Jólaföndur foreldrafélagsins

Jólaföndur verður í Laugarnesskóla næsta sunnudag 20.nóv. klukkan 13-15:30. Föndurefni verður selt á staðnum á 300-500 kr 

 

jol

Fólk er hvatt til að koma með: pensla, tússliti, tréliti, skæri, borða og föndurlím.

Skólalúðrasveit Austurbæjar mun leika jólalög og kór skólans kemur einnig fram og eykur á stemminguna með fallegum söng.  Seldar verða veitingar og einnig haldinn kökubasar.

Athugið að einungis er tekið við peningum, ekki greiðslukortum.

Njótum jólastemmningar með börnunum okkar og föndrum umhverfisvænt jólaskraut!

Prenta | Netfang

Ný heimasíða

Heimasíða Laugarnesskóla hefur verið flutt til UTM hjá Reykjavíkurborg. Á meðan á flutningum stendur verða einhverjir hnökrar á síðunni og biðjum við þá sem sakna uplýsinga af gömlu heimasíðunni um að hafa samband við okkur í skólanum.

Prenta | Netfang

Íshokkí


Hockey

Nemendur í 5. og 6. bekk æfa íshokkí

Krakkarnir í 5. og 6. bekk fengu þrjá þjálfara frá Skautafélagi Reykjavíkur í heimsókn í íþróttatíma. Þau fengu að prófa íshokkígalla og kylfur og spiluðu svo hokkí . Ekki varð annað séð en krakkarnir skemmtu sér vel og margir sýndu áhuga á að mæta á íshokkíæfingar. Líklegt er að íshokkíþjálfararnir mæti í tíma hjá fleiri bekkjum á næstunni.

 


Prenta | Netfang

Velkomin á nýja heimasíðu Laugarnesskóla

Hér vantar texta um nýju síðuna

Prenta | Netfang