Forvarnarstefna

Forvarnarstefna er hluti af skólanámskrá Laugarnesskóla og tekur mið af aldri nemenda. Með forvörnum er átt við aðgerðir sem byggðar eru á áætlun til að koma í veg fyrir að einstaklingar heltist úr samfélaginu eða einangrist. Forvarnarstefna Laugarnesskóla samanstendur af markmiðum Aðalnámskrár grunnskóla, stefnumörkun Menntasviðs Reykjavíkur og stefnu Laugarnesskóla. Meginmarkmið stefnu Reykjavíkurborgar er að stuðla að sem bestri þjónustu við nemendur með sérþarfir í grunnskólum borgarinnar, uppfylla markmið laga og Aðalnámskrár um kennslu í samræmi við eðli og þarfir nemenda og að nýta fjármagn til sérkennslu sem best.
Tilgangur forvarnarstefnunnar er að styrkja sjálfsmynd nemenda, efla sjálfsvirðingu þeirra og virðingu gagnvart öðrum og umhverfi sínu.

Leiðarljós skólans með forvarnarstefnu er að:
• Þjálfa nemendur í að tjá hugsanir sínar, skoðanir og tilfinningar á jákvæðan og uppbyggilegan hátt.

• Efla sjálfsþekkingu nemenda og aðstoða þá við að byggja upp skýra og jákvæða sjálfsmynd.
• Nemendur læri að efla samskiptahæfni sína og læri að leysa ágreining.
• Nemendur séu fræddir um gildismat, ábyrgð og gagnkvæma virðingu.
• Nemendur tileinki sér lífsmynstur og lífshætti sem samræmist grundvallar siðferðisgildum samfélagsins.

Meginþættir forvarnarstefnu Laugarnesskóla


Skólinn er einn þeirra sem þátt taka í PBS sem er heildstætt vinnulag sem styður skóla við að koma á góðum og jákvæðum aga. Tilgangurinn með PBS er í fyrst lagi að auka félagsfærni og nám með því að skilgreina, kenna og styðja við æskilega hegðun.
Í öðru lagi er tilgangurinn að draga úr óæskilegri hegðun með því að búa til skýrar og fyrirsjáanlegar reglur um afleiðingar óæskilegrar hegðunar. Í þriðja lagi að samræma aðgerðir starfsfólks skóla til þess að auka æskilega hegðun og koma í veg fyrir eða draga úr óæskilegri hegðun. Kerfið miðar að því að allir stafsmenn skóla komi að mótun og viðhaldi æskilegrar hegðunar í skóla.Ásamt PBS er forvörnum hér skipt í fjóra meginþætti sem snúa sérstaklega að nemendum, samstarfi innan og utan skólans og forvörnum sem hluta af námi.

Lausnateymi og samstarf við Þjónustumiðstöð

Lausnateymi er starfandi fyrir kennara vegna nemenda með námserfiðleika, hegðunar- og samskiptaörðugleika. Deildarstjóri sérkennslu stjórnar teyminu og hlutverk þess er að veita kennurum ráðgjöf vegna námserfiðleika, samskipta- og hegðunarerfiðleika nemenda sem upp kunna að koma í kennslu.


Sálfræðiþjónusta við Laugarnesskóla er rekin af Þjónustumiðstöð Laugardals og Háleitis. Kennarar vísa nemendum alltaf til sálfræðideildar í samráði við foreldra með formlegri tilvísun. Foreldrar geta þó einnig leitað aðstoðar að eigin frumkvæði. Allar tilvísanir og beiðnir um aðstoð eru kynntar og ræddar á fundum nemendaverndarráðs sem forgangsraðar verkefnum. Aðrir ráðgjafar sem standa skólanum til boða eru félagsráðgjafi og kennsluráðgjafi.

Prenta | Netfang