Verðlaunaafhending

21.3.2012 verdlaunaafhending MobileLestrarátakinu lauk síðastliðinn föstudag en nemendur og starfsfólk kepptust við að lesa sem flestar mínútur á 12 dögum. Í gær voru úrslit tilkynnt í morgunsöng.  Nemendur sjötta bekkjar báru sigur úr býtum en þau lásu samtals í 28.440 mínútur á tólf dögum. Samtals lásu nemendur og starfsfólk í 175.000 mínútur sem gerir 2.916 klukkustundir. Á myndinni má sjá þegar fulltrúar 6. bekkinga taka við lestrarbikarnum.

Prenta | Netfang

Páskabingó foreldrafélagsins

paskaNú er komið að hinu árlega páskabingói sem haldið verður miðvikudaginn 28. mars í sal Laugarnesskóla. Hópnum er skipt í tvennt:
1.– 3. og 5. bekkur mæta kl: 16:30-17:30
2.– 4. og 6. bekkur mæta kl: 18:00-19:00
Foreldrar eru hvattir til að mæta með börnum sínum, sérstaklega 1.-4.bekk. Þetta er vinsæll atburður og vel sóttur svo gott er að mæta tímanlega fyrir þá sem tök hafa. Bekkjarfulltrúar 3. bekkjar munu hafa veg og vanda að skipulagi bingósins.
Enn er hægt að taka á móti fleiri vinningum. Við hvetjum alla sem tök hafa á að útvega slíkt, að gera það sem allra fyrst. Það má vera hvað sem er sem börnin hafa gaman af, bara eitthvað lítið og skemmtilegt.
Vinningum má svo skila til ritara skólans.

Prenta | Netfang

Gildi Laugarnesskóla

 

Í þessari viku hefur Sigríður Heiða skólastjóri minnt á gildi skólans í morgunsöng. Hefur hún hvatt nemendur til að læra merkingu þeirra og ljóð Ingólfs Karlssonar fyrrum umsjónarmanns skólahússins sem hann samdi um gildin.

 

Lífsgleði: Að hafa gaman af lífinu í leik og starfi. Vera jákvæður því þá gengur allt betur.
Nám: Nám í víðasta skilningi er bóklegt, verklegt, nám í mannlegum samskiptum og almennri þekkingu. Að tileinka sér nýja reynslu, hegðun, kunnáttu eða færni.
Samvinna: Við erum ein heild. Að hjálpast að á að vera sjálfsagt. Samvinna er lykill að árangri og gerir starfið einfaldara. Við víkkum sjóndeildarhringinn, vinnum hraðar og njótum samvistar með samvinnu.
Kærleikur: Skólinn er griðastaður þar sem tillitssemi og hlýja ræður ríkjum. Leitumst við að leiðbeina nemendum þannig að þeir rækti með sér samkennd með öllum.

Lífsgleði þína láttu
ljóma eins og sól að vori.
Götu þína gakktu
með geisla í hverju spori.

Nám er næring sálarSmellir Mobile
nýtist lífið allt.
Þótt gangir götur hálar,
þú getur, vilt og skalt.

Með samvinnu getum við sigrað flest,
sigri er gott með öðrum að njóta.
Eitt finnst þó mörgum allra best,
umbun af góðum verkum hljóta.

Kærleikurinn kveikir eld
í hverju hjarta.
Lýsir eins og ljósið bjarta
lætur hverfa myrkrið svarta.

Höfundur: Ingólfur Karlsson

Prenta | Netfang

Hver hlýtur lestrarbikarinn í ár?

20.3.2012 paskakorfurLestrarátakinu lauk síðastliðinn föstudag. Á morgun, miðvikudag, kemur í ljós hvaða árgangur stóð sig best og hlýtur lestrarbikarinn. Á myndinni má sjá hreiður og körfur barmafull af eggjum en nemendur límdu framan á hurð skólastofunnar eitt egg fyrir hverja bók sem þeir lásu á meðan á lestrarsprettinum stóð. Gullegg fengu nemendur síðan þegar þeir stóðu sig sérstaklega vel.

Prenta | Netfang