólks. Síðasti kennsludagur fyrir jólaleyfi verður föstudaginn 17. desember en þá gerum við okkur glaðan dag í bekkjunum. Kennslu lýkur kl. 12:30 þennan dag og…

Nánar