Skip to content

Foreldrafélagið

Foreldrafélag Laugarnesskóla

Almennar upplýsingar

Allir foreldrar og forráðamenn nemenda í Laugarnesskóla eru félagar í Foreldrafélagi Laugarnesskóla. Félagið hefur aðstöðu í skólanum til fundahalda og annarrar starfsemi. Stjórn foreldrafélagsins samanstendur af 5 aðalmönnum sem kosnir eru til 2 ára í senn og 2 varamönnum sem kosnir eru til eins árs, á aðalfundi félagsins.

 

Aðrar upplýsingar

Verkefni Foreldrafélagsins eru margvísleg. Félagið kemur að námskeiðinu: Skólafærni ásamt skólanum og skólaráði sem haldið er í byrjun skólaárs fyrir 1.bekkjar foreldra. Einnig stendur það fyrir jólaföndri eða jólaskemmtun, páskabingói, heilsuviku og leikhúsferðum. Í samstarfi við Laugarneskirkju og Laugarsel er haldin öskudagsskemmtun og dótadagur í salarkynnum kirkjunnar. Hverfishátíðin: Laugarnes á ljúfum nótum, er vorhátíð sem allar stofnanir og félagasamtök hverfisins standa að og kemur foreldrafélag skólans að undirbúningsvinnu og veitingasölu. 10 ára í tjaldi nefnist svo samvinnuverkefni foreldrafélagsins, kirkjunnar og skátanna þar sem öllum 4.bekkjar börnum er að vori, boðið í tjaldferð eina nótt upp í Katlagil, sem er landskiki uppi í Mosfellsdal, sem kennarafélag Laugarnesskóla á og Laugarnesskóli hefur fengið að hafa not af.

Á heimasíðu skólans er að finna dagskrá foreldrafélagsins og fundargerðir auk þess sem foreldrum eru sendar upplýsingar í gegnum Mentor. Félagið á fulltrúa í SAMFOK, samtökum foreldrafélaga og skólaráða í Reykjavik. http://www.samfok.net/

Foreldrar eru hvattir til að vera virkir í foreldrastarfi skólans, þannig verður góður skóli enn farsælli og árangur og líðan barna okkar enn betri.

Netfang foreldrafélagsins er: foreldrafelag.laugarnesskola@gmail.com

Foreldrafélagið á facebook

Handbók foreldrafélaga grunnskóla

Heimili og skóli hafa gefið út handbækur fyrir fulltrúa foreldra á öllum skólastigum. Í þeim er lýst starfi foreldrafélaga og foreldra- og skólaráða. Hér getur þú nálgast sem pdf skjal. Handbók foreldrafélaga grunnskóla.

 

Stjórn félagsins

Eyrún Helga Aradóttir – formaður og fulltrúi í skólaráði

Grétar Már Axelsson – gjaldkeri og fulltrúi í skólaráði

Ragnhildur Rós Guðmundsdóttir – ritari og upplýsingafulltrúi

Brynhildur Kjartansdóttir – varaformaður

Benna Sörensen Valtýsdóttir – meðstjórnandi

Steinunn Dögg Steinsen – meðstjórnandi

Elísabet Hrund Salvarsdóttir – meðstjórnandi

Varamenn:

Laufey Björk Ólafsdóttir, Margrét Rós Sigurjónsdóttir og Steinar Þór Bachmann

 

Fundir

Stjórn foreldrafélagsins fundar fyrsta miðvikudag hvers mánaðar. 

 

Fréttir úr starfi

Skoða fréttir