Námsmatsstefna Laugarnesskóla

Námsmatsstefna Laugarnesskóla

Samkvæmt Aðalnámskrá Grunnskóla 2007 skal námsmat vera fjölbreytt og gefa glögga mynd af stöðu nemenda. Laugarnesskóli hefur markað sér námsmatsstefnu í samræmi við það ákvæði. Leiðarljós stefnunnar er að mat á árangri og framförum nemenda er reglubundinn þáttur í skólastarfi, órjúfanlegur frá námi og kennslu. Megintilgangur námsmats Laugarnesskóla er að skapa forsendur til að leiðbeina nemendum um námið og hvernig þeir geti náð markmiðum þess. Með námsmati er fylgst með því hvernig nemendum tekst að ná markmiðum Aðalnámskrár, skólanámskrár og eigin námsmarkmiðum. Námsmat á að stuðla að námshvatningu, örva nemendur til framfara og meta hverjir þurfa á sérstakri aðstoð að halda. Námsmat á að veita nemendum og foreldrum, kennurum, viðtökuskólum og skólayfirvöldum upplýsingar um námsgengi nemenda, vinnubrögð og framfarir.

Þróun námsmats

Námsmat þarf að taka mið af síbreytilegu umhverfi skólans. Breytingarnar felast í nýjum áherslum í Aðalnámskrá sem endurspeglast í skólanámskránni, breytilegum áherslum samfélagsins og stöðugum breytingum á nemendahópnum. Því er nauðsynlegt að námsmatsaðferðir séu í stöðugri endurskoðun og þróun. Ferlinu er best lýst með mynd 1 þar sem sést að ferlið er einskonar hringferli án eiginlegs upphafs eða enda.

Þekking, leikni, viðhorf og hæfni eru lykilhugtök í Aðalnámskrá grunnskóla. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir að hugtakið hæfni felur í sér þekkingu, leikni og siðferðileg viðhorf. Tekið skal mið af aldri og þroska nemenda og markmiðum menntunar. Mismunandi er hvaða aðferð hentar hverju sinni og því nauðsynlegt að geta beitt fjölbreyttum aðferðum við matið. Lykilhæfni er ekki bara að nemandi hafi tileinkað sér þekkingu heldur að hann geti beitt skilningi og færni í athöfnum. Áhersla á að vera á námið en ekki bara á kennsluna. Hæfni má öðlast víða, einnig utan skólastofunnar og hana má nýta víða. Áhersla er á afrakstur námsins og hæfni nemenda til að nýta sér þekkingu sína. Við gerð skólanámskrár er því mikilvægt að þar komi fram hvaða aðferðir eru vænlegar til námsmats.

Námsmat í Laugarnesskóla

Námsmat Laugarnesskóla er bæði formlegt og óformlegt. Formlegt námsmat felur í sér samræmd próf í 4. bekk, könnunarpróf, stöðupróf, ritgerðir og mismunandi verkefni sem skilað er á ýmsu formi í samræmi við viðfangsefni nemenda hverju sinni. Nemendur í 4. bekk taka samræmd próf í íslensku og stærðfræði. Niðurstöður úr prófunum eru sendar heim með nemendum.

Óformlegt mat er samofið kennslunni og markmið þess er að leggja mat á vinnubrögð, bæði í skólanum og heima. Matið er samofið námi og kennslu og notað til að leiðbeina nemandanum um hvað vel er gert og hvað má betur fara. Til þess eru notaðar gullakistur, verkmöppur, gátlistar, dagbækur, samtöl við nemendur, jafningjamat og virkniathuganir. Ljóst er að sumir þættir námsmatsins eru og verða alltaf huglægari en aðrir. Vægi hvers þáttar er háð aldri, viðfangsefni og aðstæðum einstaklingsins.

