Foreldrafélagið
Foreldrafélag Laugarnesskóla
Almennar upplýsingar
Allir foreldrar og forráðamenn nemenda í Laugarnesskóla eru félagar í Foreldrafélagi Laugarnesskóla. Félagið hefur aðstöðu í skólanum til fundahalda og annarrar starfsemi. Stjórn foreldrafélagsins samanstendur af 5 aðalmönnum sem kosnir eru til 2 ára í senn og 2 varamönnum sem kosnir eru til eins árs, á aðalfundi félagsins.
Aðrar upplýsingar
Verkefni Foreldrafélagsins eru margvísleg. Félagið kemur að námskeiðinu: Skólafærni ásamt skólanum og skólaráði sem haldið er í byrjun skólaárs fyrir 1.bekkjar foreldra. Einnig stendur það fyrir jólaföndri eða jólaskemmtun, páskabingói, heilsuviku og leikhúsferðum. Í samstarfi við Laugarneskirkju og Laugarsel er haldin öskudagsskemmtun og dótadagur í salarkynnum kirkjunnar. Hverfishátíðin: Laugarnes á ljúfum nótum, er vorhátíð sem allar stofnanir og félagasamtök hverfisins standa að og kemur foreldrafélag skólans að undirbúningsvinnu og veitingasölu. 10 ára í tjaldi nefnist svo samvinnuverkefni foreldrafélagsins, kirkjunnar og skátanna þar sem öllum 4.bekkjar börnum er að vori, boðið í tjaldferð eina nótt upp í Katlagil, sem er landskiki uppi í Mosfellsdal, sem kennarafélag Laugarnesskóla á og Laugarnesskóli hefur fengið að hafa not af.
Á heimasíðu skólans er að finna dagskrá foreldrafélagsins og fundargerðir auk þess sem foreldrum eru sendar upplýsingar í gegnum Mentor. Félagið á fulltrúa í SAMFOK, samtökum foreldrafélaga og skólaráða í Reykjavik. http://www.samfok.net/
Foreldrar eru hvattir til að vera virkir í foreldrastarfi skólans, þannig verður góður skóli enn farsælli og árangur og líðan barna okkar enn betri.
Netfang foreldrafélagsins er: foreldrafelag.laugarnesskola@gmail.com
Handbók foreldrafélaga grunnskóla
Heimili og skóli hafa gefið út handbækur fyrir fulltrúa foreldra á öllum skólastigum. Í þeim er lýst starfi foreldrafélaga og foreldra- og skólaráða. Hér getur þú nálgast sem pdf skjal. Handbók foreldrafélaga grunnskóla.
Stjórn félagsins
Margrét Unnur Rögnvaldsdóttir, formaður
Eðvald Einar Stefánsson, ritari
Rósa Björk Sveinsdóttir, gjaldkeri
Hrafnhildur Karla Jónsdóttir, meðstjórnandi, upplýsingafulltrúi og fulltrúi í skólaráði
Benna Sörensen Valtýsdóttir, meðstjórnandi og fulltrúi í Foreldraþorpinu
Sigríður Halldórsdóttir, meðstjórnandi
Ester Magnúsdóttir, meðstjórnandi
Linda Ólafsdóttir, varamaður
Laufey Björk Ólafsdóttir, varamaður
Fundir
Stjórn foreldrafélagsins fundar fyrsta miðvikudag hvers mánaðar.