Lífsgleði

Þema aðventunnar í Laugarnesskóla er lífsgleði.

kor raudikross bros 019 MobileBros er eins á öllum tungumálum
Bros- minnsta fjarlægð á milli tveggja einstaklinga
Friður byrjar með brosi
Fyrst af öllu er að hlæja því það markar stefnuna fyrir daginn
Hlátur er hin gleðiríka, allt umfaðmandi sígræna lífsins
Óþrjótandi gott skap er eitt það allra besta sem hægt er að fá í vöggugjöf
Bros þýðir velkominn á öllum tungumálum heimsins
Bros er ódýrasta og besta yngingarkremið
Skellihlátur flytur sólskin í hús
Hamingjan kemur til þeirra sem brosa
Bros eru tungumál ástarinnar
Þú færir mér blóm en bros þitt endist lengur heldur en blómin
Sumt fólk brostir svo fallega að þegar aðrir sjá það líður þeim vel


Prenta | Netfang

Ungur rithöfundur í heimsókn

Harpa Ds Hkonardttir 003 MobileUpplestur fyrir nemendur 6. bekkjar

Í dag kom Harpa Dís Hákonardóttir rithöfundur í heimsókn í skólann og les úr bók sinni Fangarnir í trénu. Nemendur í 6.bekk fengu að hlýða á upplesturinn. Harpa Dís  svaraði svo spurningum í lokin. Nemendur sýndu upplestrinum mikinn áhuga og spurðu margs. 

Harpa Dís kom í sömu erindagjörðum í skólann fyrir tveimur árum, þá 16 ára og las úr bók sinni Galdrasteinum.

Lesa >>

Prenta | Netfang

Fréttir úr foreldrastarfinu

IMG 5672 MobileÖskudagur

Hér koma myndir af öskudagshátíð Foreldrafélags Laugarnesskóla, Laugarsels og Laugarneskirkju.  Mikil  stemning ríkti meðal rúmlega 100 barna úr 1.-4. bekk sem sóttu skemmtunina, haldin var hæfileikasýning, kötturinn (bangsi) sleginn úr tunnunni og allir fengu góðgæti sem leyndist í tunnunni.  Margir foreldrar mættu á staðinn og fylgdust með og hjálpuðu til.

 Hjónin Heiðlóa Ásvaldsdóttir og Sigþór Hjartarson þóttu bera höfuð og herðar yfir aðra keppendur í óopinberri búningakeppni foreldra! 

IMG 5666 Mobile

IMG 5658 MobileIMG 5662 Mobile

Grein úr Laugardalsblaðinu

Virkir skólaforeldrar, til hvers ?


