Palldagskrá hjá 4. K

4.K MobileNemendasýningar á palli er fastur liður í skólastarfinu. „Að vera á palli” er það kallað hér í Laugarnesskóla þegar nemendur koma fram á palli eða í sal skólans, undir leiðsögn kennara og flytja undirbúin stutt atriði, s.s. leikþætti, upplestur, söng og tónlist fyrir alla sem eru í skólanum á þeirri stundu. Slík dagskrá er flutt einu sinni í viku. Hver bekkur kemur fram a.m.k. einu sinni á vetri og er reynt að virkja alla nemendur til þátttöku. Sýningarnar eru teknar upp og þegar nemendur útskrifast úr 6. bekk færir foreldrafélag skólans hverjum og einum allar upptökur frá 1. til 6. bekkjar að gjöf. Í morgun var 4. K með sýningu þar sem þau unnu með þjóðsögu. Sýningin var vel heppnuð og höfðu allir gaman af nemendur jafnt sem áhorfendur.

Prenta | Netfang

Krakkakosningar

file2 MobileÍ tilefni þess að alþingiskosningarnar eru á morgun þá horfðu vinabekkirnir 1.S, 3.K og 5.K á kynningarmyndbönd frá stjórnmálaflokkunum inn á krakkakosningasíðu KrakkaRÚV.
Þetta verkefni er í samræmi við ákvæði í Barnasáttmálanum þar sem kemur meðal annars fram að börn eiga rétt á að láta í ljós skoðanir sínar og hafa áhrif á samfélagið. Hér er börnum og ungmennum veitt það tækifæri að láta sínar skoðanir í ljós og velja þann stjórnmálaflokk sem þeim líst best á.
Vinabekkirnir unnu þetta í semeiningu en 5.K breytti sinni stofu í kjörstað og fóru nemendur í 1.S og 3.K þangað til að kjósa. Mjög skemmtilegt.
Niðurstöðurnar verða síðan birtar á kosningavöku RÚV á kosningadegi.

Prenta | Netfang

Umhverfisteymi Laugarnesskóla

UmhverfisteymiLaugarnesskóli er Grænfána- og Heilsueflandi skóli. Margt er sameiginlegt með þessu tvennu og eru verkefni þeim tengd margvísleg og fjölbreytt. Umhverfisteymi skólans heldur utan um þessa vinnu og hittist teymið á reglulegum fundum yfir skólaárið. Lýðræði er haft að leiðarljósi við alla vinnu teymisins og helgast vinna hvert ár af áhugasviði nemenda hverju sinni. Unnið er m.a. með flokkun á sorpi og eftirliti í stofum þar að lútandi, allir eru hvattir til að koma í skólann fyrir eigin afli, þ.e. hjólandi eða gangandi, unnið er með góðverk á aðventu og svo mætti lengi telja. Á myndinni má sjá fulltrúa nemenda í umhverfisteyminu þetta skólaár. 

Prenta | Netfang

Foreldraviðtöl, vetrarleyfi og starfsdagur kennara

vertatleyfiMiðvikudaginn 18. október verða foreldraviðtöl í skólanum. Nemendur mæta til viðtals ásamt foreldrum/forráðamönnum á fyrirfram ákveðnum viðtalstíma.

Dagana 19. til 23. otóber er vetrarleyfi.

Þriðjudaginn 24. október er skipulagsdagur kennara og enginn skóli.

Kennsla hefst aftur miðvikudaginn 25. október samkvæmt stundaskrá.

Prenta | Netfang