Smellaverðlaun 6. S

Smellaverlaun 060 MobileÍ dag héldu nemendur í 6.S upp á það að 300 smellir voru komnir í hús. Guðmundur heimilisfræðikennari lánaði góðfúslega heimilisfræðistofu sína og skellti bekkurinn sér í bakstur.
Skipt var liði og að vörmu spori lagði ilm út um alla ganga og glugga. Bakaðar voru fjórar stórar pizzur, þrjár plötur af bollakökum og fimm litlar skúffukökur. Nemendur kunnu vel til verka, enda framúrskarandi kennsla í heimilisfræði í Laugarnesskóla. Eftir að búið var að ganga snyrtilega frá var afraksturinn borinn upp í stofu 31 þar sem allir gæddu sér á þessum ljúffengu kræsingum.

 

 

 

Lesa >>

Prenta | Netfang

100 daga hátíð

31.1.2012 100 daga hatid 1.b.forsida

Í dag hafa nemendur 1. bekkjar Laugarnesskóla verið 100 daga í skólanum og af því tilefni var haldin svokölluð 100 daga hátíð. Það var ýmislegt skemmtilegt gert til hátíðabrigða.
Unnið var á nokkrum stöðvum og var 100 taflan mikið notuð. Nemendur spiluðu á spil, bjuggu til hatta og kramarhús.
Í kramarhúsið sitt fengu þeir svo 10 X 10 tegundir af góðgæti. Í lok dags nutu þeir þess síðan að borða góðgætið.

 

 

 

 

 

Lesa >>

Prenta | Netfang

Örk, Nói, Krókódílar, Kengúrur, Ljón, Regnbogi og Dúfur.

25.1.2012.leikrit.2.l.forsida

Fyrirsögnin á þessari frétt vísar til heita á hópum í 1. og 2. bekk en krakkarnir í þessum árgöngum ætla að vinna saman, í tvær vikur, í þemaverkefni upp úr sögunni Örkin hans Nóa.

Eins og fyrr segir eru hóparnir sjö, Örk, Nói, Krókódílar, Kengúrur, Ljón, Regnboginn og Dúfur. Hver hópur fær að spreyta sig á sjö fjölbreyttum verkefnum.

Í einum hópnum hjá henni Hrafnhildi vinna þau með leikræna tjáningu og setja upp leikrit. Á myndunum má sjá leikræn tilþrif Regnbogahópsins.

 

 

Lesa >>

Prenta | Netfang

Árhringir

25.1.2012 aldur jolatres

 

Það er alltaf jafn gaman að velta því fyrir sér hvað jólatréð sem nemendur og starfsfólk Laugarnesskóla gengu í kringum hafi verið gamalt. Á myndinni hér til hliðar má sjá nemendur halda á þverskurði af jólatrénu. Á hverju ári sem tré vex bætist einn hringur við og með því að telja árhringina getum við fundið út hvað tréð hefur verið gamalt þegar það var fellt.

Jólatréð okkar kom úr Katlagili og það var einhver nemandi, stelpa eða strákur sem gróðursetti það fyrir mörgum árum. Hvar ætli sá nemandi sé núna?

Ef þig langar til að skoða þennan þverskurð nánar þá er hann geymdur niðri í smíðastofu þar sem þér er velkomið að skoða hann... og telja árhringina.

Prenta | Netfang