Talnapúkinn

8.2.2012 palldagskra 1.bekkur.lNemendur í 1. L sýndu fyrsta hluta af leikritinu um Talnapúkann síðastliðinn miðvikudag. Þau eru búin að vinna mikið með tölur og bókina Talnapúkann eftir Bergljótu Arnalds. Dýrleif samdi leikrit fyrir alla fyrstu bekkina upp úr bókinni. Næstu hlutar leikritsins verða svo sýndir á næstu dögum.

Prenta | Netfang

Prjónandi krakkar

13.2.2012 prjon

Það er ekki slegið slöku við þegar kemur að prjónaskap hjá þessum stelpum. Þær notuðu frímínúturnar til þess að prjóna enda veðrið gott og tilvalið að hafa eitthvað á prjónunum.

Prenta | Netfang

Smellaverðlaun 6. S

Smellaverlaun 060 MobileÍ dag héldu nemendur í 6.S upp á það að 300 smellir voru komnir í hús. Guðmundur heimilisfræðikennari lánaði góðfúslega heimilisfræðistofu sína og skellti bekkurinn sér í bakstur.
Skipt var liði og að vörmu spori lagði ilm út um alla ganga og glugga. Bakaðar voru fjórar stórar pizzur, þrjár plötur af bollakökum og fimm litlar skúffukökur. Nemendur kunnu vel til verka, enda framúrskarandi kennsla í heimilisfræði í Laugarnesskóla. Eftir að búið var að ganga snyrtilega frá var afraksturinn borinn upp í stofu 31 þar sem allir gæddu sér á þessum ljúffengu kræsingum.

 

 

 

Lesa >>

Prenta | Netfang

100 daga hátíð

31.1.2012 100 daga hatid 1.b.forsida

Í dag hafa nemendur 1. bekkjar Laugarnesskóla verið 100 daga í skólanum og af því tilefni var haldin svokölluð 100 daga hátíð. Það var ýmislegt skemmtilegt gert til hátíðabrigða.
Unnið var á nokkrum stöðvum og var 100 taflan mikið notuð. Nemendur spiluðu á spil, bjuggu til hatta og kramarhús.
Í kramarhúsið sitt fengu þeir svo 10 X 10 tegundir af góðgæti. Í lok dags nutu þeir þess síðan að borða góðgætið.

 

 

 

 

 

Lesa >>

Prenta | Netfang