Eyðublöð

Hér er hægt að nálgast eyðublöð af ýmsum toga. Þau má prenta út og skila á skrifstofu skóla eða senda rafrænt í tölvupósti: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Fræðslustjóri hefur samþykkt eftirfarandi verklagsreglur sem gilda í grunnskólum Reykjavíkur:

Þurfi nemandi leyfi úr skóla í þrjá heila skóladaga eða lengur skal forráðamaður hans sækja um leyfi á eyðublöðum sem skólinn útbýr og hægt er að sækja á heimasíðu skólans.

Umsjónarkennari getur veitt leyfi í einn til tvo daga en leyfisveitingar í þrjá til fimm daga þurfa að auki samþykki skólastjórnanda.

Leyfi sem er lengra en ein vika er litið á sem tímabundna undanþágu frá

skólasókn. Í slíkum tilfellum er forráðamaður boðaður á fund

skólastjórnanda og umsjónarkennara þar sem fjallað er um umsóknina.

Sótt er um á sérstöku eyðublaði[samræmdu eyðublaði sem skal vera hægt að nálgast á heimasíðu skólans]. „Tímabundin undanþága frá skólasókn".

Skólinn fjallar síðan um umsóknina og áskilur sér rétt til að hafna henni

ef ástæða þykir til, sbr. 8. gr. laga um grunnskóla.

Gera þarf forráðamönnum ljósa grein fyrir því að öll röskun á námi nemandans sem af slíku hlýst er alfarið á ábyrgð forráðamanna.

Leyfi 2-5 dagar

Leyfi vika eða lengur

Mataráskrift

Prenta | Netfang