Umhverfisstefna Laugarnesskóla

Stefna Laugarnesskóla í umhverfismálum er að bæta umhverfisvitund nemenda og starfsfólks.

Auka skilning á verðmætum í umhverfinu, draga úr hverskyns sóun verðmæta og bera virðingu fyrir náttúrunni.

Markmið Laugarnesskóla:

Orka

Að spara orku eins og hægt er t.d.með því að slökkva ljós þegar þeirra er ekki þörf, slökkva á tækjum sem eru ekki í notkun, nota vatn sparlega o.s.frv.

Sorp

Að minnka allan óflokkaðan úrgang eins og hægt er t.d.með því að flokka allan pappír, plast, lífrænan úrgang o.s.frv.

Umgengni

Að bæta umgengni og nýtingu á verðmætum skólans meðal annars með aukinni fræðslu.

Náttúra

Að nemendur og starfsfólk tileinki sér jákvætt viðhorf til alls lífs og umhverfis. Þetta er gert með því að vanda umgengni sína við dýr og plöntur og njóta náttúrunnar með sem fjölbreyttustum hætti t.d. með því að hjóla eða ganga í skólann.

Prenta | Netfang