Laugarsel og Dalheimar

Laugarsel er frístundaheimili fyrir 1. og 2. bekk í Laugarnesskóla. Frístundaheimilið Laugarsel er eitt af átta frístundaheimilum sem tilheyra Kringlumýri, sem er frístundamiðstöð Laugardals og Háaleitis. Laugarsel býður upp á fjölbreytt og skemmtilegt starf. Laugarsel fékk vottunina Réttindafrístund frá UNICEF árið 2017, en í Laugarseli er meðal annars unnið eftir hugmyndafræði um barnalýðræði (sbr. 12 grein Barnasáttmálans) þar sem börnin geta tekið virkan þátt í mótun starfsins. Einnig er unnið eftir hugmyndafræði um vináttufærni með það að leiðarljósi að stuðla að auknum félagslegum þroska og aðstoða börn við að mynda félagsleg tengsl.
Hægt er að hafa samband við stjórnendur Laugarsels með því að senda tölvupóst á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða hringja í síma 664-7618 eða 6647655.
Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu Laugarsels http://kringlumyri.is/fristundaheimili-6-9-ara/laugarsel/ 

Dalheimar er frístundaheimili fyrir börn í 3. og 4. bekk Langholtsskóla og Laugarnesskóla.
Forstöðumaður er Guðlaugur Jón Árnason (s. 664-7627) og aðstoðarforstöðumaður er Ingunn Fjóla Brynjólfsdóttir (s. 664-5211). Hægt er að hafa samband við þau símleiðis fyrir hádegið eða í póstfangið This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Almennar fyrirspurnir á starfstíma mega berast í síma 664-7690. Oft reynist erfitt að svara í síma á milli 12:00-16:00 og þá getur verið betra að senda SMS. Mikilvægt er að tilkynna veikinda eða frí barna fyrir hádegi.
Frístundaheimilið Dalheimar er eitt af átta frístundaheimilum sem tilheyra Kringlumýri, sem er frístundamiðstöð Laugardals og Háaleitis. Kringlumýri sér einnig um rekstur fimm félagsmiðstöðva og frítímastarfs fatlaðra. Hægt er að skoða heimasíður allra þessara starfsstaða á heimasíðu Kringlumýrar á slóðinni http://kringlumyri.is

Prenta | Netfang