Slökkviliðið í heimsókn

24 11 2011 SlokkvilidSlökkviliðsmenn frá Slökkviliði Reykjavíkur heimsóttu nemendur í 3. bekk og fræddu þá um eldvarnir á heimilum. Að lokinni fræðslu fengu nemendur að skoða slökkviliðsbílinn. Slökkviliðsmennirnir gáfu nemendum einnig fræðslurit um eldvarnir til að taka með heim og skoða með foreldrum og söguna Brennuvargur. Nemendur voru sér og skólanum til sóma. 

Prenta | Netfang

Fatasöfnun

fatasofnun 25.11.2011Laugarnesskóli leggur Rauðakrossinum lið.

Nemendur og starfsfólk Laugarnesskóla standa fyrir fatasöfnun til bágstaddra barna og unglinga í Hvíta-Rússlandi. Söfnunin mun standa yfir í tvær vikur. Að þeim tíma liðnum munu aðilar frá Rauðakrossinum koma og sækja það sem safnast hefur.

Í skólanum verður merktur kassi þar sem hægt verður að setja poka með fatnaði og skóm. Það má líka senda mjúkdýr eins og bangsa og tuskudýr.

Söfnunin stendur frá 23. nóv – 8.desember. Föstudaginn 9.des gerum við ráð fyrir að fulltrúar frá Rauðakrossinum komi og sæki það sem safnast hefur. Hér er hægt að lesa meira um verkefnið og sjá stutt myndband.

Prenta | Netfang

Ef væri ég söngvari


24 11 2011 klarinetLeikið á klarinett

Birta Björg Heiðarsdóttir og Diljá Valsdóttir fluttu tónlistaratriði fyrir nemendur og starfsfólk Laugarnesskóla í morgunsöng.

Þær léku á klarinett verkin Ef væri ég söngvari og We shall overcome við góðar undirtektir áheyrenda.

 

Prenta | Netfang

Hátíðarstundir


Radhus tjodmenningarhus 16 11 2011 006 Mobile

Íslenskuverðlaun Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur voru afhent í gær í ráðhúsi Reykjavíkur að viðstöddu miklu fjölmenni. Verndari verðlaunanna frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands afhenti tveimur nemendum Laugarnesskóla þeim Ármanni Leifssyni og Guðrúnu Diljá Agnarsdóttur verðlaunagripi. 

Vigdís Finnbogadóttir sagði m.a. í ávarpi sínu að henni þætti afar vænt um að fá að afhenda þessi verðlaun. ,,Tungumálið er hljóðfæri hugans og með því komum við orðum að því sem skiptir okkur mestu", sagði Vigdís.

Einnig var hátíðarstund á vegum menningarfélagsins Hraun í Öxnadal í Þjóðmenningarhúsinu. Þar lásu nemendur grunnskóla úr ljóðum Jónasar Hallgrímssonar og Einar Clausen söng lög við ljóð Jónasar. Fulltrúi Laugarnesskóla var Rúna Dögg Didriksen og las hún ljóðið Íslands minni

 

Lesa >>

Prenta | Netfang