Námsmat Laugarnesskóla á að vera byggt á námsmarkmiðum viðkomandi greinar og taka mið af aldri og þroska hvers og eins. Þar sem ekki er rétt né sanngjarnt að meta alla með sömu mælistikunni er nauðsynlegt að áherslumunur sé í mismunandi námsgreinum og árgöngum þrátt fyrir að meginaðferðirnar séu hinar sömu fyrir alla nemendur skólans. Markvisst námsmat á að koma nemanda, foreldrum og kennurum til góða við frekara skipulag náms. Skólaárinu í Laugarnesskóla er skipt í þrjár annir og í lok hverrar annar fá foreldrar og nemendur yfirlit yfir stöðu nemandans.

Í skólanámskrá Laugarnesskóla hefur skólinn markað sér heildarstefnu í flestum kennslugreinum til að fram komi hvað einkenni skólastarfið. Í henni kemur jafnframt fram hvernig skólinn skipuleggur kennsluna, hvaða kennsluaðferðum er beitt og hvernig staðið er að námsmati á hverju námsári. Skipulagi hverrar námsgreinar er lýst með markmiðum; inntaki, kennsluskipan, námsgögnum og námsmati.

Skipulag náms

Mynd 2. Skipulag náms og kennslu í Laugarnesskóla

Á mynd 2 sést skipulag náms og kennslu í Laugarnesskóla.

Heildstætt námsmat

Í Laugarnesskóla er verið að þróa heildstætt námsmat með það að leiðarljósi að hafa matið sem fjölbreyttast og að það taki til sem flestra þátta í starfi nemandans. Leitast er við að greina mikilvæga þætti í fari einstaklinga í því augnamiði að styrkja jákvæða og sterka þætti og hlúa að veikum þáttum í þeim tilgangi að bæta sjálfsmynd nemenda.

Markmið námsmats af því tagi er að gefa sem skýrasta mynd af stöðu nemenda, bæði námslega og félagslega. Til að fá sem besta yfirsýn yfir færni og viðhorf nemandans er nauðsynlegt að kanna marga ólíka þætti:

 • kunnáttu,þekkingu, minni; hvort nemandinn þekkir heiti, staðreyndir, lýsingar, reglur
 • beitingu þekkingar; hvernig nemandinn beitir hugtökum, aðferðum og reglum
 • leikni, hvort nemandinn geti leikið eftir atferli, nái tökum á verki
 • skilning; hvort nemandinn nær að tengja, lesa úr upplýsingum, útskýra, túlka, draga ályktanir
 • greiningu; hvort nemandinn nær að greina mismunandi eiginleika
 • skapandi hugsun; hvort nemandinn nýti þekkingu til að setja fram eigin hugmyndir, skapa
 • gagnrýna hugsun; hvort nemandinn leggi rökstutt mat á álitamál eða verknað
 • viðhorf og tilfinningar; hvort nemandinn sýni athygli, alúð, ábyrgð, skoðanir, samhygð
 • samstarf , samvinnu; hvernig nemandi sýnir samskiptagreind sína í verki

Matið á að fela í sér leiðsögn fyrir nemendur og kennara og vera endurgjöf á kennslu og nám. Megintilgangur leiðsagnarmats er að gera nemendur meðvitaða um það sem þeir læra, hvernig þeir læra og til hvers er ætlast af þeim. Matið gefur kennurum einnig færi á að skoða áhrif kennslunnar og þróa vinnubrögð sín. Það gefur kennara einnig færi á að meta áhrif nýs kennsluskipulags á nemendur og árangur þeirra í námi.

Leiðsagnarmat byggir á góðri endurgjöf frá kennurum sem nemendur geta nýtt sér til að verða meðvitaðir um eigin námsframvindu. Lykilatriði er að matið byggi á skýrum markmiðum og matsviðmiðum til að nemendur geti vitað til hvers er ætlast af þeim.

