Hver hlýtur lestrarbikarinn í ár?

20.3.2012 paskakorfurLestrarátakinu lauk síðastliðinn föstudag. Á morgun, miðvikudag, kemur í ljós hvaða árgangur stóð sig best og hlýtur lestrarbikarinn. Á myndinni má sjá hreiður og körfur barmafull af eggjum en nemendur límdu framan á hurð skólastofunnar eitt egg fyrir hverja bók sem þeir lásu á meðan á lestrarsprettinum stóð. Gullegg fengu nemendur síðan þegar þeir stóðu sig sérstaklega vel.

Prenta | Netfang

Lesið í skóginn

8.3.2012 lesid i skoginn.fs Mobile

Árið 2000 tók Laugarnesskólinn þátt í skólaþróunarverkefninu Lesið í skóginn ásamt 10 öðrum skólum í Reykjavík. Verkefnið byggði á þeim grunni að nemendur lærðu samhliða um vistfræði skógarins og nýtingu hans. Það mikilvægasta var að nemendur lærðu að meta það sem skógurinn hefur fram að færa og umgangast hann af kunnáttu og ábyrgð. Verkefnið féll undir markmið í aðalnámskrá grunnskóla í hönnun og smíði, náttúrufræðum og í lífsleikni.

 

Nemendur kynnast eiginleikum einstakra trjátegunda með tilliti til fjölþættrar nýtingar. Þau fá þjálfun í að tálga úr blautum viði, að ná tökum á sérstökum lokuðum hnífsbrögðum með hárbeittum hnífum og tileinka sér rétta umgengni við slík bitverkfæri.

Tólf árum síðar er enn verið að kenna nemendum Laugarnesskólans að lesa í skóginn. Eins og myndirnar sýna eru verkefnin haglega gerð enda miklir tálgunarmeistarar hér á ferð.

Lesa má um þróunarverkefnið Lesið í skóginn hér. 

 

 

Lesa >>

Prenta | Netfang

Heildarmat á skólastarfi

Á næstu dögum/viku fer fram heildarmat á skólastarfi í Laugarnesskóla, en samkvæmt lögum um grunnskóla 91/2008 35. gr.- 38. gr. er gert ráð fyrir bæði innra og ytra mati og eftirliti á gæðum starfs í grunnskólum. Með ytra mati er átt við úttekt á starfsemi stofnunar sem unnin er af utanaðkomandi aðilum, s.s. sveitarfélögum og/eða menntamálaráðuneyti.
Heildarmat fer fram í 6-7 grunnskólum borgarinnar á hverju skólaári samkvæmt ákvörðun skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur og í ár er Laugarnesskóli einn af þeim. Á sl. fjórum árum hefur farið fram heildarmat í 27 grunnskólum Reykjavíkurborgar. Í kjölfar matsins eru niðurstöður birtar í skýrslu sem skólinn fær í hendur. Á grundvelli niðurstaðna gerir skólinn umbótaáætlun þar sem fram kemur hvernig unnið verður með veika þætti skólastarfsins sem og þætti sem skólinn hyggst efla enn frekar. Umbótaáætlun er skilað til sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs.
Starfsfólk skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur sér um matið sem m.a. felst í að afla upplýsinga um skólastarfið með viðtölum og rýnihópum auk þess sem fylgst er með kennslu. Matið er liður í að styðja við skólastarf og kemur til viðbótar sjálfsmati skólanna. Stefna Reykjavíkurborgar í menntamálum er höfð til viðmiðunar í matinu, auk annarra ramma um skólastarf, laga, reglugerða, aðalnámskrár og stefnumótunar borgarinnar í starfsmannamálum og mannréttindamálum.

Prenta | Netfang

Fyrsti tíminn í nýju raungreinastofunni

loft 012 MobileHildur Björk kennaranemi fór með 1.K upp í nýju raungreinastofuna og vann hin ýmsu verkefni tengd lofti. T.d. bjuggu allir nemendur til sína fallhlíf. Það er mikill fengur að þessari aðstöðu og sjá má af myndunum að nemendur unnu verkefnin af áhuga.

Lesa >>

Prenta | Netfang