Ungir hljóðfæraleikarar

IMG 5343 MobileSkólahljómsveit Austurbæjar hefur starfsaðstöðu í Laugarnesskóla. Í starfi skólahljómsveitanna er haft að leiðarljósi að auka víðsýni og þroska nemenda, rækta listræna hæfileika þeirra og efla sköpunargáfu. Í skólahljómsveitunum er stuðlað að aukinni tónlistariðkun og félagsþroska, stutt við tónlistaruppeldi grunnskólanema og leitast við að jafna tækifæri nemenda til tónlistarnáms.

Í morgun komu nokkrir ungir hljóðfæraleikarar og léku á hljóðfæri sín fyrir skólafélagana. Það var gaman að heyra og sjá hvað þessir nemendur höfðu lært mikið á stuttum tíma í skólahljómsveitinni. Það var greinilegt að þeir höfðu notið góðrar leiðsagnar frábærra kennara.

Lesa >>

Prenta | Netfang

Ævintýralestrarátak IÐNÚ

verdlaun1 Nú er búið að velja til verðlauna þrjá nemendur skólans í ævintýralestrarátaki IÐNÚ. Þema átaksins var: lesa, lita, skapa, en nemendur lásu ævintýri, lituðu ævintýramyndir eða sköpuðu sitt eigið ævintýri. Þrenn verðlaun voru í boði. Verðlaunin voru afhent í morgunsöng í morgun. Fyrir lestrarþáttinn fékk Una Hólm Ólafsdóttir 4.S í verðlaun sex nýjustu Óvættafarar bækurnar. Fyrir litaþáttinn fékk Eðvarð Egill Finnsson 4.S nýjustu Óvættafararbókina í verðlaun og fyrir sköpunarþáttinn fékk Rakel Sif Grétarsdóttir 3.L í verðlaun nýjustu Ovættafararbókina og ritfangapakka. Í umsögn dómnefndar segir um verk Rakellar Sifjar: Vel unnið ævintýri og skemmtilegt, flottar myndir. Hér vantar ekki sköpunargleði. Mjög vel unnið. Við óskum verðlaunahöfunum til hamingju með árangurinn. 

Lesa >>

Prenta | Netfang

Ævar vísindamaður í heimsókn

IMG 2283 MobileÍ morgunsöng í dag fengum við góðan gest. Ævar vísindamaður kom og las úr nýjustu bók sinni sem kemur út í næstu viku. Sigríður Heiða skólastjóri bauð Ævar velkominn og sagði að henni finndist hann vera sendiherra lesturs og setti hann þar með á stall með Vigdísi Finnbogadóttur sem kölluð hefur verið sendiherra íslenskunnar. Eftir stuttan ingngang að lestrinum þar sem Ævar rakti það sem bókin fjallar um las hann einn kafla úr bókinni sinni og það mátti heyra saumnál detta í salnum, svo uppteknir voru allir við að hlusta á spennandi frásögnina. Að lokum svaraði Ævar nokkrum spurningum frá nemendum og hvatti alla til þess að vera duglegir að lesa. Við þökkum Ævari hjartanlega fyrir komuna og hvatningarorðin. Þess má til gamans geta, vegna þess að Laugarnesskóli er Réttindaskóli UNICEF, að í mars 2016 hóf Ævar samtarf við UNICEF sem sérstakur talsmaður hreyfingarinnar. 

Lesa >>

Prenta | Netfang

Hvað er réttindaskóli?

rettindaVinna nemenda vegna réttindaskólans er með ýmsu móti. Eitt verkefnanna er að þeir ræði um og setji niður fyrir sér hvað það þýðir að vera í réttindaskóla. Niðurstöðum úr umræðum nemenda um það efni hefur verið safnað saman og sett níður í þá punkta sem sjá má á myndinni hér að ofan.

 

Prenta | Netfang