Til þess að leiðsagnarmat beri góðan árangur þarf það að ná til margra ólíkra þátta. Kennarar verða því að:

 • Skýra námsmarkmiðin og gera þau sýnileg og skiljanleg öllum
 • Nota dæmi eða sýnishorn af góðum verkefnum
 • Gefa lýsandi endurgjöf reglulega
 • Kenna nemendum að meta eigið nám og að setja sér markmið og hvernig þeir ná markmiðunum
 • Beina matinu að einum eða fáum þáttum í einu
 • Kenna nemendum að rifja skipulega upp
 • Hvetja nemendur til ígrundunar, til að hafa skipulag á því sem þeir læra og deila því með öðrum

Leiðsagnarmatið getur verið með ýmsu móti. Hér að neðan eru taldir upp þær aðferðir sem kennarar Laugarnesskóla styðjast við.

Sjálfsmat nemenda

Rannsóknir sýna að sjálfsmat getur bætt námsárangur. Leiðin til þess er að nemendur setja sér markmið í upphafi og keppast við að ná þeim. Við það öðlast þeir ákveðna yfirsýn yfir verkefnið og möguleika á að stjórna eigin vinnu. Til þess að nemendur geti metið hvernig til tókst verður að kenna þeim aðferðir til þess og eru matslistar þá góð hjálpartæki. Þannig geta nemendur lagt mælistiku á eigið nám og fá tækifæri til að læra hvað hefur tekist vel og hvað má betur fara næst. Með sjálfsmati leggja nemendur mat á eigin frammistöðu og getu. Einnig eiga þeir að meta hvort þeir hafi gert sitt besta við lausn verkefnis. Þýðing sjálfsmats fyrir nemendur er sú helst að það virkjar þá til ábyrgðar á námi sínu og líkur eru á að þeir skilji betur tilgang námsins auk þess að vera mikilvæg þjálfun í sjálfsskoðun. Sjálfsmat nemenda hefur einnig þýðingu fyrir kennara þar sem þeir fá mikilvægar upplýsingar um viðhorf og skoðanir nemenda.

Jafningjamat nemenda

Jafningjamat er það kallað þegar nemendur meta framlag, frammistöðu eða verk hvers annars og getur það verið hvort heldur í einstaklingsvinnu eða hópavinnu. Matið er leiðsagnarmat, nemendur fá leiðsögn um hvernig megi laga og bæta tiltekin atriði á meðan nám fer fram. Þeir fá þá tækifæri til að skiptast á skoðunum um verekfni og úrlausnir, taka gagnrýni og vinna úr henni og þiggja hjálp við úrlausn hugsanlegra vandamála. Það gerir nemendum kleift að átta sig betur á veikum og sterkum hliðum sínum og er matið þannig mikilvægur þáttur í lærdómsferlinu.

Kostir jafningjamats eru að það:

 • virkjar nemendur til þátttöku og ábyrgðar
 • eflir skilning nemenda á markmiðum námsins
 • bætir endurgjöfina,hún verður fyllri - fleiri sjónarhorn
 • nemendur taka ábendingum nemenda oft betur en ábendingum kennara
 • nemendur leggja sig oft meira fram ef þeir vita að félagar þeirra taka þátt í mati
 • veitir mikilvæga þjálfun, m.a. í tjáningu, samstarfi, jafningjastuðningi, og nemendur læra að gagnrýna uppbyggilega

Verkmöppur

Í skólanum hefur verið ákveðið að byggja námsmat m.a. á verkmöppum nemenda með það að leiðarljósi að nemendur fái stöðuga endurgjöf um nám sitt ásamt ábendingum um hvernig þeir geti lagt mat á eigin vinnu og bætt sig. Í kjölfarið setja þeir sér markmið fyrir næstu námslotu. Nemendur safna verkum sínum í möppur yfir allt skólaárið sem auðveldar þeim, foreldrum og kennurum að fá yfirsýn yfir vinnuna og framfarir.

Í annarlok velja nemendur verk í möppuna og í skólalok safna nemendur saman bestu verkum sínum í svokallaða gullakistu og færa rök fyrir vali á verkum í hana. Í lok skólaárs boða nemendur foreldra í viðtal sem þeir leiða og stjórna. Í viðtalinu skoða nemendur gullakistuna með foreldrum og öðrum gestum. Gullakistur nemenda eiga að endurspegla að einstaklingar eru mismunandi. Það er skylda skólans að koma til móts við og viðurkenna mismunandi þroska, getu og hæfileika. Með því að meta viðleitni nemenda og framfarir er oft hægt að hvetja nemendur til dáða. Gullakisturnar eru geymdar í skólanum milli ára til að nemendur geti skoðað framfarir sínar yfir nokkur ár.

