Skip to content
10 feb'23

Nemendastýrð viðtöl 15. febrúar

Samkvæmt skóladagatali er svokallaður „foreldradagur“ miðvikudaginn 15. febrúar en á þeim degi koma nemendur í stutt viðtöl hjá umsjónarkennara ásamt foreldrum/forsjáraðilum. Nýtt fyrirkomulag er á viðtölunum að þessu sinni þar sem nemendur hafa undirbúið kynningar og stjórna þau viðtölunum. Foreldrar/forsjáraðilar hafa fengið upplýsingar frá umsjónarkennurum um hvernig á að panta tíma í viðtölin og er…

Nánar
20 des'22

Gleðilega hátíð

Starfsfólk Laugarnesskóla sendir öllu skólasamfélaginu sínar bestu hátíðarkveðjur, hlökkum til nýja ársins!

Nánar
15 des'22

Litlu jól og jólaskemmtanir – jólaleyfi og nýtt ár

Síðustu tveir kennsludagar ársins eru skertir dagar í Laugarnesskóla. Mánudaginn 19. desember eru litlu jólin og lýkur skóla þann dag kl. 12:30. Laugarsel og Dalheimar taka þá strax við fyrir þau börn sem þar eru skráð. Jólaskemmtanir verða þriðjudaginn 20. desember. Fyrri jólaskemmtun hefst kl. 9:00 og lýkur kl. 10:30. Eftirtaldir bekkir mæta á fyrri…

Nánar
05 des'22

Jólin nálgast

Nú styttist í jólin, fallegi jólaglugginn er kominn upp í Laugarnesskóla og piparkökuhúsin komin á sinn stað. Talsvert verður um ýmiskonar vettvangsferðir á aðventunni eins og hefð hefur skapast fyrir, nemendur heimsækja meðal annars Ásmundarsafn, Árbæjarsafnið og Sólheimasafn svo dæmi séu nefnd. Tvær heilar kennsluvikur eru eftir fyrir jólaleyfi. Síðustu skóladagarnir eru báðir skertir dagar,…

Nánar
14 nóv'22

Laugarnesskóli áfram Réttindaskóli UNICEF

Í dag hlaut Laugarnesskóli endurnýjun á nafnbótinni Réttindaskóli UNICEF í annað sinn en úttekt stofnunarinnar á skólanum vegna þátttöku í verkefninu hefur staðið  yfir undanfarna daga. Það var vel við hæfi að þetta væri staðfest í morgunsöng nú þegar þemavika er að hefjast í skólanum en henni lýkur með Barnaþingi á föstudaginn. Í þemavikunni eru…

Nánar
11 nóv'22

Rýmingaræfing fór fram í dag

Í dag fór fram rýmingaræfing í Laugarnesskóli en ekki hefur verið hægt að halda slíkar æfingar undanfarin misseri vegna heimsfaraldurs og samkomutakmarkana. Æfingin gekk fljótt og vel fyrir sig og allir nemendur stóðu sig með prýði.

Nánar
19 okt'22

Vetrarleyfi í Laugarnesskóla

Vetrarleyfi verður í Laugarnesskóla dagana 21.-25. október. Frístund er einnig lokuð þessa daga. Foreldraviðtöl fara fram á morgun, fimmtudaginn 20. október og er Frístund opin fyrir börn sem þar eru skráð. Miðvikudaginn 26. október er skipulagsdagur í Laugarnesskóla og engin kennsla. Frístund er einnig opin þann dag fyrir börn sem þar eru skráð.

Nánar
16 ágú'22

Skólabyrjun 2022-2023

Skólabyrjun í Laugarnesskóla skólaárið 2022-2023 verður sem hér segir: 1.  bekkur: foreldraviðtöl fara fram dagana 22. og 23. ágúst og sá umsjónarkennarar um að boða viðtölin. Kennsla í fyrsta bekk hefst svo samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 24. ágúst. 2.-3. bekkur: skólasetning fer fram á hátíðarsal mánudaginn 22. ágúst kl. 12:00. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 23.…

Nánar
20 maí'22

Vel heppnað áheitahlaup UNICEF

Nemendur í Laugarnesskóla hlupu í morgun til styrktar UNICEF en það er árviss viðburður á vordögum hjá okkur í skólanum. Veðrið lék við hlauparana og mátti sjá mikla gleði á hverju andliti.

Nánar
06 maí'22

Skipulagsdagur þriðjudaginn 10. maí

Skipulagsdagur verður í Laugarnesskóla þriðjudaginn 10. maí. Laugarsel og Dalheimar eru opin allan daginn fyrir nemendur sem eru skráð þar og fá foreldrar og forráðamenn upplýsingar frá Frístund um daginn.

Nánar