Gleðilegt sumar

sumarStarfsfólk Laugarnesskóla óskar nemendum sínum og fjölskyldum þeirra gleðilegs sumars og þakkar fyrir samstarfið í vetur.

Ef smellt er á myndina hér til vinstri má sjá dagskrá sem Reykjavíkurborg er með í öllum hverfum borgarinnar á sumardaginn fyrsta. Góða skemmtun!

Prenta | Netfang

Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna

IMG 1756 SmallÍ tilefni af vinnu okkar með Barnasáttmálann erum við búin að vera vinna með þemað Allir eru einstakir.  Af því tilefni var haldinn nafnadagur í skólanum í dag og rætt um  7. grein Barnasáttmálans - Réttur til nafns og ríkisfangs.  Börn skal skrá við fæðingu.  Þá eiga þau einnig rétt á nafni og ríkisfangi og að þekkja og njóta umönnunar foreldra sinna eftir því sem unnt er.

Lesa >>

Prenta | Netfang

Páskafrí

paskarSíðasti kennsludagur fyrir páskafrí er föstudagurinn 7. apríl. Kennsla hefst aftur þriðjudaginn 18. apríl samkvæmt stundaskrá. Starfsfólk Laugarnesskóla óskar nemendum skólans og fjölskyldum þeirra gleðilegrar páskahátíðar.

Prenta | Netfang

Öflugar list- og verkgreinar

8List- og verkgreinakennarar skólans leggja mikinn metnað í störf sín og nemenda sinna. Hér getur að líta sýnishorn af vinnu nemenda  í  2. bekk textílmennt í listasmiðju en þar  eru nemendur að sauma púða. Öðru megin sauma þau  út með krosssaumi, tunguspori og varplegg  og hinu megin teikna þau mynd og sauma í hana með aftursting.

Lesa >>

Prenta | Netfang