Jólastemning

1.12.2011 piparkokuhus6 MobilePiparkökuhúsagerð

Sigurður kokkur er búinn að baka og skreyta piparkökuhús,kirkju, jólatré og snjókarl eins og hann hefur gert undanfarin ár. Eins og sjá má á myndunum er afskaplega jólalegt um að lítast og ekki laust við að maður komist í jólaskap við það eitt að skoða piparkökuhúsin.

Piparkökuhúsin eru staðsett í sal skólans þar sem þau verða til sýnis fyrir nemendur, starfsfólk, gesti og gangandi.
Lesa >>

Prenta | Netfang

Rithöfundur sækir skólann heim

1.12.2011 thorgrimur i heimsokn forsidaÞann 1. desember fengu nemendur 6. bekkja góðan gest í heimsókn. Þorgrímur Þráinsson rithöfundur bankaði upp á og fræddi nemendur um það hvernig bækur hans verða til. Hann greindi frá ferlinu frá fæðingu hugmyndar til fullbúinnar bókar. Í lokin las hann spennandi kafla úr bók sinni Margt býr í þokunni.  Þetta var afar fræðandi og áhuginn skein úr hverju andliti. Í framhaldi ætla allir í 6. bekk að lesa eina bók eftir Þorgrím.

Lesa >>

Prenta | Netfang

Syngjum saman

Sungið saman á degi íslenskrar tónlistar

1.12.2011 samsongur forsidaAllar útvarpsstöðvar landsins spiluðu þrjú íslensk lög samtímis og tók þjóðin lagið saman.

Nemendur og starfsfólk Laugarnesskóla voru þar engin undantekning, sameinuðust við viðtækin víðsvegar um skólann og sungu lög til heiðurs íslenskri tónlist.

Lögin sem voru sungin voru Kvæðið um fuglana eftir Atla Heimi Sveinsson við texta Davíðs Stefánssonar, Manstu ekki eftir mér, lag Ragnhildar Gísladóttur við texta Þórðar Árnasonar og Stingum af eftir Mugison.

 

 

 

 

Lesa >>

Prenta | Netfang

Fullveldisdagur Íslands

1.12.2011 1.desÍ Laugarnesskóla minnumst við ár hvert fullveldisdags Íslands. Þá flytja nemendur úr 6. bekk hátíðardagskrá.

Andri Snær hyllti íslenska þjóðfánann á meðan Guðjón, Ásta Valgerður, Diljá, Heba, Birta Björg, Sigurbjörg og Tómas spiluðu lagið Ísland ögrum skorið á hljóðfæri sín. Á eftir því fluttu Kara Björk, Anton, Eyrún og Ísak okkur ýmsan fróðleik um 1. desember.

Við minntumst þess einnig að í ár er eitt ár liðið frá því að Laugarnesskóli öðlaðist Grænfánann.

 

Prenta | Netfang