Stormviðvörun

Appelsínugul viðvörun er í gildi vegna veðurs á höfuðborgarsvæðinu og er því tilkynning 2 virkjuð.
Veður getur seinkað ferðum nemenda til skóla. Skólinn eru opinn, en mikilvægt er að foreldrar gæti þess að yngri börn fari ekki ein í skóla, þetta á sérstaklega við þar sem börn þurfa að fara yfir opin svæði á leið sinni í skóla.
Með yngri börn er hér átt við 12 ára og yngri.

Kennsla í íþróttahúsi 2 sem hefjast á kl.kl. 8:30 fellur niður. Nemendur mæti í stofur sínar í skólanum. 

Prenta | Netfang

100 daga hátíð

IMG 2088 MobileÍ dag var hundrað daga hátíð hjá 1. bekk. Hátíðin er haldin í tilefni þess að nemendur eru búnir að vera eitt hundrað daga í skólanum. Unnin voru ýmis verkefni tengd tölunni 100 og hoppað og híað eins og vera ber á hátíðisdögum.

 

 

 

Lesa >>

Prenta | Netfang

Norðurlandakynning 6. bekkjar

file5 1 MobileUndanfarnar vikur hafa nemendur í 6. bekk verið að kynna sér Norðurlöndin. Þeir hafa fræðst um lönd og þjóðir af kennslubókum og af neti. Eftir að hafa unnið vandaðar vinnubækur um löndin, var öllum nemendum skipt upp í hópa. Hver hópur vann ítarlega vinnu um eitt af Norðurlöndunum. Afrakstur þeirrar vinnu mátti sjá í morgun, þegar nemendur buðu til sýningar. Þar gat að líta vegleg kort af löndunum og fallega litaða fána. Auk þess vann hver hópur fróðlega ritgerð um landið, þar sem m.a. fram komu helstu atriði varðandi landshætti, gróðurfar, veðurfar og stjórnarfar hvers lands fyrir sig. Litríkir bæklingar lágu einnig frammi, en þar gat að líta upplýsingar um marga þá staði sem gaman væri að heimsækja, færi maður sem ferðamaður til Norðurlandanna. Nemendur og kennarar þakka öllum þeim sem lögðu leið sína í skólann í slagveðrinu í morgun til að sjá þessa flottu sýningu.

Lesa >>

Prenta | Netfang