Syngjum saman

Sungið saman á degi íslenskrar tónlistar

1.12.2011 samsongur forsidaAllar útvarpsstöðvar landsins spiluðu þrjú íslensk lög samtímis og tók þjóðin lagið saman.

Nemendur og starfsfólk Laugarnesskóla voru þar engin undantekning, sameinuðust við viðtækin víðsvegar um skólann og sungu lög til heiðurs íslenskri tónlist.

Lögin sem voru sungin voru Kvæðið um fuglana eftir Atla Heimi Sveinsson við texta Davíðs Stefánssonar, Manstu ekki eftir mér, lag Ragnhildar Gísladóttur við texta Þórðar Árnasonar og Stingum af eftir Mugison.

 

 

 

 

Lesa >>

Prenta | Netfang

Fullveldisdagur Íslands

1.12.2011 1.desÍ Laugarnesskóla minnumst við ár hvert fullveldisdags Íslands. Þá flytja nemendur úr 6. bekk hátíðardagskrá.

Andri Snær hyllti íslenska þjóðfánann á meðan Guðjón, Ásta Valgerður, Diljá, Heba, Birta Björg, Sigurbjörg og Tómas spiluðu lagið Ísland ögrum skorið á hljóðfæri sín. Á eftir því fluttu Kara Björk, Anton, Eyrún og Ísak okkur ýmsan fróðleik um 1. desember.

Við minntumst þess einnig að í ár er eitt ár liðið frá því að Laugarnesskóli öðlaðist Grænfánann.

 

Prenta | Netfang

Piparkökuilmur í loftinu

30 11 2011 piparkokur.2L.13Eitt af því sem minnir okkur á að jólin eru að nálgast er dásamlegur piparkökuilmur sem laðar og lokkar.

Vinabekkirnir 1. L og 4. L hittust í matsalnum einn morgun og bökuðu piparkökur. Krakkarnir mótuðu stafina P og J úr deiginu því 1. bekkur er að vinna með þessa stafi.

Lesa >>

Prenta | Netfang

Kakógerð í 3. bekk


29 11 2011 kakogerdKrakkarnir í 3 bekk í heimilisfræði voru að gera kakó. Þetta er fyrsti tíminn þeirra þar sem þau nota prímus en áður en þau fóru út lærðu þau heilmikið um prímusa og öryggisatriði tengd þeim.

Þau gerðu besta kakó í heimi.

Uppskrift að besta kakói í heimi:

1dl vatn
2 msk sykur
1 msk kakó

Hitað saman að suðu

½ l mjólk bætt út í og hitað vel.

3 sykurpúðar í glas og svo heitt kakó yfir.

Lesa >>

Prenta | Netfang