Stefna Laugarnesskóla í upplýsinga- og tæknimennt

Stefna Laugarnesskóla er að efla þekkingu kennara og nemenda í upplýsinga- og tæknimennt í skólastarfi. Laugarnesskóli leggur ríka áherslu á að hver nemandi verði fær að afla upplýsinga á sjálfstæðan hátt. Nemendur læri að afla upplýsinga úr bókum, af Netinu, myndefni og hljóðrituðu efni og öðrum þeim miðlum sem til greina koma.

Samhliða læri þeir að meta upplýsingar, vinna úr þeim á skipulegan hátt og setja niðurstöður sínar fram með hverjum þeim miðli sem hentar viðfangsefninu best. Markmið með tölvunotkun í Laugarnesskóla eru dreifð á námssvið og námsgreinar. Markmiðin skiptast í fjóra meginefnisþætti, þ.e. viðhorf, tölvulæsi, beitingu tölva og tækniskilning. Laugarnesskóli hafi aðgang að kennslufræðilegri þekkingu um hvernig best megi nýta upplýsinga- og tæknimennt í þeim námsgreinum sem kenndar eru við skólann.

Stundatöflur, staðsetning tækja, fjöldi þeirra og gerð stuðli að því að hægt sé að nota upplýsinga- og tæknimennt í öllum kennslugreinum. Markmið skólans er að kennarar og nemendur eigi kost á ráðgjöf innan skólans um notkun tölvu- og upplýsingatækni í öllum kennslugreinum til þess að efla færni sína á þessu sviði.

Almennt skal leggja áherslu á að nemendur þjálfist í að nýta sér tækni og upplýsingar af færni og kunnáttu. Mikilvægt er að gefa nemendum tækifæri til að spreyta sig á viðfangsefnum að eigin vali. Í þessu felast ekki endilega sömu úrræði fyrir alla heldur sambærileg og jafngild tækifæri. Gæta skal þess að verkefnin höfði jafnt til drengja og stúlkna.

Upplýsingamennt er þverfagleg að því leyti að áhersla er lögð á að kenna og leiðbeina nemendum um sérstaka aðferð og tækni við öflun, úrvinnslu og miðlun upplýsinga í tengslum við annað nám nemenda.

Reglur í tölvustofu

 • Tölvustofurnar eiga alltaf að vera læstar.
 • Nemendur eiga aldrei að vera eftirlitslausir í tölvustofum.
 • Nemendur vinna eftir fyrirmælum kennarans.
 • Nemendur slá inn notendanafn / leyniorð á net skólans.
 • Óheimilt er að reyna að tengjast tölvubúnaði skólans með öðru notandanafni en því sem notandi hefur fengið úthlutað.
 • Innsetning hugbúnaðar er bönnuð nema með leyfi kennara.
 • Allt fikt við uppsetningu tölvukerfis skólans og tilraunir til breytinga á því er óleyfilegt.
 • Ofbeldisleikir eru ekki leyfðir.
 • Nemendur mega ekki nota MSN, Facebook, Fromspring eða E-buddy.
 • Nemendur mega ekki hlusta á tónlist í tölvutímum nema með leyfi kennara.
 • Nemendur prenta eingöngu skjöl með leyfi kennara.
 • Nemendur eiga að vista á heimasvæði nemenda á N drifi eða sameign á nemenda á S eða M drifi.
 • Ekki má nota séríslenska stafi í nöfnum skjala.
 • Nemendur sýni kurteisi í notkun tölvupósts og í gerð vefsíðna og gefi ekki upp persónulegar upplýsingar.
 • Ef tölvur eða tölvutengd tæki bila skal tilkynna það strax til tölvuumsjónarmanns.
 • Öll meðferð matvæla og drykkja er bönnuð í tölvustofum.
 • Í lok tímans ganga nemendur frá eftir fyrirmælum kennarans (loka öllum forritum), ganga rétt frá heyrnartólum og stólum og skrá sig út og slökkva á tölvunum (þ.e. í lok dags).
 • Slökkva skal á skjávarpa í lok tíma.
 • Kennari læsir tölvustofu að lokinni kennslu og skilur við hana eins og hann vildi sjálfur taka við henni.

Prenta | Netfang