Ævar vísindamaður í heimsókn

IMG 2283 MobileÍ morgunsöng í dag fengum við góðan gest. Ævar vísindamaður kom og las úr nýjustu bók sinni sem kemur út í næstu viku. Sigríður Heiða skólastjóri bauð Ævar velkominn og sagði að henni finndist hann vera sendiherra lesturs og setti hann þar með á stall með Vigdísi Finnbogadóttur sem kölluð hefur verið sendiherra íslenskunnar. Eftir stuttan ingngang að lestrinum þar sem Ævar rakti það sem bókin fjallar um las hann einn kafla úr bókinni sinni og það mátti heyra saumnál detta í salnum, svo uppteknir voru allir við að hlusta á spennandi frásögnina. Að lokum svaraði Ævar nokkrum spurningum frá nemendum og hvatti alla til þess að vera duglegir að lesa. Við þökkum Ævari hjartanlega fyrir komuna og hvatningarorðin. Þess má til gamans geta, vegna þess að Laugarnesskóli er Réttindaskóli UNICEF, að í mars 2016 hóf Ævar samtarf við UNICEF sem sérstakur talsmaður hreyfingarinnar. 

Lesa >>

Prenta | Netfang

Hvað er réttindaskóli?

rettindaVinna nemenda vegna réttindaskólans er með ýmsu móti. Eitt verkefnanna er að þeir ræði um og setji niður fyrir sér hvað það þýðir að vera í réttindaskóla. Niðurstöðum úr umræðum nemenda um það efni hefur verið safnað saman og sett níður í þá punkta sem sjá má á myndinni hér að ofan.

 

Prenta | Netfang

Hvatningarverðlaun Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur

dsc030321Skóla- og frístundaráð Reykjavíkur veitir árlega verðlaun fyrir nýbreytni- og þróunarverkefni í skóla- og frístundastarfi í Reykjavík. Verðlaunin eru veitt fyrir verkefni sem þykja skara fram úr og vera til eftirbreytni. Markmiðið er að veita starfsfólki í skóla- og frístundastarfi hvatningu í starfi, vekja athygli á gróskumiklu fagstarfi í borginni og stuðla að nýbreytni.

Í ár fengu Laugarnesskóli og Frístundaheimilið Laugarsel hvatningarverðlaunin fyrir réttindastarf með börnum, en þessar stofnanir eru í samstarfi um að innleiða réttindaskólaverkefni UNICEF. Þetta er í fyrsta skipti á heimsvísu sem það verkefni er innleitt samhliða í skóla- og frístundastarfi en Laugarsel og Laugarnesskóli eru m.a. með sameiginlegt réttindaráð barna. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna er grundvöllur fagstarfsins og læra börnin um réttindi sín í máli og myndum.

Á myndinni hér að ofan má sjá þær Lilju Mörtu Jökulsdóttir aðstoðarforstöðumann, Stellu Björgu Kristinsdóttur forstöðumann í Laugarseli og Maríu Guðmundsdóttur umsjónarmann Réttindaskólaverkefnisins í Laugarnesskóla er þær tóku við hvatningarverðlaununum fyrir Réttindafrístund - Réttindaskóla verkefnið.

Prenta | Netfang

Afmælisbarn dagsins

sigi MobileÍ dag á vinsælasti maður skólans afmæli. Siggi kokkur er sextugur og í tilefni dagsins söfnuðust allir sem vettlingi gátu valdið saman í matsalnum og sungu fyrir hann afmælislagið. 

   

Lesa >>

Prenta | Netfang