Tómstundatilboð

Sumarsmiðjur í Laugardal fyrir 10-12 ára (fædd 1999-2001)


Búið er að opna fyrir skráningu barna fædd 1999-2001 í sumarsmiðjur í hverfinu. Skráning fer fram í gegnum Rafræna Reykjavík (rafraen.reykjavik.is) Smiðjurnar verða á tímabilinu 11. júní til 10. júlí í félagsmiðstöðvunum í Laugardals- og Háaleitishverfi, í Þróttheimum, Laugó, Tónabæ og Bústöðum. Starfsmenn félagsmiðstöðvanna munu sjá um starfið í sumar. Smiðjurnar eru jafn fjölbreyttar og þær eru margar. Dæmi um smiðjur eru; klifur í Gufunesbæ, hjólaferð í Elliðaárdalinn, stuttmyndagerð, viðeyjarferð og margt, margt fleira. Skráningargjald er ýmist 560 eða 1125 krónur fyrir hverja smiðju. Opið verður fyrir skráningar þar til daginn fyrir hverja smiðju.

Smíðavöllur við Háaleitisskóla v./Álftamýri fyrir 8-12 ára (fædd 1999-2003)


 Búið er að opna fyrir skráningu barna fædd 1999-2003 á smíðavöll í hverfinu. Öll skráning fer fram í gegnum Rafræna Reykjavík (rafraenreykjavik.is). Smíðavöllurinn er staðsettur á sama stað og í fyrra, á malbikuðu plani við Háaleitisskóla við Álftamýri og verður opinn kl. 9-12 og 13-16. Smíðavöllurinn verður frá 11. júní til og með 10. júlí. Þátttaka kostar 1125 krónur. Ekki er um gæslu að ræða, börnin geta farið og komið að vild en það verða þrír starfsmenn á staðnum að hjálpa til við smíðavinnuna. Börnin ganga að áhugasömu og hugmyndaríku starfsfólki. Skráning á smíðavellina hófst um helgina og er opin fram að síðustu viku smíðavallarins eða mánudaginn 2. júlí.

Sumaropnanir í félagsmiðstöðvum fyrir 13-16 ára (fædd 1996-1998)

Í sumar bjóða félagsmiðstövar Kringlumýrar (Buskinn, Bústaðir, Laugó, Tónabær og Þróttheimar) upp á opnanir alla daga vikunnar frá 11. júní til 10. júlí, ýmist í Bústöðum, Laugó, Tónabæ eða Þróttheimum. Dagopnanir verða 3 daga vikunnar og kvöldopnanir 2 kvöld í viku. Sumarið endar svo á útilegu þar sem þeir sem eru duglegastir að mæta verða í forgangi og verður starfrækt sumarráð þar sem unglingarnir fá tækifæri til þess að móta starfið í sumar og hafa áhrif á skipulag útilegunnar ásamt öðrum viðburðum.


Ef einhverjar spurningar vakna leitið til Frístundamiðstöðvarinnar Kringlumýri 411-5400 eða á heimasíðu Kringlumýrar (www.kringlumyri.is)


1 Small

 

2 Medium

5- 6. mai Medium

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

LEGO námskeið fyrir nemendur Laugarnesskóla

LEGO Laugarnesskoli vor 2012 Medium


Opið hús í Laugó 2. apríl

5. og 6. bekk er boðið í heimsókn mánudaginn 2. apríl milli 14:30-16:30. Þetta er frítt og engin skráning nauðsynleg.

5-6.bekkur - 02.04.2012 Mobile


Öskudagsskemmtun

oskudagur


Klassíski Listdansskólinn

Klassíski listdansskólinn vill benda á skemmtileg nútíma dansnámskeið 
fyrir alla aldurshópa. Sjá nánar hér.


Leynileikhúsið

Hin stórkemmtilegu leiklistarnámskeið LEYNILEIKHÚSSINS eru að hefjast í skólanum. Leynileikhúsið býður upp á leiklistarnámskeið fyrir alla krakka. Sjá nánar hér.


 Skákskóli Íslands kynnir

Byrjenda- og framhaldsflokkar Skákskóla Íslands hefjast 21. janúar. Nánar hér.


