Jafnréttisáætlun

 

Í samræmi við ákvæði laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008 skuldbindur skólinn sig til að fara eftir Mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar. Stefnan skal kynnt öllu starfsfólki á hverju hausti og vera sýnileg á heimasíðu skólans. Skólastjóri ber ábyrgð á að Mannréttindastefnunni sé framfylgt. Að auki mun skólinn í samræmi við 22. grein laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008 gera sérstakar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að nemendur verði fyrir kynbundinni eða kynferðislegri áreitni í skólanum. Þá mun skólinn fræða nemendur sína um kynferðislega áreitni og kynbundið ofbeldi. Starfsfólk skal þekkja einkenni kynferðislegrar áreitni og kynbundins ofbeldis og hvernig ber að bregðast við grun eða vissu um slíkt meðal nemenda skólans. Nemendum skal ætíð vera ljóst hver réttur þeirra er og hvert þeir geta leitað innan og utan skólans komi slíkt upp.
Skólinn setur sér framkvæmdaáætlun hvert skólaár þar sem fram koma skýr og vel skilgreind markmið í samræmi við Mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar. Þar verður árangursmat skýrt, eftirfylgni tryggð og ábyrgð ljós.

 

Leiðarljós
Leiðarljós Laugarnesskóla er að styrkja jákvæða kynímynd og varast að líta svo á að allir séu eins. Allt skólastarfið á að taka mið af viðhorfum jafnréttis og stuðla að jákvæðu viðhorfi til allra starfa. Starfsandinn verður góður og laus við fordóma. Laugarnesskóli vill vera til fyrirmyndar á sviðum jafnréttis og nýta þau tækifæri sem felast í jafnréttisstefnu skólans. Orðið jafnrétti merkir:
• jöfn tækifæri til gæða lífsins
• jöfn tækifæri til að koma skoðunum sínum og hugsjónum í framkvæmd
• jöfn tækifæri til að nýta reynslu sína, þekkingu og menntun
• jafnrétti eru mannréttindi

Hér má sjá jafnréttisáætlun skólans í heild sinni.

 

Prenta | Netfang