Talnapúkinn – þriðji hluti

15.2.2012 1.S.palldagskra.forsidaLeiklistin blómstrar í Laugarnesskóla þessa dagana. Í dag fengum við að sjá þriðja hluta leikritsins um Talnapúkann. Það voru nemendur 1. bekkjar S sem sáu um að skemmta áhorfendum. Fjórði og síðasti hluti verður svo sýndur á föstudaginn en þá stíga á svið nemendur 1. K. Dýrleif Jónsdóttir samdi leikritið upp úr bókinni Talnapúkinn eftir Bergljótu Arnalds.

 

 

 

 

Lesa >>

Prenta | Netfang

Talnapúkinn

8.2.2012 palldagskra 1.bekkur.lNemendur í 1. L sýndu fyrsta hluta af leikritinu um Talnapúkann síðastliðinn miðvikudag. Þau eru búin að vinna mikið með tölur og bókina Talnapúkann eftir Bergljótu Arnalds. Dýrleif samdi leikrit fyrir alla fyrstu bekkina upp úr bókinni. Næstu hlutar leikritsins verða svo sýndir á næstu dögum.

Prenta | Netfang

Prjónandi krakkar

13.2.2012 prjon

Það er ekki slegið slöku við þegar kemur að prjónaskap hjá þessum stelpum. Þær notuðu frímínúturnar til þess að prjóna enda veðrið gott og tilvalið að hafa eitthvað á prjónunum.

Prenta | Netfang

Smellaverðlaun 6. S

Smellaverlaun 060 MobileÍ dag héldu nemendur í 6.S upp á það að 300 smellir voru komnir í hús. Guðmundur heimilisfræðikennari lánaði góðfúslega heimilisfræðistofu sína og skellti bekkurinn sér í bakstur.
Skipt var liði og að vörmu spori lagði ilm út um alla ganga og glugga. Bakaðar voru fjórar stórar pizzur, þrjár plötur af bollakökum og fimm litlar skúffukökur. Nemendur kunnu vel til verka, enda framúrskarandi kennsla í heimilisfræði í Laugarnesskóla. Eftir að búið var að ganga snyrtilega frá var afraksturinn borinn upp í stofu 31 þar sem allir gæddu sér á þessum ljúffengu kræsingum.

 

 

 

Lesa >>

Prenta | Netfang