Allir foreldrar vilja börnum sínum það besta; að þau öðlist góða menntun, hafi sterka sjálfsmynd og þeim líði vel. En hvað þurfum við foreldrar að gera til að svo verði?
Eins og lesa má um í bókinni: Skóli og skólaforeldrar, eftir Nönnu Kristínu Christiansen, benda allar rannsóknir, íslenskar sem erlendar, í sömu átt. Það er ekkert einstakt atriði sem hefur jafn mikil áhrif á menntun barns eins og foreldrarnir og svo samstarf þeirra við skólana. Þetta er svo afgerandi að áhrif foreldra á nám sjö ára barna geta orðið allt að sex sinnum meiri en þau sem bestu skólarnir ná fram.
Þar skiptir miklu máli að við foreldrar sýnum námi barna okkar áhuga og virðingu, ræðum við þau um námsefnið, styðjum þau og hvetjum. Einnig er mikilvægt að við séum dugleg að mynda tengsl við aðra foreldra. Sérhvert barn á í samskiptum við tugi barna dag hvern í skólanum, eignast vini og þau dvelja löngum stundum heima hjá hvort öðru við leik. Því er mikilvægt að við foreldrar þekkjumst vel, höfum myndað traust okkar á milli og séum samhent í þeim málum sem snúa að börnunum.
Í nýjum grunnskólalögum frá 2008 er gert ráð fyrir stóraukinni aðkomu foreldra að skólastarfi barna sinna. Samkvæmt þeim ber skólastjórum og kennurum að eiga samstarf við foreldra um hegðun, líðan og samskipti barnanna í skólanum. Umsjónarkennarar eiga svo að upplýsa foreldra reglulega um skólabrag og bekkjarbrag og leita eftir uppbyggjandi samstarfi við foreldrahópinn um það.
Foreldrafélögin eru nú orðin lögbundin og ALLIR foreldrar skólabarna eru sjálfkrafa meðlimir í foreldrafélagi skólans sem barnið þeirra gengur í. Foreldrafélögin eru því ekki lengur einungis skemmtiklúbbar sem sjá um bingó og spilakvöld. Þau gegna lykilstöðu í því að styðja við skólastarf, stuðla að velferð nemenda og efla tengsl foreldra og skóla. Þá er líka mikilvægt að foreldrar sýni frumkvæði og áhuga því það segir sig sjálft að 5 manna stjórn foreldrafélags getur litlu áorkað miðað við að foreldrar í heild sinni séu virkir og vinni saman. Við þurfum að átta okkur á því að með því erum við að stuðla að bættum hag barnanna okkar svo lífsgæði þeirra verði sem best.
Í foreldrafélögum skipta bekkjarfulltrúar miklu máli. Þeir eru 2-4 í hverjum bekk og saman mynda þeir fulltrúaráð sem er stjórn foreldrafélaganna til halds og traust. Þeir eru verkstjórarnir sem hvetja og virkja ALLA foreldra til þess að taka þátt í starfi foreldrafélagsins og þeir vinna að því með umsjónarkennurum að skapa góðan bekkjarbrag. Þar er áhrifaríkast að foreldrar í hverjum bekk kynnist vel og myndi sterkt tengslanet þar sem ríkir traust og samvinna um sameiginlegar reglur svo sem um tölvunotkun, bannaðar myndir og leiki, afmælisgjafir og fleira. Þetta skilar sér í betri bekkjarbrag þar sem agamál eru færri, samskipti barnanna betri, vinnufriður meiri og skilningur og samheldni barna sem foreldra meiri.
Í Laugarnesskóla hefur nú verið sett á laggirnar nefnd sem í sitja fulltrúar skólans og foreldra. Tilgangur hennar er að ákvarða hvert skuli vera markmið með samstarfi foreldra og skólans og hvernig eigi að útfæra það. Er niðurstöðu af þeirri vinnu að vænta snemma vors. Með þeirri vinnu viljum við gera gott skólastarf og góða samvinnu enn markvissari og betri í takt við nýja tíma.

Sigrún Theodórsdóttir, formaður Foreldrafélags Laugarnesskóla

 


Fréttabréf foreldrafélagsins janúar 2012

Frettabref foreldrafelag jan 2012


Jólaföndur

Hér birtast síðbúnar myndir af jólaföndrinu sem haldið var í nóvember. Mikill fjöldi mætti og föndraði umhverfisvænt jólaskraut, skólakórinn söng og lúðrasveit Austurbæjar lék jólalög.  Kakó og vöfflur voru bakaðar í svanga munna og þeir sem enn reyndust svangir þegar heim var haldið, keyptu sér köku á kökubasarnum.

450 Mobile453 Mobile454 Mobile457 Mobile

Prenta | Netfang

Jólastemning

1.12.2011 piparkokuhus6 MobilePiparkökuhúsagerð

Sigurður kokkur er búinn að baka og skreyta piparkökuhús,kirkju, jólatré og snjókarl eins og hann hefur gert undanfarin ár. Eins og sjá má á myndunum er afskaplega jólalegt um að lítast og ekki laust við að maður komist í jólaskap við það eitt að skoða piparkökuhúsin.

Piparkökuhúsin eru staðsett í sal skólans þar sem þau verða til sýnis fyrir nemendur, starfsfólk, gesti og gangandi.
Lesa >>

Prenta | Netfang