Hugmyndaráð Laugarnesskóla

Lög um grunnskóla 2008 nr. 91 12. júní

10. gr. Nemendafélag
Við grunnskóla skal starfa nemendafélag og er skólastjóri ábyrgur fyrir stofnun þess. Nemendafélag vinnur m.a. að félags-, hagsmuna- og velferðarmálum nemenda og skal skólastjóri sjá til þess að félagið fái aðstoð eftir þörfum.
Nemendafélag hvers skóla setur sér starfsreglur, m.a. um kosningu í stjórn félagsins og kosningu fulltrúa í skólaráð skv. 2. mgr. 8. gr.

Nemendur hvers bekkjar velja sér bekkjarfulltrúa og varamann hans í byrjun hausts. Bekkjarfulltrúi situr í nemendafélaginu og er talsmaður síns bekkjar ásamt því að vera umsjónarkennara og stjórnendum til ráðuneytis um innri mál bekkjarins.
Nemendafélagi Laugarnesskóla var gefið nafnið Hugmyndaráð Laugarnesskóla, á fyrsta starfsári sínu; 2007-2008. Hugmyndaráðið skipa bekkjarfulltrúar úr 2. – 6. bekk. Hugmyndaráð skólans stjórnar og skipuleggur félagsstarf, íþróttaviðburði, árlega viðhorfakönnun nemenda og aðrar uppákomur í skólanum í samvinnu við félagsstarfskennara, stjórnendur og aðra nemendur skólans. Tveir fulltrúar úr nemendafélaginu, nemendur úr 4.- 6. bekk, eru kosnir til að sitja í skólaráði.

Nemendafélagið – Reglur og starfsemi

 • Fundar 3-4 sinnum í mánuði.
 • Fundum stjórnar fullorðinn einstaklingur.
 • Fundir eru oftast á sama tíma í hverri viku og eru fulltrúar minntir á fundinn samdægurs.
 • Fulltrúar skiptast á að vera ritarar og rita fundargerðir.
 • Fulltrúar koma með hugmyndir að uppákomum og hvað sé hægt að bæta í skólanum þeirra.
 • Fulltrúar lesa og ræða einu sinni í mánuði hugmyndir og ábendingar úr hugmyndakassa sem staðsettur er á bókasafni.
 • Hver fulltrúi kemur einu sinni á skólaárinu fram á palli fyrir hönd nemendafélagsins.
 • Sé bekkjarfulltrúi ekki í skólanum á varafulltrúinn að sitja fund í hans stað.
 • Verði fulltrúar uppvísir af ósæmilegri hegðun á fundum eða sinna starfi sínu ekki sem bekkjarfulltrúar geta þeir misst rétt til setu í nemendafélagi skólans.

Fundarsköp

 • Fulltrúar tilkynna fundarstjóra þegar þeir vilja taka til máls.
 • Fulltrúar hlusta ávallt á mál sem borin eru upp.
 • Frammíköll eru ekki leyfð á fundum

Hugmyndaráð 2018-2019

Yngra hugmyndaráð.

   

Bekkur

Kennari

Aðalmaður

Varamaður

2 – L

(Ágústa)

Árún Emma

Aron Mikael

2 – N

(Kolfinna)

Styrmir Logi

Aðalheiður

2 – S

(Adda)

Sóley Ylfa

Halldór

2 – K

(Edda)

Magdalena

Jóel

3 – L

(Hulda)

Heiða Unnur

Eiríkur Hreinn

3 – N

(Auður)

Arnfinnur

Dagný

3 – S

(Bína)

Snæbjörn

Stefanía

3 – K

(Sigrún Sif)

Guðrún Eva

Sindri Björn

3 – Ó

(Svanhvít)

Dagmar Rut

Ari Bergur

4 – L

(Sesselja)

Kjartan

Herdís Arna

4 – N

(Þórunn)

Þórunn Agnes

Jakob Jóhann

4 – S

(Hildur)

Sól

Sigurlaug

4 – K

(Vilborg)

Anton

Álfrún

4 – Ó

(I. Dagný)

Baldur

Katrín

       

Eldra hugmyndaráð.

   

Bekkur

Kennari

Aðalmaður

Varamaður

5 – L

(Áslaug)

Emil Aron

Lóa Margrét

5 – N

(Þórunn)

Auður

Daði

5 – S

(Sigrún)

Þóra Guðrún

Sigurður Óskar

5 – K

(Njáll)

Steinvör

Víglundur

6 – L

(Dagný)

Reynir

Ágústa Rut

6 – N

(Helga)

Júlía Ósk

Ýmir Kári

6 – S

(Inga )

Alexander Októ

Katla Dögg

6 – K

(Rúna)

Hjörtur

Bryndís

6 – Ó

(Bryndís)

Kristján Valur

Áslaug Birna

       
       

Amelía Anna  er formaður og   varaformaður.

 

Prenta | Netfang