17 jan'20

Niður aldanna

Í morgun var palldagskrá hjá 1.L og svo skemmtilega vildi til að söngatriðið var með sama sniði og þegar Ágústa umsjónarkennari var hér nemandi fyrir, tja… nokkrum árum. Afi og amma hennar Rögnu í 1.L komu að sjálfsögðu að fylgjast með dagskránni og sögðu frá því hve gaman þeim þótti að koma í gamla skólann…

Nánar
13 jan'20

Gul viðvörun

Kæru foreldrar og forráðamenn Gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu og eru foreldrar og forráðamenn því beðnir að fylgja nemendum í skólann í fyrramálið, þriðjudaginn 14. janúar.    

Nánar
09 jan'20

Gul viðvörun – nemendur séu sóttir

Gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu í dag. Samkvæmt skilaboðum frá Almannavörnum eru forráðamenn beðnir að sækja börn í 1.-6. bekk í lok skóla eða frístundastarfs í dag, fimmtudaginn 9. janúar. Börn eru örugg í skóla og frístundastarfi þar til þau verða sótt.

Nánar
09 jan'20

Umferðarflæði við skólann

Þegar veðrið er eins og þessa dagana er algengara en ella að foreldrar skutli börnum sínum í skólann. Þegar margir bílar koma að skólanum er mikilvægt að virða þá reglu að við sleppitorgið framan við skólann sé bara stoppað örstutt til að hleypa barni eða börnum út og hleypa svo næsta bíl að. Ef þörf…

Nánar
07 jan'20

Gul viðvörun

Gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu frá klukkan 15:00 í dag og eru foreldrar og forráðamenn beðnir að sækja börn sín í lok  frístundastarfs í dag þriðjudag. Börn eru óhult í skóla og frístundastarfi þar til þau verða sótt. Hér er átt við börn yngri en 12 ára.  

Nánar
06 jan'20

Kveðja frá Laugarnesskóla

Jón Freyr Þórarinsson fyrrverandi skólastjóri Laugarnesskóla verður jarðsunginn frá Fella- og Hólakirkju á morgun, þriðjudaginn 7. janúar kl. 15:00. Starfsfólk Laugarnesskóla sendir aðstandendum innilegar samúðarkveðjur.

Nánar
20 des'19

Gleðileg jól!

Starfsfólk Laugarnesskóla sendir nemendum og foreldrum bestu jóla- og nýjárskveðjur. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá mánudaginn 6. janúar 2020. Sjáumst hress á nýju ári!

Nánar
16 des'19

Stofujól og jólaskemmtanir

Stofujól verða í Laugarnesskóla fimmtudaginn 19. desember. Athugið að þetta er skertur dagur, kennslu lýkur á hádegi en boðið verður upp á gæslu fyrir þá nemendur sem eru skráðir í Frístund frá kl. 12:30 og þangað til Laugarsel opnar kl. 13:40. Jólaskemmtanir verða föstudaginn 20. desember. Eftirtaldir bekkir verða á fyrri jólaskemmtun kl. 9:00-10:30: 1.L,…

Nánar
13 des'19

Ljúfir tónar á aðventunni

Við fengum góðan gest í Laugarnesskóla en saxófónsnillingurinn Óskar Guðjónsson leit við í morgun – og reyndar líka í gær – og lék ljúfa jólatónlist ásamt Hörpu Þorvaldsdóttur tónmenntakennara.    

Nánar