Hátíðarstundir


Radhus tjodmenningarhus 16 11 2011 006 Mobile

Íslenskuverðlaun Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur voru afhent í gær í ráðhúsi Reykjavíkur að viðstöddu miklu fjölmenni. Verndari verðlaunanna frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands afhenti tveimur nemendum Laugarnesskóla þeim Ármanni Leifssyni og Guðrúnu Diljá Agnarsdóttur verðlaunagripi. 

Vigdís Finnbogadóttir sagði m.a. í ávarpi sínu að henni þætti afar vænt um að fá að afhenda þessi verðlaun. ,,Tungumálið er hljóðfæri hugans og með því komum við orðum að því sem skiptir okkur mestu", sagði Vigdís.

Einnig var hátíðarstund á vegum menningarfélagsins Hraun í Öxnadal í Þjóðmenningarhúsinu. Þar lásu nemendur grunnskóla úr ljóðum Jónasar Hallgrímssonar og Einar Clausen söng lög við ljóð Jónasar. Fulltrúi Laugarnesskóla var Rúna Dögg Didriksen og las hún ljóðið Íslands minni

 

Lesa >>

Prenta | Netfang

Íslenskuverðlaun Skóla- og frístundaráðs

Dagur íslenskrar tungu hefur verið haldinn hátíðlegur 16. nóvember, sem er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar, síðan 1996. Á þessum degi leggjum við sérstaka rækt við íslenskuna. Í tilefni dagsins las Rúna Dögg Didriksen upp ljóð á palli eftir Jónas Hallgrímsson. Á þessum degi hefur Skóla- og frístundasvið efnt til íslenskuverðlauna fyrir skólabörn í Reykjavík. Verndari verðlaunanna er frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands. Verðlaunin eru veitt nemendum sem hafa tekið framförum og eða náð góðum árangri í íslensku, Á annað hundrað grunnskólanemar í Reykjavík taka við íslenskuverðlaununum við hátíðlega athöfn í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. Ármann Leifsson og Guðrún Diljá Agnarsdóttir, nemendur í Laugarnesskóla, verða á meðal þeirra en þau voru tilnefnd til íslenskuverðlaunanna fyrir færni, frumleika og sköpunargleði í tjáningu og rituðu máli.  Allir verðlaunahafar fá veglegan verðlaunagrip.

Prenta | Netfang

Dagur íslenskrar tungu

Að tillögu menntamálaráðherra ákvað ríkisstjórn Íslands, haustið 1995, að 16. nóvember ár hvert, sem er jonasfæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar, yrði dagur íslenskrar tungu. Í framhaldi af því hefur menntamálaráðuneytið árlega beitt sér fyrir sérstöku átaki í þágu íslensks máls og helgað þennan dag rækt við það. Með því móti beinist athygli þjóðarinnar að stöðu tungunnar, gildi hennar fyrir þjóðarvitund og alla menningu.Dagur íslenskrar tungu var fyrst haldinn hátíðlegur árið 1996. Fjölmargir aðilar lögðu hönd á plóg og efndu til viðburða af þessu tilefni. Má þar nefna fjölmiðla, skóla, stofnanir og félög. Menntamálaráðuneytið hélt hátíðarsamkomu og veitti þar í fyrsta sinn Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar og sérstakar viðurkenningar fyrir störf í þágu íslenskunnar. Dagur íslenskrar tungu hefur síðan verið haldinn hátíðlegur með svipuðu sniði og sífellt fleiri aðilar taka virkan þátt í honum með ýmsu móti.

Íslendingar hafa verið hvattir til að draga íslenska fánann að húni á degi íslenskrar tungu.

 

Prenta | Netfang

Jólaföndur foreldrafélagsins

Jólaföndur verður í Laugarnesskóla næsta sunnudag 20.nóv. klukkan 13-15:30. Föndurefni verður selt á staðnum á 300-500 kr 

 

jol

Fólk er hvatt til að koma með: pensla, tússliti, tréliti, skæri, borða og föndurlím.

Skólalúðrasveit Austurbæjar mun leika jólalög og kór skólans kemur einnig fram og eykur á stemminguna með fallegum söng.  Seldar verða veitingar og einnig haldinn kökubasar.

Athugið að einungis er tekið við peningum, ekki greiðslukortum.

Njótum jólastemmningar með börnunum okkar og föndrum umhverfisvænt jólaskraut!

Prenta | Netfang