Skip to content

Tómstundatilboð

LEIKLISTARNÁMSKEIÐ LEYNILEIKHÚSSINS

 

SKRÁNING HAFIN FYRIR VORÖNN 2020

Í Leynileikhúsinu er leikgleðin ávallt höfð að leiðarljósi. Farið er í grunnatriði leiklistar með hjálp leikja og æfinga. Lögð er áhersla á spuna og mikilvægi persónusköpunar, skýr skilaboð, hlustun, einbeitingu og samvinnu. Leiklist eykur samskiptahæfni, núvitund og sköpunarkraft. 

 

Laugarnesskóli

 

Laugarnesskóli / Fimmtudagur / skráning á www.leynileikhusid.is

 

Kl. 15:00-16:00

Kennt í matsalnum

1.-3. bekkur

almennt námskeið

Kl. 16:00-17:00

Kennt í matsalnum

3.-5. bekkur

almennt námskeið

Kl. 17:00 – 18:00

Kennt í matsalnum

5.-7. Bekkur

almennt námskeið

 

 

Kennari: Ebba Sig, leikkona 

Hefst 30. janúar

 

Námskeiðsgjald, almennt námskeið: kr. 32.700.-. Allur kostnaður er innifalinn í því verði.
Leynileikhúsið tekur á móti tómstundastyrkjum bæjarfélaga höfuðborgarsvæðisins.

Megináherslur Leynileikhússins eru frumsköpun og leikgleði þar sem unnið er að því að efla sjálfstraust og samvinnufærni nemenda í gegnum leik og spuna. Leiklist eykur núvitund, samskiptahæfni og sköpunarkraft barna.

Almenn námskeið (1.-8. bekkur) eru einu sinni í viku, 1 klst í senn, fyrstu 10 tímarnir eru kenndir í skólanum (kennslurýminu) en lokadagurinn (3-4 klst) fer fram í leikhúsi á höfuðborgarsvæðinu, þar sem önnin endar með frumsaminni leiksýningu. Nemendur fá búninga og förðun og aðstandendur geta komið og séð krakkana blómstra á leiksviði.

Allir kennarar Leynileikhússins eru með háskólamenntun í leiklist og hafa góða reynslu af leiklistarkennslu og vinnu með börnum.

Fyrirspurnir og aðstoð á info@leynileikhusid.is og í síma 864-9373.

Við hlökkum til að sjá ykkur. 

 

Bestu kveðjur og lifi leikgleðin

Leynileikhúsið