Skip to content

Óskilamunir

Óskilamunir safnast saman í Laugarnesskóla eins og öðrum skólum. Undir venjulegum kringumstæðum hafa foreldrar getað nálgast óskilamuni í kjallara skólans en vegna sóttvarna hefur ekki verið heimilt að hleypa foreldrum inn í skólabygginguna nema í sérstökum tilfellum.

Settur hefur verið upp facebook-hópur fyrir foreldra þar sem hægt er að sjá óskilamuni og ýmsar upplýsingar þeim tengdar, sjá hér:

Foreldrum og forráðamönnum er bent á að oft verða óskilamunir eftir í rútu sem flytur nemendur á íþróttasvæði Þróttar og Ármanns og er hægt að nálgast þá hjá umræddum íþróttafélögum.