Skip to content

Hugmyndaráð Laugarnesskóla

Almennar upplýsingar

Nemendafélagi Laugarnesskóla var gefið nafnið Hugmyndaráð Laugarnesskóla, á fyrsta starfsári sínu; 2007-2008. Hugmyndaráðið skipa bekkjarfulltrúar úr 2. – 6. bekk. Hugmyndaráð skólans stjórnar og skipuleggur félagsstarf, íþróttaviðburði, árlega viðhorfakönnun nemenda og aðrar uppákomur í skólanum í samvinnu við félagsstarfskennara, stjórnendur og aðra nemendur skólans. Tveir fulltrúar úr nemendafélaginu, nemendur úr 4.- 6. bekk, eru kosnir til að sitja í skólaráði.

Reglur og starfsemi

  • Fundar 3-4 sinnum í mánuði.
  • Fundum stjórnar fullorðinn einstaklingur.
  • Fundir eru oftast á sama tíma í hverri viku og eru fulltrúar minntir á fundinn samdægurs.
  • Fulltrúar skiptast á að vera ritarar og rita fundargerðir.
  • Fulltrúar koma með hugmyndir að uppákomum og hvað sé hægt að bæta í skólanum þeirra.
  • Fulltrúar lesa og ræða einu sinni í mánuði hugmyndir og ábendingar úr hugmyndakassa sem staðsettur er á bókasafni.
  • Hver fulltrúi kemur einu sinni á skólaárinu fram á palli fyrir hönd nemendafélagsins.
  • Sé bekkjarfulltrúi ekki í skólanum á varafulltrúinn að sitja í hans stað.
  • Verði fulltrúar uppvísir af ósæmilegri hegðun á fundum eða sinna starfi sínu ekki sem bekkjarfulltrúar geta þeir misst rétt til setu í nemendafélagi skólans.
  • Fulltrúar tilkynna fundarstjóra þegar þeir vilja taka til máls.
  • Fulltrúar hlusta ávallt á mál sem borin eru upp.
  • Frammíköll eru ekki leyfð á fundum

Fréttir úr starfi

Skólalok 2023

Síðasti hefðbundni kennsludagur skólaársins er mánudagurinn 5. júní og er sá dagur jafnframt síðasti dagurinn í Laugarseli og Dalheimum. Útivistardagur er þriðjudaginn 6. júní, þann dag mæta…

Nánar