Palldagskrá

 

,,Að vera á palli” er það kallað hér í Laugarnesskóla þegar nemendur koma fram á palli eða í sal skólans, undir leiðsögn kennara og flytja undirbúin stutt atriði, s.s. leikþætti, upplestur, söng og tónlist fyrir alla sem eru í skólanum á þeirri stundu. Slík dagskrá er flutt einu sinni í viku. Hver bekkur kemur fram a.m.k. einu sinni á vetri og er reynt að virkja alla nemendur til þátttöku. Markmið palldagskrár eru: 

  • að þjálfa nemendur í að koma fram fyrir stóran hóp og bera ábyrgð á framkomu sinni
  • að auka samkennd í bekknum að kenna nemendum
  • að setja sig í spor annarra að læra að hlusta og virða framlag annarra
  • að glæða listhneigð og auka fjölbreytni í skólastarfi

 Palldagskrá 2017-2018

 

Prenta | Netfang