20 okt'21

Vetrarleyfi í Laugarnesskóla

Fimmtudaginn 21. október er foreldraviðtalsdagur í Laugarnesskóla og fellur kennsla niður þann dag. Laugarsel og Dalheimar verða bæði opin og er skráningu óska um viðveru barna þann dag lokið. Vetrarleyfi verður föstudag 22. október, mánudag 25. október og þriðjudag 26. október. Miðvikudaginn 27. október er skipulagsdagur og engin kennsla í Laugarnesskóla. Laugarsel og Dalheimar verða…

Nánar
21 sep'21

Appelsínugul viðvörun

Veðurstofan hefur sent frá sér appelsínugula viðvörun vegna veðurs sem mun ganga yfir höfuðborgarsvæðið eftir hádegi í dag. Gert er ráð fyrir hvassviðri og úrkomu. Forsjáraðilar eru hvattir til að vera reiðubúnir að sækja börn í skóla og huga að því hvort röskun verði á æfingum eða öðru frístundastarfi.

Nánar
13 ágú'21

Skólasetning Laugarnesskóla

Mánudaginn 23. ágúst verður Laugarnesskóli settur við hátíðlegar athafnir á sal. Skólasetningin er þrískipt og því miður verður ekki hægt að bjóða foreldrum að vera viðstaddir vegna samkomutakmarkana. Nemendur í 2. bekk mæta kl. 12:00. Nemendur í 3. og 4. bekk mæta kl. 13:00. Nemendur í 5. og 6. bekk mæta kl. 14:00. Kennsla hefst…

Nánar
09 ágú'21

Laugarnesskóli hlýtur Regnbogavottun Reykjavíkurborgar

Laugarnesskóli hefur hlotið Regnbogavottun Reykjavíkurborgar sem hinseginvænn vinnustaður. Markmiðið með Regnbogavottun Reykjavíkurborgar er að gera starfsemi Reykjavíkurborgar hinseginvænni, bæði fyrir starfsfólk og þjónustuþega og þannig koma í veg fyrir beina og óbeina mismunun í garð hinsegin fólks. Vottunin er hluti af því að framfylgja mannréttindastefnu borgarinnar. Allar starfsstöðvar Reykjavíkurborgar geta óskað eftir að fá Regnbogavottun…

Nánar
14 jún'21

Skóladagatal 2021-2022

Skóladagatal Laugarnesskóla fyrir skólaárið 2021-2022 hefur nú verið afgreitt og sent til samþykktar í Skóla- og frístundaráði. Skóladagatalið telst ekki opinbert plagg og birtist ekki á þar til gerðum stað á heimasíðu skólans fyrr en ráðið hefur tekið dagatalið fyrir á fundi og samþykkt. Þótt það sé fáheyrt að skóladagatöl séu ekki samþykkt á þeim…

Nánar
08 jún'21

Skólaárinu að ljúka

Miðvikudagurinn 9. júní er útivistardagur í Laugarnesskóla. Þann dag lýkur kennslu kl. 12:30 og nemendur sem eru skráðir í Laugarsel eða Dalheima fara því þangað aðeins fyrr en venjulega. Gullakistuviðtöl fara fram fimmtudaginn 10. júní og hafa foreldrar og forráðamenn fengið boð frá umsjónarkennurum um viðtalstíma. Útskrift hjá sjötta bekk verður tvískipt í ár vegna…

Nánar
21 maí'21

Laugarnesskóli flaggar Grænfánanum á ný

Laugarnesskóla var afhentur Grænfáninn í sjötta sinn nú í morgun við hátíðlega athöfn. Grænfáninn er alþjóðleg viðurkenning fyrir skóla sem sýna árangur í umhverfismálum og menntun til sjálfbærni. Grænfánaskóla má finna í 68 löndum víða um heim og eru skólar á Íslandi framarlega í nemendavæðingu verkefnisins.

Nánar
21 maí'21

Nemendur hitta ráðherra

Í samstarfi við LÁN – Listrænt ákall náttúrunnar –  voru verk eftir nemendur úr nokkrum skólum í Reykjavík sett upp á sýningu í Grófarhúsi í Reykjavík. Þar var m.a. að finna verk eftir nemendur úr 5. bekk LNSK. Í framhaldinu var tveimur nemendum úr hverjum þessara skóla boðið að koma og hitta umhverfisráðherra, Guðmund Inga…

Nánar
13 maí'21

Möppudagur 17. maí

Mánudagurinn 17. maí er möppudagur í Laugarnesskóla. Þann dag lýkur kennslu kl. 12:30. Hefð er fyrir því í Laugarnesskóla að nemendur velji úr verkefnum sínum og setji sum þeirra í möppur sem hafðar eru til hliðsjónar í foreldraviðtölum. Nemendur sem eru skráðir í Laugarsel eða Dalheima fara þangað aðeins fyrr en venjulega á mánudag, en…

Nánar
06 maí'21

Skipulagsdagur mánudaginn 10. maí

Skipulagsdagur verður í Laugarnesskóla mánudaginn 10. maí og mæta nemendur ekki í skólann þann dag.  Starfsdagur er einnig hjá starfsfólki frístundamiðstöðva í Reykjavík svo Laugarsel og Dalheimar verða lokuð. Kennsla í næstu viku verður því á þriðjudag, miðvikudag og föstduag, enda frí á fimmtudag 13. maí vegna uppstigningar.

Nánar