Kynningarrit um íþrótta- og félagsstarf í Reykjavík

Út er komið í ellefta sinn kynningarrit Íþróttabandalags Reykjavíkur um íþrótta- og félagsstarf í Reykjavík. Í ritinu er að finna upplýsingar um það helsta sem í boði er hjá íþróttafélögum og frístundamiðstöðvum í Reykjavík. Ritið má finna á rafrænu formi á heimasíðunni http://www.ibr.is/.

Í Reykjavík er hægt að stunda 42 íþróttagreinar og bjóða 43 íþróttafélög uppá starf fyrir börn- og unglinga. Þá eru 6 frístundamiðstöðvar og 23 félagsmiðstöðvar í borginni. Það ættu því allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Finna má öll íþróttafélög og frístundamiðstöðvar í Reykjavík í ritinu í stafrófsröð. Hjá hverju aðila koma fram helstu grunnupplýsingar eins og aðsetur, símanúmer, netföng og heimasíður. Þau sem hafa ákveðna íþróttagrein í huga og vilja vita hvar er hægt að iðka hana geta flett upp á opnu með yfirliti yfir allar þær greinar sem hægt er að iðka í borginni. Þá eru einnig kort af hverfum borgarinnar með upplýsingum um staðsetningar og æfingastaði félaga og frístundamiðstöðva. Allur almennur texti í ritinu og upptalning á íþróttagreinum er á fjórum tungumálum; íslensku, ensku, pólsku og tælensku.


Fótboltatilboð frá Þrótti

Knattspyrnufélagið Þróttur vill bjóða börnum í 1. til 5. bekk ókeypis fótboltakynningar 15-30 september. Sjá nánar hér: 1.-3. bekkur og 4.-5. bekkur


Félagsmiðtöðin Laugó

Félagsmiðstöðin Laugó hefur ákveðið að breyta 10-12 ára starfi sínu svo nú verður opnunum annarsvegar skipt á milli 5. og 6. bekkinga úr Laugarnesskóla og hinsvegar 7. bekkinga úr Laugalækjarskóla. Opnunartími fyrir 5. og 6. bekk verður annan hvorn mánudag frá klukkan 14:30 - 16:45 og hefst starfið mánudaginn 12. september.

Um er að ræða skipulagða dagskrá í bland við opna dagskrá. Ekki þarf að skrá krakkana sérstaklega til þátttöku heldur er öllum frjálst að koma og fara eins og þeim hentar á þessum tíma. Ekkert gjald er tekið fyrir þátttöku.

Starfið er liður í því að kynna starf félagsmiðstöðvarinnar og það sem þar fer fram fyrir tilvonandi unglingum í hverfinu. Í Laugó hitta krakkarnir bekkjarfélaga sína og fá auk þess tækifæri til að kynnast öðrum skólafélögum betur. Starfsmenn Laugó hafa umsjón með starfinu og skipuleggja dagskrá í samstarfi við krakkana og verða krökkunum innan handar í því sem í boði er í félagsmiðstöðinni. Þar er t.d. föndurherbergi, lærdómsaðstaða, borðtennisborð, fótboltaspil, leikjatölva, pógóvöllur, sjónvarp, videó og dvd, spil, dansgólf o.fl. Af gefnu tilefni viljum við benda á að gosdrykkir og sælgæti eru ekki leyfilegir í Laugó nema annað sé tekið fram og orkudrykkir eru bannaðir.

Félagsmiðstöðin er staðsett inn í Laugalækjaskóla en gengið er inn um sérinngang fyrir aftan skólann sem snýr að bláu blokkunum við Dalbraut.

Dagskráin fyrir 5 og 6. bekk verður auglýst mánuð í senn á heimasíðu okkar

www.kringlumyri.is/laugo

Þorbjörg Una Þorgilsdóttir

Verkefnastjóri
Sími: 517-1128

Farsími: 664-7631
E-mail: mailto:This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.%20

Ingunn Guðmundsdóttir

Frístundaráðgjafi

Sími: 517-2811

Farsími: 664-7630
E-mail: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..


