Foreldrar bregða á leik í stærðfræði

Helen Símonardóttir kennari við Laugarnesskóla fékk styrk fyrir verkefninu frá Verkefna- og námsstyrkjasjóði KÍ veturinn 2012 - 2013.

Markmið með verkefninu er eins og nafnið gefur til kynna að foreldrar leiki við börn sín í stærðfræði. Með þessum leikjum er ætlunin að styrkja talnaskilning barns ykkar sem er grunnur að öllu stærðfræðinámi í framtíðinni og efla jákvætt viðhorf til stærðfræði.

Fyrirkomulag

Foreldrar læra spil og leiki af myndböndum sem sett verða vikulega á youtube.com. Foreldrar spila spil vikunnar með barni sínu a.m.k. í 15 mín á dag fimm daga vikunnar og kvitta í spilahefti að spili loknu. Verkefnið hefst formlega eftir fyrirlestur og kynningu sem verður 22. janúar og því lýkur formlega í byrjun apríl. Heimilin þurfa að eiga tvo spilastokka og 6 teninga. Foreldrar verða einnig að hafa aðgang að tölvu til að horfa á myndband á youtube.com.  Annað er foreldrum að kostnaðarlausu.

Glærur af fyrsta fundinum má finna hér.mynd

 

 

1. vika Minnisspil - aukaspil eða aðrar útfærslur Summan 20 - Tía!

2. vika Slétt tala og oddatala, mismunur

3. vika Tugakapall - samlagning leggja saman þrjú spil sem gefa 10, 20 eða 30

4. vika Frádráttarspil með teningum - frádráttur

5. vika Hjarta  - samlagning, frádráttur, margföldun

6. vika Þrír í röð - samlagning eða margföldun

7. vika Þrjú þúsund  -   Stigatafla (PDF skjal) - Stigatafla (Word skjal), samlagning

8. vika Hæsta talan - sætiskerfið, hundrað, tugur, eining

9. vika Tvöföldun eða þreföldun - margföldun

10. vika Fjórir í röð - samlagning og margföldun

Prenta | Netfang