Ný heimasíða

Heimasíða Laugarnesskóla hefur verið flutt til UTM hjá Reykjavíkurborg. Á meðan á flutningum stendur verða einhverjir hnökrar á síðunni og biðjum við þá sem sakna uplýsinga af gömlu heimasíðunni um að hafa samband við okkur í skólanum.

Prenta | Netfang

Íshokkí


Hockey

Nemendur í 5. og 6. bekk æfa íshokkí

Krakkarnir í 5. og 6. bekk fengu þrjá þjálfara frá Skautafélagi Reykjavíkur í heimsókn í íþróttatíma. Þau fengu að prófa íshokkígalla og kylfur og spiluðu svo hokkí . Ekki varð annað séð en krakkarnir skemmtu sér vel og margir sýndu áhuga á að mæta á íshokkíæfingar. Líklegt er að íshokkíþjálfararnir mæti í tíma hjá fleiri bekkjum á næstunni.

 


Prenta | Netfang

Velkomin á nýja heimasíðu Laugarnesskóla

Hér vantar texta um nýju síðuna

Prenta | Netfang

Dásamlegt dót úr drasli

Val í 2. – 4. bekk

Dót úr drasliÍ valinu Dásamlegt dót úr drasli læra nemendur að endurnýta drasl sem til fellur, bæði heima og í skólanum og búa til úr því dásamlegt dót. Á meðfylgjandi mynd halda nemendur á bókamerkjum sem þeir gerðu úr íspinnaspýtum og ýmsu smádóti sem finna má heima hjá sér. Eins og myndirnar sýna þá vantar ekki sköpunargleðina hjá þessum ungu umhverfisverndarsinnum.

Prenta | Netfang

Fleiri greinar...