Ævintýri í snjó

23.1.2012.snjor.forsida

 

Kátir krakkar í Laugarnesskóla fagna snjónum nú sem endranær og keppast við að búa til snjóengla, snjókarla og snjóhús víða um skólalóðina. Það er ævintýralegt um að litast og sjá gróðurinn í þessum fallega vetrarbúningi. Sannkölluð vetrarstemning á skólalóðinni og gleðin leynir sér ekki hjá krökkunum.

 

 

 

Lesa >>

Prenta | Netfang

Bóndadagur

torrinn 2012 012 MobileÞorri er eitt af gömlu íslensku mánaðarheitunum. Þorrinn er fjórði mánuður vetrar og hefst á bóndadegi á föstudegi í 13. viku vetrar, sem getur verið á bilinu 19. – 26. janúar. Þorri er oft persónugerður í sögum frá miðöldum og birtist þá ýmist sem harður og grimmur eða umhyggjusamur tilsjónarmaður bænda sem vill hafa gætur á heyjaforða þeirra.
Betra hefur þótt að taka vel á móti Þorra og veita honum vel í mat og drykk, jafnvel skemmta með sögum, söng og tafli. Þorranum lýkur á þorraþræl sem er laugardagurinn fyrir konudag og tekur þá góa við. Í ár gengur þorrinn í garð föstudaginn 20. janúar og er bóndadagur því í dag.
Börnin í 2. bekk voru að vinna með bókina Kuggur og þorrablót í vikunni. Þau luku vinnunni hjá Sigga kokk þar sem allir smökkuðu þorramat.

Lesa >>

Prenta | Netfang

Gallerí Fugl

galleri fugl final MobileGallerí Fugl er nemendagallerí sem er staðsett í myndmenntastofunni.
Í Galleríið fara myndir nemenda sem eru á einhvern hátt vel lukkaðar.
Tímabilið núna desember – janúar eru verk frá 4 nemendum og fara skipti fram í hverri lotu.
Ingunn Anna í 5. S og Mikael í 5.L eiga svarthvítu myndirnar, þar sem nemendur voru að skoða víkingalist (þaðan kemur myndefnið)
einnig kynnast þau list Alfreðs Flóka (Línuteikning) og hans aðferðum sem þau nota í verkefninu.
Kristófer Daði í 3. K á Krummamyndina sem Kúa hópur 3ja bekkjar vinnur áður en farið er í að móta Krumma í leir.
Þorleifur í 4. S á Borgarlandsslagsmyndina, þar sem nemendur eru að skoða ljós og skugga og vinna með heitu litina.

Prenta | Netfang

Samkeppni um merki hugmyndaráðs

hugmyndarad

Hugmyndaráð Laugarnesskóla efnir til samkeppni um merki hugmyndaráðs. Allir nemendur geta tekið þátt. Merkið á að vera svarthvítt og lýsandi fyrir hugmyndaráðið. Tillögur skulu berast fyrir 1. febrúar á skólasafnið. Muna að skrifa nafnið sitt og bekk með tillögunni.

Prenta | Netfang