Stofujól, upplestur, tónlistarflutningur

 

19.12.2011 stofujol forsidaÞað er mikið um að vera í Laugarnesskóla þennan næst síðasta dag fyrir jólafrí. Það er afskaplega jólalegt um að lítast þegar komið er inn í stofurnar enda er verið að halda stofujól. Nemendur sitja prúð og stillt, hlusta á jólasögur og tónlistarflutning, horfa á jólamyndir og maula smákökur. Gunnar Helgason kíkti við og skemmti krökkunum í 3. bekk með upplestri úr bókinni Víti í vestmannaeyjum.

 

 

 

 

 

Lesa >>

Prenta | Netfang

Rithöfundur les fyrir 5. bekk

Margt ad gerast Mobile 7Kristín Helga Gunnarsdóttir, rithöfundur, kom í heimsókn til 5. bekkja á fimmtudaginn var (15.desember). Meðferðis hafði hún líparít steina sem nemendur fengu að skoða á meðan hún kynnti fyrir þeim bók sína Ríólít. Þetta var mjög áhugaverð og skemmtileg heimsókn og nemendur hlustuðu af athygli á frásögn Kristínar.


Lesa >>

Prenta | Netfang

Jólasveinn í heimsókn

Jolasveinn og fleira 007 MobileÍ morgunsönng í morgun ruddist rauðklæddur náungi inn í salinn og vildi ólmur heilsa upp á börnin. Hann færði nokkrum krökkum gjafir en sagðist ekki hafa nóg handa öllum í þetta sinn þar sem hann hefði tekið pokann hans Stúfs í misgripum og hann er svo lítill. Hann gaf krökkunum vonir um að hann myndi bæta úr þessu og færa þeim í skóinn. Sveinki blandaði sér í sönginn og skemmti krökkunum hið besta með alls kyns sprelli auk þess sem hann stjórnaði fjöldasöng.

 

 

 

Lesa >>

Prenta | Netfang