Posts by Stjornandi
6.L sigrar Þrígaldraleika Laugarnesskóla
Núna í vetur hafa nemendur 6. bekkjar Laugarnesskóla tekið þátt í Þrígaldraleikum Laugarnesskóla. Þetta er annað árið sem leikarnir eru haldnir en fyrirmyndin er Þrígaldraleikar sem Harry Potter tók þátt í, á sínu 4. ári í Hogwarts. Í Þrígaldraleikum Laugarnesskóla kepptu nemendur þó ekki við dreka, marfólk eða risaköngulær, í staðinn reyndu þrautirnar á líkamlegan…
NánarLaugarnesskóli verðlaunaður á öskudagsráðstefnu eftir skemmtilegan skóladag
Það var gaman í Laugarnesskóla á öskudaginn þar sem nemendur og starfsfólk klæddu sig upp í ýmsa frumlega og skemmtilega búninga og stundaskráin vék fyrir fjölbreyttri skemmtidagskrá. Eftir að kennslu lauk hélt svo hópur starfsfólks á öskudagsráðstefnu skóla- og frístundasviðs og veitti þar viðtöku minningarverðlaunum Arthúrs Morthens sem voru nú veitt í fimmta og síðasta…
NánarÍslenskuverðlaun unga fólksins í Reykjavík bókmenntaborg Evrópu
Urður Ása Jónsdóttir í 6.S var í gær sæmd verðlaunum við hátíðlega athöfn í Hörpu. Venjulega eru Íslenskuverðlaun unga fólksins afhent á degi íslenskrar tungu í nóvember en í ár þurfti að fresta þeirri athöfn sem fór eins og áður segir fram í gær. Í umsögn sem fylgir tilnefningu Urðar frá skólanum kemur fram að:…
NánarAppelsínugul viðvörun
Það fer að verða verra ferðaveðrið! Veðurstofa hefur gefið út appelsínugula veðurviðvörun sem gildir til kl. 10:00 í dag, þriðjudaginn 20. febrúar 2022. Nánari upplýsingar hér (einnig á ensku og pólsku):
NánarVetrarleyfi í Laugarnesskóla
Foreldraviðtöl fara fram í Laugarnesskóla miðvikudaginn 16. febrúar og að því búnu tekur við vetrarleyfi. Kennsla hefst aftur samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 22. febrúar.
NánarMöppudagur í Laugarnesskóla 7. febrúar
Mánudagurinn 7. febrúar er möppudagur í Laugarnesskóla. Þann dag lýkur kennslu kl. 12:30. Hefð er fyrir því í Laugarnesskóla að nemendur velji úr verkefnum sínum og setji sum þeirra í möppur sem hafðar eru til sýnis á Gullakistudaginn. Kennarar nýta möppudaginn til að undirbúa foreldraviðtöl sem verða miðvikudaginn 16. febrúar. Nemendur sem eru skráðir í…
NánarJólin koma…
Það er jólalegt um að litast í Laugarnesskóla þessa dagana. Jólatré úr Katlagili stendur á hátíðarsal, jólaglugginn sígildi er kominn upp og piparkökuþorpið hans Sigga kokks gleður augu nemenda og starfsfólks. Síðasti kennsludagur fyrir jólaleyfi verður föstudaginn 17. desember en þá gerum við okkur glaðan dag í bekkjunum. Kennslu lýkur kl. 12:30 þennan dag og…
NánarUrður hlaut Íslenskuverðlaun unga fólksins
Eins og hefð er fyrir á degi íslenskrar tungu voru Íslenskuverðlaun unga fólksins afhent og að þessu sinni var það Urður Ása í 6.S sem hlaut verðlaunin. Í tilnefningu Urðar til verðlaunanna segir: Urður Ása hefur sýnt fram á mikla færni í íslensku, í máli og riti. Hún notar vandað málfar og orðaforða sem er…
NánarVetrarleyfi í Laugarnesskóla
Fimmtudaginn 21. október er foreldraviðtalsdagur í Laugarnesskóla og fellur kennsla niður þann dag. Laugarsel og Dalheimar verða bæði opin og er skráningu óska um viðveru barna þann dag lokið. Vetrarleyfi verður föstudag 22. október, mánudag 25. október og þriðjudag 26. október. Miðvikudaginn 27. október er skipulagsdagur og engin kennsla í Laugarnesskóla. Laugarsel og Dalheimar verða…
NánarAppelsínugul viðvörun
Veðurstofan hefur sent frá sér appelsínugula viðvörun vegna veðurs sem mun ganga yfir höfuðborgarsvæðið eftir hádegi í dag. Gert er ráð fyrir hvassviðri og úrkomu. Forsjáraðilar eru hvattir til að vera reiðubúnir að sækja börn í skóla og huga að því hvort röskun verði á æfingum eða öðru frístundastarfi.
Nánar