Skip to content
11 maí'22

Laugarnes á ljúfum nótum og Vorhátíð foreldrafélagsins

Það verður mikið um dýrðir í hverfinu okkar um helgina. Hverfishátíðin Laugarnes á ljúfum nótum hefst við Laugarneskirkju kl. 13 á sunnudaginn og klukkustund síðar byrjar svo Vorhátíð sem foreldrafélag Laugarnesskóla stendur fyrir. Fyrri hátíðinni lýkur kl. 15 en sú seinni stendur til kl. 16 svo hverfisbúar og vinir ættu að geta heimsótt báða staðina…

Nánar
16 nóv'21

Urður hlaut Íslenskuverðlaun unga fólksins

Eins og hefð er fyrir á degi íslenskrar tungu voru Íslenskuverðlaun unga fólksins afhent og að þessu sinni var það Urður Ása í 6.S sem hlaut verðlaunin. Í tilnefningu Urðar til verðlaunanna segir: Urður Ása hefur sýnt fram á mikla færni í íslensku, í máli og riti. Hún notar vandað málfar og orðaforða sem er…

Nánar
21 maí'21

Nemendur hitta ráðherra

Í samstarfi við LÁN – Listrænt ákall náttúrunnar –  voru verk eftir nemendur úr nokkrum skólum í Reykjavík sett upp á sýningu í Grófarhúsi í Reykjavík. Þar var m.a. að finna verk eftir nemendur úr 5. bekk LNSK. Í framhaldinu var tveimur nemendum úr hverjum þessara skóla boðið að koma og hitta umhverfisráðherra, Guðmund Inga…

Nánar
05 jún'20

Skóladagatal Laugarnesskóla 2020-2021

Skóladagatal Laugarnesskóla er nú tilbúið en rétt er að taka fram formsins vegna að Skóla- og frístundaráð borgarinnar samþykkir skóladagatöl ár hvert og teljast þau ekki opinber fyrr en það hefur verið gert. Þegar samþykkið liggur fyrir verður skóladagatalið sett á sinn stað á vef skólans en foreldrum til hægðarauka má skoða skjalið hér: Skoladagatal…

Nánar
01 apr'20

Skipulag eftir páskaleyfi miðað við framlengt samkomubann

Sóttvarnarlæknir tilkynnti í dag að hann muni leggja til við heilbrigðisráðherra að samkomubann verði framlengt til loka aprílmánaðar í núverandi mynd. Að óbreyttu verður því sama skipulag á skólastarfi í Laugarnesskóla eftir páskaleyfi sem hér segir: A-hópur: 1L, 1S, 1Ó, 2N, 2K, 3L, 3N, 4L, 4S, 4Ó, 5N, 5K, 6S og 6K Þessir bekkir koma…

Nánar
26 feb'20

Ljóða og tónsmíða samkeppni Laugarnesskóla

Allir geta tekið þátt   Semjið ljóð og/eða lag um Réttindaskólann Laugarnesskóla   Þetta er eingöngu verkefni til að vinna heima.   Skilafrestur er til fimmtudagsins 12. mars 2020   Skila á netfangið harpa.thorvaldsdottir@rvkskolar.is eða í umslagi merkt Réttindaskólalag á skrifstofu skólans.

Nánar
13 jan'20

Gul viðvörun

Kæru foreldrar og forráðamenn Gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu og eru foreldrar og forráðamenn því beðnir að fylgja nemendum í skólann í fyrramálið, þriðjudaginn 14. janúar.    

Nánar
09 jan'20

Umferðarflæði við skólann

Þegar veðrið er eins og þessa dagana er algengara en ella að foreldrar skutli börnum sínum í skólann. Þegar margir bílar koma að skólanum er mikilvægt að virða þá reglu að við sleppitorgið framan við skólann sé bara stoppað örstutt til að hleypa barni eða börnum út og hleypa svo næsta bíl að. Ef þörf…

Nánar
07 jan'20

Gul viðvörun

Gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu frá klukkan 15:00 í dag og eru foreldrar og forráðamenn beðnir að sækja börn sín í lok  frístundastarfs í dag þriðjudag. Börn eru óhult í skóla og frístundastarfi þar til þau verða sótt. Hér er átt við börn yngri en 12 ára.  

Nánar
06 jan'20

Kveðja frá Laugarnesskóla

Jón Freyr Þórarinsson fyrrverandi skólastjóri Laugarnesskóla verður jarðsunginn frá Fella- og Hólakirkju á morgun, þriðjudaginn 7. janúar kl. 15:00. Starfsfólk Laugarnesskóla sendir aðstandendum innilegar samúðarkveðjur.

Nánar