Fyrsti snjórinn


Fyrsti snjorinn 25 11 2011 017 MobileFyrsti snjór vetrarins féll í nótt og nemendur skólans voru himinlifandi. Það var mikið fjör í morgunfrímínútum. Krakkarnir útbjuggu svell til að renna sér á, hefðbundið snjóstríð geisaði og lögð voru drög að snjókörlum og kerlingum. Hinir hefðbundnu englar voru mótaðir í snjóinn og gleðin skein úr hverju andliti.

Lesa >>

Prenta | Netfang

Slökkviliðið í heimsókn

24 11 2011 SlokkvilidSlökkviliðsmenn frá Slökkviliði Reykjavíkur heimsóttu nemendur í 3. bekk og fræddu þá um eldvarnir á heimilum. Að lokinni fræðslu fengu nemendur að skoða slökkviliðsbílinn. Slökkviliðsmennirnir gáfu nemendum einnig fræðslurit um eldvarnir til að taka með heim og skoða með foreldrum og söguna Brennuvargur. Nemendur voru sér og skólanum til sóma. 

Prenta | Netfang

Fatasöfnun

fatasofnun 25.11.2011Laugarnesskóli leggur Rauðakrossinum lið.

Nemendur og starfsfólk Laugarnesskóla standa fyrir fatasöfnun til bágstaddra barna og unglinga í Hvíta-Rússlandi. Söfnunin mun standa yfir í tvær vikur. Að þeim tíma liðnum munu aðilar frá Rauðakrossinum koma og sækja það sem safnast hefur.

Í skólanum verður merktur kassi þar sem hægt verður að setja poka með fatnaði og skóm. Það má líka senda mjúkdýr eins og bangsa og tuskudýr.

Söfnunin stendur frá 23. nóv – 8.desember. Föstudaginn 9.des gerum við ráð fyrir að fulltrúar frá Rauðakrossinum komi og sæki það sem safnast hefur. Hér er hægt að lesa meira um verkefnið og sjá stutt myndband.

Prenta | Netfang

Ef væri ég söngvari


24 11 2011 klarinetLeikið á klarinett

Birta Björg Heiðarsdóttir og Diljá Valsdóttir fluttu tónlistaratriði fyrir nemendur og starfsfólk Laugarnesskóla í morgunsöng.

Þær léku á klarinett verkin Ef væri ég söngvari og We shall overcome við góðar undirtektir áheyrenda.

 

Prenta | Netfang