Skólahljómsveit Austurbæjar

Skólahljómsveit Austurbæjar hefur starfsaðstöðu í Laugarnesskóla. Í starfi skólahljómsveitanna er haft að leiðarljósi að auka víðsýni og þroska nemenda, rækta listræna hæfileika þeirra og efla sköpunargáfu. Í skólahljómsveitunum er stuðlað að aukinni tónlistariðkun og félagsþroska, stutt við tónlistaruppeldi grunnskólanema og leitast við að jafna tækifæri nemenda til tónlistarnáms. Stjórnandi Skólahljómsveitarinnar er Vilborg Jónsdóttir. Sjá nánar hér: Skólahljómsveitir


Frjálsar íþróttir hjá Ármanni

Nú eru að hefjast frjálsíþróttaæfingar fyrir 1. og 2. bekk hjá okkur Ármenningum. Æfingarnar fara fram við bestu aðstæður í frjálsíþróttahöllinni í Laugardalnum (sjá hér).

Enginn annar hópur hefur æfingar á sama tíma svo salurinn er þeirra. Æfingarnar eru beintengdar frístundarútunni sem fer frá Laugarseli 15:40 og keyrir krakkana á æfinguna sem síðan hefst 15:50, þriðjudaga og fimmtudaga.

Æfingarnar eru fjölbreyttar og skemmtilegar. Þjálfun og kennsla fer mikið fram í leikja og þrautabrautaformi, kjörin leið til að efla hreyfiþroska og færni krakkanna.

Ykkur er velkomið að koma í heimsókn með börnunum á æfingu í vikunni, þriðjudag og/eða fimmtudag til að sjá hvernig þau finna sig.

Freyr Ólafsson er formaður frjálsíþróttadeildar This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.


Laugarneskirkja

Laugarneskirkja vill vera samstarfsaðili í uppeldi barna. Þar eru sagðar sögur sem miðla góðum gildum, sungnir söngvar um lífsgleði og trú og allskyns leikir og verkefni sem auka lífsleikni barnanna.

Á miðvikudögum eiga krakkarnir kirkjuna fyrir sig og dagskráin er svona:

14:10 - 15:30 Kirkjuprakkarar (1.-2. bekkur)

Umsjón hafa sr. Bjarni og Gunnhildur kirkjuvörður og hópur ungleiðtoga. Foreldrar sem eiga börn í Laugaseli þurfa að skrá börn sín í þessa tómstund. Tekið er við skráningu á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Kl. 15:30 - 16:30 Kirkjuflakkarar. (3.-4. bekkur)

Umsjón hefur Erla Björk æskulýðsfulltrúi og nokkrir ungleiðtogar. Gengið er inn í Gamlasal og þau sem vilja koma fyrr og vera með Kirkjuprökkurum og sr. Bjarna í úlfaleiknum geta komið kl. 15:15.

Kl. 16:30-18:00 Harðjaxlar - fullfrísk og fötluð börn saman í leik og vináttu. (5.-6. bekkur).

Öll erum við frísk og öll erum við fötluð, því allir hafa heilsu að höndla og hamlanir að glíma við. Í þessum hópi er alltaf gert ráð fyrir að nokkrir séu með skilgreindar fatlanir og það eitt er þroskandi fyrir alla. Hér stjórnar líka Erla Björk og stór hópur flottra ungleiðtoga.

Frekari upplýsingar má finna á laugarneskirkja .is og eins má hafa samband við Erlu Björk Jónsdóttur æskulýðsfulltrúa í síma 843 0101.


Listaháskólinn

Listkennsludeild Listaháskóla Íslands, Laugarnesi býður nemendum í 4.-6. bekk til þátttöku í 10 vikna listnámskeiði á föstudögum kl 14:30-16:30.
Unnið verður með myndlist, leiklist og tónlist.

Þátttökugjald 4000.- krónur.
20 barna hópur, (fyrstir panta, fyrstir fá) 2 listamenn sjá um kennsluna hverju sinni.
Áhugasamir hafi samband við Ástu Jónsdóttur This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. Sími 6161648

Hér er auglýsingin fyrir listnámskeiðið sem Listkennsludeild Listaháskóla Íslands býður börnum í 4-6 bekk að taka þátt í.


Prenta | Netfang