06 maí'21

Skipulagsdagur mánudaginn 10. maí

Skipulagsdagur verður í Laugarnesskóla mánudaginn 10. maí og mæta nemendur ekki í skólann þann dag.  Starfsdagur er einnig hjá starfsfólki frístundamiðstöðva í Reykjavík svo Laugarsel og Dalheimar verða lokuð. Kennsla í næstu viku verður því á þriðjudag, miðvikudag og föstduag, enda frí á fimmtudag 13. maí vegna uppstigningar.

Nánar
25 mar'21

Úrvinnslusóttkví lokið í Laugarnesskóla

Laugarnesskóli hefur nú fengið staðfestar upplýsingar um að engin jákvæð niðurstaða hafi komið út úr skimunum hjá nemendum í 3.-5. bekk í gær og er úrvinnslusóttkví því lokið. Nemendur í 6. bekk verða þó sem fyrr í sóttkví til og með laugardagsins 27. mars auk um 30 starfsmanna. Við óskum öllum gleðilegra páska og sendum…

Nánar
02 mar'21

Göngum hægt um gleðinnar dyr

Það var mikið fagnaðarefni þegar ný reglugerð um takmarkanir á skólahaldi vegna heimsfaraldurs tóku gildi fyrir nokkrum dögum. Við viljum þó biðla til foreldra og forráðamanna að virða áfram þá grundvallarreglu að koma aðeins inn í skólahúsnæðið ef nauðsyn krefur. Óskilamuni verður hægt að nálgast á miðvikudagsmorgnum í mars og eftir páskaleyfi munum við taka…

Nánar
08 feb'21

Munum sóttvarnir

Laugarnesskóli beinir þeim tilmælum til foreldra og forráðamanna að virtar séu reglur um aðgengi að skólahúsnæðinu. Samkvæmt reglugerð um takmarkanir á skólahaldi vegna sóttvarna er foreldrum og forráðamönnum óheimill aðgangur að skólanum nema brýna nauðsyn beri til, en þá er átt við ef skóli hefur haft samband og óskað eftir að foreldrar komi í skólann…

Nánar
03 feb'21

Möppudagur á morgun í Laugarnesskóla

Fimmtudagurinn 4. febrúar er möppudagur í Laugarnesskóla. Þann dag lýkur kennslu kl. 12:30. Hefð er fyrir því í Laugarnesskóla að nemendur velji úr verkefnum sínum og setji sum þeirra í möppur sem hafðar eru til hliðsjónar í foreldraviðtölum. Nemendur sem eru skráðir í Laugarsel eða Dalheima fara þangað aðeins fyrr en venjulega á morgun, en…

Nánar
05 jan'21

Matsalurinn stækkar

Nú þegar skólastarf er að færast aftur í sitt eðlilega horf gerast þau tíðindi að matsalur skólans stækkar. Rýmið sem áður hýsti tónmenntakennslu og æfingaaðstöðu fyrir Skólahljómsveit Austurbæjar er nú orðið að hluta matsalarins. Þannig rýmkar um matarskömmtunina þótt enn sé vissulega þröngt á þingi. Skólahljómsveitin mun framvegis æfa í Laugalækjarskóla en tónmenntakennslan hefur verið…

Nánar
04 jan'21

Gleðilegt nýtt ár 2021

Við óskum ykkur gleðilegs árs og hlökkum til að hefja störf aftur. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudgainn 5. janúar. Það er með ánægju sem við getum tilkynnt að samkvæmt nýrri reglugerð um skólahald munu nú allir nemendur fá hádegismat í skólanum á hefðbundinn hátt. Einnig mun kennsla í listasmiðjum hefjast að nýju eins og skipulag…

Nánar
15 des'20

Jólaleyfi í Laugarnesskóla

Síðustu tveir dagar fyrir jólaleyfi eru skertir skóladagar í Laugarnesskóla. Fimmtudaginn 17. desember lýkur skóla kl. 12:30. Nemendur sem eru skráðir í frístund fara þá beint þangað. Ekki verður hægt að halda hefðbundna jólaskemmtun í ár en við gerum okkur glaðan dag á föstudag, 18. desember sem jafnframt er síðasti skóladagur fyrir jólaleyfi. 3. og…

Nánar
30 nóv'20

Er líða fer að jólum…

Nú er farið að styttast verulega í jólin. Desembermánuður hefst á morgun og fyrstu jólalögin voru tekin í morgunsöng í dag. Búið er að setja upp piparkökuhús samkvæmt hefðinni og hinn svokallaði “jólagluggi” var settur upp um helgina en hann hefur prýtt skólann á aðventunni í meira en hálfa öld. Það lítur út fyrir að…

Nánar