Skip to content

Kennsluhættir

Í Laugarnesskóla er kennt samkvæmt grunnskólalögum, Aðalnámskrá grunnskóla og áherslum skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur. Kennslan er skipulögð þannig að meginmarkmið og kjarnaefni er það sama fyrir allan bekkinn en einstakir nemendur geti unnið með það á mismunandi hátt, til dæmis hvað varðar hraða, efni og námshætti. Skólastarf Laugarnesskóla á að vera uppbyggjandi þar sem metnaður ríkir og virðing er borin fyrir hverjum og einum. Starfsfólk skólans leggur áherslu á, í samvinnu við foreldra, að búa nemendur undir líf og starf í lýðræðisþjóðfélagi með því að stuðla að víðsýni, umhyggju, jafnrétti, virðingu, sáttfýsi lýðræðislegu samstarfi og ábyrgð. Fjölbreyttir kennsluhættir og skóli án aðgreiningar eru leiðarljós skólans í þeirri vinnu.

Markmið með námi og kennslu í Laugarnesskóla er að hver nemandi nái eins miklum árangri og mögulegt er. Til að koma á móts við ólíkar þarfir nemenda eru lögð áhersla á fjölbreytta kennsluhætti og fjölbreytt námsumhverfi þar sem einstaklingarnir geta fengið að njóta sín. Fjölbreyttar kennsluaðferðir koma til móts við nemendur á þann veg að sterkar hliðar hvers nemenda nýtast og fjölbreytt námsumhverfi gefur færi á að nemendur njóti sín í umhverfi sem hentar mismunandi námsstíl. Lögð er áhersla á að auðga verk- og listgreinar og á samþættingu námsgreina.

Umsjónarkennarar og sérgreinakennarar bera ábyrgð á námi nemenda sinna. Þeir setja markmið með kennslu sinni samkvæmt aðalnámskrá, skilgreina hvernig hún skuli útfærð og hvernig ætlunin sé að meta árangur nemenda.

Í Laugarnesskóla er lögð áhersla á nám við hæfi hvers og eins bæði í framkvæmd kennslunnar og í skólaþróun. Leiðarljósið er fjölbreyttir og skapandi starfshættir þar sem nemendur eru hvattir til að sýna frumkvæði, sjálfstæði í námi og að bæta árangur sinn. Lögð er áhersla á að nemendur læri að skipuleggja nám sitt undir leiðsögn kennara, setji sér markmið, leggi mat á vinnu sína og taki þannig ábyrgð á eigin námi. Meginstefna skólans er að kenna nemendum í námshópi eða í bekk.

Misjafnt er hvernig kennsluaðferðir henta nemendum, aldurshópum og námsgreinum og vill skólinn koma til móts við þarfir nemenda með sveigjanleika í vinnuaðferðum. Mikil áhersla er lögð á að nemendur kynnist mismunandi vinnulagi á skólagöngu sinni. Þannig öðlast þeir menntandi reynslu og ættu því að geta gert sér betri grein fyrir því hvaða aðferðir henta þeim hverju sinni.

1. bekkur

2. bekkur

3. bekkur

4. bekkur

5. bekkur

6. bekkur

Ath: þessi síða er í vinnslu.