Jólasveinn í heimsókn

Jolasveinn og fleira 007 MobileÍ morgunsönng í morgun ruddist rauðklæddur náungi inn í salinn og vildi ólmur heilsa upp á börnin. Hann færði nokkrum krökkum gjafir en sagðist ekki hafa nóg handa öllum í þetta sinn þar sem hann hefði tekið pokann hans Stúfs í misgripum og hann er svo lítill. Hann gaf krökkunum vonir um að hann myndi bæta úr þessu og færa þeim í skóinn. Sveinki blandaði sér í sönginn og skemmti krökkunum hið besta með alls kyns sprelli auk þess sem hann stjórnaði fjöldasöng.

 

 

 

Lesa >>

Prenta | Netfang

Fatasöfnun Rauða krossins

kor raudikross bros 013 MobileFatasöfnun okkar lauk í síðustu viku.  Það var eftirvænting í loftinu þegar fulltrúar frá Rauða krossinum komu til að sækja afraksturinn.  Þátttakan var góð og við viljum þakka öllum þeim sem lögðu okkur lið í söfnuninni.  Umhverfisnefndin aðstoðaði við að bera pokana út í bíl.

 

 

 

 

 

Lesa >>

Prenta | Netfang

Vinabekkir vinna saman

Vinabekkir 007 MobileÁ aðventunni hittust vinabekkirnir 6. S og 3. S og unnu saman verkefni. 3.S kom í heimsón til 6. bekkjar og saman unnu nemendur jólakort. Það var í formi jólakattar og voru þeir margslungnir og flottir. Sumir voru feitir – og höfðu þá etið mörg börn á jólaföstunni, aðrir voru magrir og mjóslegnir. Sumir höfðu þó slaufur og hálsbindi og allir voru þeir hver öðrum reffilegri.


Lesa >>

Prenta | Netfang

Talið niður til jóla

1.12.2011 joladagatal1 MobileNemendur og kennarar hafa búið til skemmtileg jóladagatöl og hengt þau upp í skólastofunum. Þá er um að gera nota efni sem fellur til og endurnýta í jólaskraut. Svo er bara að bíða og sjá hvað kemur upp úr umslögum eða er falið á bak við glugga í jóladagatalinu.
Á myndunum má sjá nokkur skemmtileg jóladagatöl.
Krakkarnir í 5. bekk eru byrjuð að föndra fyrir jólin. Hver veit nema eitthvað af jólaföndrinu rati í jólapakka sem einhver kærkominn fær. 
Á myndunum má sjá nokkra hressa stráka í 5. bekk vera í óða önn að mála „leyndó“.

Lesa >>

Prenta | Netfang