Stefna í stærðfræðikennslu

Í Laugarnesskóla er lögð áhersla á að styrkja jákvætt viðhorf nemenda til stærðfræði með fjölbreyttum verkefnum og að efla sjálfstraust nemenda til greinarinnar. Nemendur fá tækifæri til að fást við viðfangsefni sem tengjast veruleika þeirra og daglegu lífi, með þeim hætti þróa þeir skilning sinn á stærðfræðihugtökum og notkun þeirra. Á fyrstu námsárunum er mikilvægt að hafa stærðfræði sýnilega og að nemendur fái tækifæri til að vinna hlutbundið með viðfangsefni hennar og leggur Laugarnesskóli metnað sinn í að styðja við það.
Kennsluaðferðir í stærðfræði eru fjölbreyttar til að styðja sem best við nám nemenda og koma til móts við mismunandi þarfir þeirra. Fyrst er að nefna orðabók, nemendur skrá stærðfræðihugtök og skýringar í tiltekna bók sem fylgir nemendum í tvö ár í senn (1. – 2. bekk, 3. – 4. bekk og 5. – 6. bekk). Fleiri kennsluaðferðir eru m.a. innlögn eða bein kennsla, para- og/eða hópverkefni, námsleikir og spil, þrautir, vinnubókarvinna, útikennsla, verklegar æfingar og þjálfunarforrit.

Prenta | Netfang