Samkeppni um merki hugmyndaráðs

hugmyndarad

Hugmyndaráð Laugarnesskóla efnir til samkeppni um merki hugmyndaráðs. Allir nemendur geta tekið þátt. Merkið á að vera svarthvítt og lýsandi fyrir hugmyndaráðið. Tillögur skulu berast fyrir 1. febrúar á skólasafnið. Muna að skrifa nafnið sitt og bekk með tillögunni.

Prenta | Netfang

Pirraðir vinir

 

pirr1.jpeg Mobile

Nemendur í 4.L bjuggu í sameiningu til bókina Pirraðir vinir. Bókin fjallar um tvo vini sem fara að rífast. Bókin var skrifuð í nóvember og skiptist ferlið í nokkur stig. Sögupersónur voru skapaðar, umhverfi valið og söguþráður ákveðinn. Því næst tók við vinna við uppkast þar sem nemendur voru duglegir að koma með skemmtilegar hugmyndir sem glæddu söguna lífi. Eftir yfirlestur teiknuðu nemendur myndir af atburðum úr sögunni sem prýða bókina. Kápan var útbúin og bókin sett saman. Nemendur eru afar stoltir af bókinni sinni enda mikil vinna að baki.

Smellið á myndina til að skoða bókina

 

 

Prenta | Netfang

Nemendur frá Laugaborg í heimsókn

Laugab i heim001 Mobile 3Elstu nemendur leikskólans Laugaborgar eru að fræðast um Þorrann. Liður í þeirri fræðslu var heimsókn í Laugarnesskóla í dag. Skólinn býr vel að alls konar safnmunum, meðal annars skemmtilegu safni af líkönum áhalda og tækja frá gamalli tíð. Börnin voru mjög áhugasöm um allt sem þau sáu og spurðu margs.

Þeim fannst stóra taflborðið á pallinum einkar áhugavert og í ljós kom að mörg þeirra kunna mannganginn. Einnig vakti skápurinn með verðlaunagripunum mikla athygli.

Það var afar ánægjulegt að fá þessi fyrirmyndarbörn í heimsókn.

Lesa >>

Prenta | Netfang

Dagatal Sorpu 2012

 

forsida.almanak.sorpu

 

Í dagatali Sorpu fyrir árið 2012 eru myndir og verk nemenda í skólum og leikskólum sem eru þátttakendur í verkefninu Skólar á grænni grein.

 

Til gamans má geta þess að í dagatalinu má finna verk nemanda í Laugarnesskóla sem unnið var í tengslum við verkefnið Lesið í skóginn.

 

 

 

Prenta | Netfang