Laugasel

Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur rekur frístundaheimili Laugarnesskóla, Laugarsel. Dagskrá Laugarsels er í raun þrískipt, annars vegar fyrir 1. bekk, 2. bekk og svo fyrir 3.-4. bekk. Ástæðan fyrir svo margskiptri dagskrá er sú að leitast er við að hafa hana við hæfi hvers aldurshóps fyrir sig því eins og flestir gera sér grein fyrir er mikill þroskamunur á börnum á þessum aldri. Einnig er stefna Laugarsels sú að hafa starfið sem fjölbreyttast svo að allir finni eitthvað við sitt hæfi og eru verkefnastjórar alltaf opnir fyrir nýjum hugmyndum og tillögum frá foreldrum og börnum um það hvernig bæta má starfið og gera það enn skemmtilegra. Sjá nánar á: http://www.kringlumyri.is/desktopdefault.aspx/tabid-368 

Prenta | Netfang