Áheitahlaup UNICEF 2019

IMG 0118 MediumLaugarnesskóli er Réttindaskóli UNCEF sem þýðir að hann leggur barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna til grundvallar öllu starfi sínu.  UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, er leiðandi í hjálparstarfi fyrir börn í heiminum og berst fyrir réttindum allra barna. Samtökin sinna bæði langtímauppbyggingu og neyðaraðstoð

Unicef áheitahlaupið er árlegur viðburður í Laugarnesskóla en það fór fram í dag. Öll áheit í hlaupinu  renna beint til hjálparstarfs UNICEF. Allir nemendur skólans taka þátt í hlaupinu  og safna áheitum. Hér má sjá nemendur skólans að hlaupa til góðs og er ekki annað að sjá en að áhuginn sé mikill. Hlaupið var í Laugardalnum eins og vanalega og tóku allir árgangar þátt.

Prenta | Netfang

Öryggi á hjólinu

IMG 2309 MediumNú þegar sumarblíðan er komin, fara margir ferða sinna á reiðhjóli. Laugarnesskóli hefur árum saman hvatt nemendur og starfsfólk til þess að nota vistvæna ferðamáta á leið sinni til og frá skóla. Skólinn hefur einnig minnt á öryggisatriði fyrir hjólreiðafólk og nú hefur hjúkrunarfræðingur skólans bætt um betur og gert gott myndband sem útskýrir fyrir nemendum nauðsyn þess að nota hjálm. 

Prenta | Netfang

Síðasti fundur Hugmyndaráðs þetta skólaár

IMG 1819 MediumVið Laugarnesskóla er starfandi nemendafélag og heitir það Hugmyndaráð. Nemendafélagið vinnur m.a. að félags-, hagsmuna- og velferðarmálum nemenda og hefur Hulda Sverrisdóttir umsjón með starfi þess og aðstoðar nemendur við störfin. Hugmyndaráði er skipt niður í tvær deildir eftir aldri nemenda aðstoð eftir þörfum.

Kosning í Hugmyndaráð fer þannig fram að nemendur hvers bekkjar velja sér bekkjarfulltrúa og varamann hans í byrjun hausts, dreng og stúlku. Bekkjarfulltrúi situr í nemendafélaginu og er talsmaður síns bekkjar ásamt því að vera umsjónarkennara og stjórnendum til ráðuneytis um innri mál bekkjarins.
Nemendafélagi Laugarnesskóla var gefið nafnið Hugmyndaráð Laugarnesskóla, á fyrsta starfsári sínu; 2007-2008. Hugmyndaráðið skipa bekkjarfulltrúar úr 2. – 6. bekk. Hugmyndaráð skólans stjórnar og skipuleggur félagsstarf, íþróttaviðburði, árlega viðhorfakönnun nemenda og aðrar uppákomur í skólanum í samvinnu við félagsstarfskennara, stjórnendur og aðra nemendur skólans. Tveir fulltrúar úr nemendafélaginu, nemendur úr 4.- 6. bekk, eru kosnir til að sitja í skólaráði.
Hugmyndaráðið hélt sinn síðasta fund á þessu skólaári í vikunni og var þessi mynd tekin af meðlimum þess eftir að þeir fengu í hendur viðurkenningar fyri vel unnin störf.
Fræðast má frekar um Hugmyndaráðið á slóðinni https://laugarnesskoli.is/nemendur/hugmyndarae 

Prenta | Netfang

Laugarnesskóli fær viðurkenningu

sameyki stofnun arsins 2019 75 Phone StofnunArsins Merki 2019 Fyrirmyndar

Í gær veitti Sameyki, stéttarfélag í almannaþjónustu viðurkenningar til stofnana hjá ríki og sveitarfélögum sem þykja skara fram úr. Laugarnesskóli fékk viðurkenningu sem fyrirmyndarstofnun 2019 í flokknum stærri stofnanir sem hafa fimmtíu eða fleiri starfsmenn. Valið fer fram með skoðanakönnun stéttarfélagsins meðal starfsmanna stofnananna og varð Laugarnesskóli í fjórða sæti allra þeirra stofnana sem hafa félagsmenn Sameykis í starfi. Í framhaldinu fær skólinn leyfi til að nota merki Sameykis um fyrirmyndastofnanir og má sjá það neðan við merki skólans hér til vinstri. Á myndinni er Sigríður Heiða skólastjóri í hópi forstöðumönnum annarra stofnana sem fengu sams konar viðurkenningu.

Prenta | Netfang