Samstarf við grenndarsamfélagið

Samstarf við leikskóla

Laugarnesskóli er í samstarfi við leikskóla hverfisins. Markmiðið með því samstarfi er að auka upplýsingastreymi milli skólastiganna og fá sameiginlega sýn á þroska og færni barna á mótum leikskóla og grunnskóla. 

Heimsóknir

Á vorin koma tilvonandi 6 ára nemendur Laugarnesskóla þrisvar sinnum í heimsókn. Í fyrstu heimsókn koma nemendur og hitta skólastjórnendur. Þeir fá leiðsögn um skólann og merki hans að gjöf. Síðar koma þeir í litlum hópum úr hverjum leikskóla inn í bekki og eru þar tvær kennslustundir, drekka nesti og fara út í frímínútur.Nemendur sem ekki eru í leikskólum hverfisins koma einnig í samskonar heimsókn en í fylgd foreldra. Í síðustu heimsókn koma nemendur með foreldrum og hitta kennara sína.

Einnig koma leikskólakennarar í skólann með aðra nemendur til að sýna þeim náttúrugripasafnið og annað sem markvert er.                        

Samstarf við Laugarlækjarskóla

Laugarnesskóli á gott samstarf við Laugalækjarskóla sem tekur við nemendum þegar þeir fara í 7. bekk. Stjórnendur skólanna funda reglulega um sameiginleg málefni og hafa samráð um ýmsa þætti er snúa að skólastarfinu. Skólarnir hafa gert með sér samning um aðgang Laugarnesskóla að námsráðgjafa Laugalækjarskóla og þjónar hann nemendum skólans eftir þörfum. Aðstoðarskólastjórar skólanna fara yfir niðurstöður samræmdra prófa og greina veika og sterka þætti í skólastarfinu út frá þeim.          

Hrint hefur verið af stað verkefninu „Að byggja brú“ en það er samráðsvettvangur kennara skólanna um náms- og kennsluaðferðir. Með því móti er leitast við að tryggja samfellu í skólagöngu nemendanna.

Samstarf við grenndarsamfélagið

Laugarnesskóli tekur þátt í starfi grasrótarsamtakanna “Laugarnes á ljúfum nótum”. Þar vinna saman leikskólarnir og grunnskólarnir í hverfinu, foreldrafélögin, Laugarneskirkja, Knattspyrnufélagið Þróttur, Íþróttafélagið Ármann, TBR, Skátafélagið Skjöldungar, KFUM og K, Sundfélagið Ægir og félagsmiðstöðin Þróttheimar. Markmið þessara samtaka er að efla hverfisvitund og samkennd barna og fullorðinna í Laugarneshverfi og stuðla að samræminu á framboði tómstunastarfs og efla skilning á markmiðum og leiðum í starfi þeirra sem koma að starfi með börnunum í Laugarnesi.         

Skólinn á í góðu samstarfi við íþróttafélög hverfisins, skáta og aðra þá sem koma að íþrótta- og æskulýðsstarfi.

Prenta | Netfang