Vinabekkir vinna saman

Vinabekkir 007 MobileÁ aðventunni hittust vinabekkirnir 6. S og 3. S og unnu saman verkefni. 3.S kom í heimsón til 6. bekkjar og saman unnu nemendur jólakort. Það var í formi jólakattar og voru þeir margslungnir og flottir. Sumir voru feitir – og höfðu þá etið mörg börn á jólaföstunni, aðrir voru magrir og mjóslegnir. Sumir höfðu þó slaufur og hálsbindi og allir voru þeir hver öðrum reffilegri.


Lesa >>

Prenta | Netfang

Talið niður til jóla

1.12.2011 joladagatal1 MobileNemendur og kennarar hafa búið til skemmtileg jóladagatöl og hengt þau upp í skólastofunum. Þá er um að gera nota efni sem fellur til og endurnýta í jólaskraut. Svo er bara að bíða og sjá hvað kemur upp úr umslögum eða er falið á bak við glugga í jóladagatalinu.
Á myndunum má sjá nokkur skemmtileg jóladagatöl.
Krakkarnir í 5. bekk eru byrjuð að föndra fyrir jólin. Hver veit nema eitthvað af jólaföndrinu rati í jólapakka sem einhver kærkominn fær. 
Á myndunum má sjá nokkra hressa stráka í 5. bekk vera í óða önn að mála „leyndó“.

Lesa >>

Prenta | Netfang

Lífsgleði

Þema aðventunnar í Laugarnesskóla er lífsgleði.

kor raudikross bros 019 MobileBros er eins á öllum tungumálum
Bros- minnsta fjarlægð á milli tveggja einstaklinga
Friður byrjar með brosi
Fyrst af öllu er að hlæja því það markar stefnuna fyrir daginn
Hlátur er hin gleðiríka, allt umfaðmandi sígræna lífsins
Óþrjótandi gott skap er eitt það allra besta sem hægt er að fá í vöggugjöf
Bros þýðir velkominn á öllum tungumálum heimsins
Bros er ódýrasta og besta yngingarkremið
Skellihlátur flytur sólskin í hús
Hamingjan kemur til þeirra sem brosa
Bros eru tungumál ástarinnar
Þú færir mér blóm en bros þitt endist lengur heldur en blómin
Sumt fólk brostir svo fallega að þegar aðrir sjá það líður þeim vel


Prenta | Netfang

Ungur rithöfundur í heimsókn

Harpa Ds Hkonardttir 003 MobileUpplestur fyrir nemendur 6. bekkjar

Í dag kom Harpa Dís Hákonardóttir rithöfundur í heimsókn í skólann og les úr bók sinni Fangarnir í trénu. Nemendur í 6.bekk fengu að hlýða á upplesturinn. Harpa Dís  svaraði svo spurningum í lokin. Nemendur sýndu upplestrinum mikinn áhuga og spurðu margs. 

Harpa Dís kom í sömu erindagjörðum í skólann fyrir tveimur árum, þá 16 ára og las úr bók sinni Galdrasteinum.

Lesa >>

Prenta | Netfang