Önnur próf og skimanir

Tími

1. bekkur

2. bekkur

3. bekkur

4. bekkur

5. bekkur

6. bekkur

sept

Boehm R-C

         

okt./nóv

Talkennari athugar alla nemendur

Læsi lestrarskimun 1.hefti

Læsi lestrarskimun 1. hefti

Talnalykill

Samræmt könnunarpróf í íslensku og stærðfræði

Stafsetningarhluti Aston Index

Stafsetningarhluti Aston Index

janúar

   

LH-60 lestrarhæfni-próf

Stafsetningarhluti Aston Index

LH-40 lestrarhæfnipróf

 

febrúar

Læsi lestararskimun 2. hefti

         

apríl

 

Læsi lestrarskimun 2. hefti

Lesmál H.A.

Aston Index stafsetningarhluti

 

Yfirlitspróf í lestri og skrift fyrir 5. bekk höf. C. T. Carlsten

 

maí

Boehm R-D (47atriði)

Læsi /lestrarskimun f. 1. bekk,3.hefti,

         

Auk þess eru lögð fleiri próf fyrir nemendur einstaklingslega ef þörf krefur svo sem Told-málþroskapróf og greining á dyslexíu og öðrum lestrarörðugleikum.

Birtingarform námsmats

Vitnisburði er ætlað að styðja nemendur í námi og því mikilvægt að setja hann fram á jákvæðan hátt. Í lok haustannar er farið yfir námsframvindu með nemanda og foreldrum í viðtali. Í lok hverrar annar fá nemendur og foreldrar vitnisburð um námsstöðu í Mentor. Í lok vorannar fá nemendur jafnframt vitnisburðarblað með lokamati skólaársins. 

Ef nemandi hefur fengið lengri tíma til próftöku, tekið sérpróf eða fengið aðra sértæka aðstoð vegna sérstöðu sinnar kemur það fram í umsögn á vitnisburðarblaði. Ef nemandi hefur tekið miklum framförum á tímabilinu er þess líka getið með umsögn. Öllum nemendum er gefinn vitnisburður í bókstöfum, tölustöfum eða umsögn. Einkunnir í 1.-4. bekk eru í bókstöfum en í 5.-6. bekk í bókstöfum og tölustöfum. Gefið er í heilum og hálfum tölum. Í lestri er gefið samkvæmt læsisstefnu skólans.

Skýringar við vitnisburð.

Matsþáttur

Mjög gott

Gott

Sæmilegt

Þarf að bæta

Virkni í tímum / vinnusemi

Nemandi vinnur ávallt af áhuga og samviskusemi og gerir sitt besta

Nemandi vinnur oftast af áhuga og samviskusemi og gerir sitt besta

Nemandi vinnur stundum af áhuga og samviskusemi og gerir sitt besta

Nemandi þyrfti að vinna oftar af áhuga og samviskusemi

Færni / leikni

Nemandi hefur náð mjög góðri leikni í beitingu aðferða og áhalda samkvæmt námsmarkmiðum

Nemandi hefur náð góðri leikni í beitingu aðferða og áhalda samkvæmt námsmarkmiðum

Nemandi hefur náð sæmilegri leikni í beitingu aðferða og v áhalda samkvæmt námsmarkmiðum

Nemandi hefur ekki náð leikni í beitingu aðferða og áhalda samkvæmt námsmarkmiðum

