Skólasetning 2018

Tengd mynd

Skólasetning haustið 2018 verður miðvikudaginn 22. ágúst. 

2. bekkur          kl. 12:00

3. og 4. bekkur kl. 13:00

5. og 6. bekkur kl. 14:00

Nemendur 1. bekkjar verða boðaðir í viðtöl ásamt foreldrum 22. og 23. ágúst. Kennsla hjá 1. bekk hefst föstudaginn 24. ágúst samkvæmt stundaskrá.

Prenta | Netfang

Sumarlokun

sumarSkrifstofa skólans verður lokuð frá 20. júní. Skrifstofan opnar aftur þriðjudaginn 7. ágúst og skólasetning verður 22. ágúst. Hægt er að skoða skóladagatalið hér eða í hlekk hér að neðan til vinstri. 

Prenta | Netfang

Viðhorfskönnun foreldra

Tengd myndViðhorfskönnun foreldra var lögð fyrir í febrúar og mars mánuði 2018. Framkvæmdin var í höndum skóla – og frístundasviðs Reykjavíkur. Úrtak sem var tekið úr hverjum skóla endurspeglar fjölda barna í árgangi og kynjadreifingu í skólanum. Aðeins ein könnun var send á hvert heimili. Fyrir hverja spurningu er reiknuð einkunn á bilinu 1 til 5 og er hærri einkunn alltaf jákvæðari niðurstaða. Einkunnin er lituð svo auðveldara sé að átta sig á niðurstöðunum í fljótu bragði. Grænn gefur til kynna einkunnina 4 eða hærra, gulur einkunnina 3 til 4 og rauður lægri en 3. Bakgrunnsgreyturnar eru skólastig og kyn. Til að tryggja að engin leið sé að rekja svör til einstakra þátttakenda birtast niðurstöðurnar ekki eftir bakgrunnsbreytum ef færri en 5 eru í hópi. Þá er hægt að skoða svör skólans í samanburði við Reykjavík í heild. Ef músinni er haldið fyrir ofan hverja súlu sést textinn allur, einkunn fyrir skólann og fyrir Reykjavík í heild. í  hlekknum hér að neðan er hægt að kynna sér niðurstöðurnar.

 https://qlikqap.reykjavik.is/single/?appid=8106c220-721a-45b2-8a1f-104906d8a490&sheet=84d57025-a08e-406a-8855-4bef2f6d5bad&bookmark=61521a11-01e0-4c88-a81e-4b87d85f4b3e&select=clearall&opt=noselections

Prenta | Netfang

Vinna nemenda í textíl

IMG 2289 MobileHér eru nokkur sýnishorn sem unnin voru í textíl í vetur. Nemendur í 1.bekk æfðu sig í að klippa og sauma stafi sína sem og skreyta verkefnið með tölum og perlum að vild. Þeir fengu líka að prófa að þæfa. náðu sumir að búa til styttu „ég sjálf/ur“ og var sú vinna einstaklega skemmtileg. Í 2.bekk var handsaumað og var frábært að sjá hvað nemendur lögðu mikla vinnu í verkefni sín. Í 5.bekk var unnið af kappi við aðalverkefni vetrarins sem var þæfður furðufugl og þar fékk hugmyndaflug og sköpun hvers og eins að njóta sín. Verkefnin urðu alveg einstök og voru algjört augnayndi eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Nemendur í þriðja bekk notuðu efnisafganga í verkefni sem tengdust umhverfismálum, nýtingu og sóun. Fjallað var um litafræði og hugtök tengd henni og tengdu nemendur fræðin verkefnum sínum.

Lesa >>

Prenta | Netfang