Jólaskemmtanir

jolaballMiðvikudaginn 20. desember eru jólaskemmtanir í skólanum. Dagurinn er einnig skertur dagur þannig að eftir jólaskemmtun sem hefst klukkan 9:00 og lýkur kl.10:30 fara nemendur sem eru á þeirri jólaskemmtun heim þar sem engin gæsla er í skólanum þann dag. Foreldrar/forráðamenn verða því að sækja þau börn sem eru í frístund en starfsemin hjá þeim hefst kl.13:40 eins og venjulega.
Þeir nemendur sem eru á seinni jólaskemmtuninni kl. 12:00 til 13:30 geta farið í frístundina strax á eftir seinni jólaskemmtuninni.

Eftirtaldir bekkir eru á fyrri skemmtun kl. 9:00-10:30
1.L, 1.S, 2.N, 2.S, 3.K, 3.Ó, 4.L, 4.N, 5.L, 5.S, 5.Ó, 6.K, 6.S

Eftirtaldir bekkir eru á  seinni skemmtun kl. 12:00-13:30
1.K, 1.N, 2.K, 2.L, 2.Ó, 3.L, 3.N, 3.S, 4.K, 4.S, 5.K, 5.N, 6.L, 6.N

Samkvæmt skóladagatali hefst jólaleyfi 21. desember. Kennla hefst aftur 4. janúar 2018 samkvæmt stundaskrá. 

Prenta | Netfang

Mikið um að vera í Laugarnesskóla

IMG 4016 MobileÞað er mikið um að vera í skólanum á jólaföstunni. Siggi kokkur hefur að vanda gert veglegt piparkökujólaþorp svo fallegt að fáheyrt er. Hinni árlegu fatasöfnun lauk ‎11. ‎desember og var fulltrúa Rauða krossins afhent fjöldinn allur af fatnaði á palli. Jólatréð úr Katlagili er komið upp og er gaman að sjá hve veglegur skógurinn er orðinn og trén hávaxin. Toppur trésins í ár nær vel upp á þriðju hæð og mun það standa í salnum fram yfir hátíðir. Í dag kom svo Þvörusleikir í heimsókn í skólann og átti það vel við því í dag var einkar jólalegur dagur og fjöldi nemenda og starfsmanna skrýddir jólalegum fatnaði og húfum sem tilheyra árstíðinni.

Ekki má gleyma gluggaskreytingunni í stóra sal skólans en uppsetning hennar boðar ávallt upphaf aðventunnar og þeirrar dagskrár sem hefðbundin er fyrir hver jól í skólanum.

Fyrsti bekkur og Laugarsel vann verkefni með Myndlistarskóla Reykjavíkur og héldu þau sýningu í sal skólans.

Sólarupprásin getur verið stórkostleg í desember og himininn fagurrauður. Smellið á lesa meira til að sjá myndir frá jólaföstunni.

 

Lesa >>

Prenta | Netfang