Fagþekking

Nemandi kann mjög góð skil á þeim þekkingarmarkmiðum sem námskrá gerir ráð fyrir

Nemandi kann góð skil á þeim þekkingarmarkmiðum sem námskrá gerir ráð fyrir

Nemandi kann sæmileg skil á þeim þekkingarmarkmiðum sem námskrá gerir ráð fyrir

Nemandi kann ekki skil á þeim þekkingarmarkmiðum sem námskrá gerir ráð fyrir

Hegðun og framkoma

Nemandi sýnir samferðafólki sínu ávallt kurteisi og tillitssemi

Nemandi sýnir samferðafólki sínu oftast kurteisi og tillitssemi

Nemandi sýnir samferðafólki sínu stundum kurteisi og tillitssemi

Nemandi sýnir samferðafólki sínu sjaldan kurteisi og tillitssemi

Verkmappa

Nemandi stendur mjög góð skil á verkmöppu og innihaldi hennar samkvæmt námsvísi

Nemandi stendur góð skil á verkmöppu og innihaldi hennar samkvæmt námsvísi

Nemandi stendur sæmileg skil á verkmöppu og innihaldi hennar samkvæmt námsvísi

Nemandi stendur ekki skil á verkmöppu og innihaldi hennar samkvæmt námsvísi

Lokaafurð metin

/ vinnubrögð

Nemandi hefur lagt mikla rækt við verkefni og leyst það af bestu getu

Nemandi hefur lagt góða rækt við verkefni og leyst það af bestu getu

Nemandi hefur lagt sæmilega rækt við verkefni og ekki leyst það af bestu getu

Nemandi hefur lagt litla rækt við verkefni og leyst það á ófullnægjandi hátt

Umgengni um vinnusvæði

Nemandi sýnir að hann fer ávallt eftir skólareglum og viðurkenndum umgengnisháttum

Nemandi sýnir að hann fer oftast eftir skólareglum og viðurkenndum umgengnisháttum

Nemandi sýnir að hann fer stundum eftir skólareglum og viðurkenndum umgengnisháttum

Nemandi sýnir að hann þarf að fara oftar eftir skólareglum og viðurkenndum umgengnisháttum[is4]

 • Virkni Færni / leikni felur í sér að nemandi hafi tileinkað sér þá færniþætti sem kveðið er á um í hverri námsgrein.
 • Fagþekking felur í sér að nemandi hafi tileinkað sér þá þekkingarþætti sem kveðið er á um, þ.m.t. þekking á staðreyndum og vinnuaðferðum, og geti gert grein fyrir þeim.
 • Vinnubrögð felur í sér að nemandinn geri sitt besta og leggi alúð við verkefni sín og skili þeim af sér samkvæmt þeim markmiðum sem sett eru hverju sinni.
 • Hegðun / framkoma felur í sér að nemandi sýni öðrum kurteisi og tillitssemi og fylgi skólareglum.
 • Umgengni felur í sér að nemandi gangi snyrtilega og af samviskusemi um vinnusvæði, hirði vel um áhöld og skilji við vinnusvæði í sama ástandi og hann tók við því.
 • Sjálfsmat felst í því að nemandi leggur mat á eigin vinnu og frammistöðu.
 • Lokaafurð metin felur í sér frammistöðumat, mat kennara á lokaafurð. Það felur í sér mat á frágangi og vinnubrögðum miðað við hefðbundin vinnubrögð nemenda en ekki fagurfræðilegt mat.

Viðmið einkunna í bókstöfum er eftirfarandi:

Mjög gott

Vinnubrögð mjög góð, öllum verkefnum skilað. Þátttaka í umræðum og virkni í kennslustundum er mjög góð. Markmiðum áfangans er náð.

Gott

Vinnubrögð góð, flest öllum verkefnum skilað. Þátttaka í umræðum og virkni í kennslustundum er góð. Flestum markmiðum áfangans er náð.

Sæmilegt

Vinnubrögð Þarf að bæta, verkefnaskil undir meðallagi. Þátttaka í umræðum og virkni í kennslustundum undir meðallagi. Um helmingi markmiða áfangans er náð.

Þarf að bæta

Vinnubrögð þarf að bæta. Nemandi þarf að vera miklu virkari þátttakandi í umræðum kennslustundum.. Nemandi nær tökum á um þriðjungi markmiða áfangans.

Prenta | Netfang