Piparkökuilmur í loftinu

30 11 2011 piparkokur.2L.13Eitt af því sem minnir okkur á að jólin eru að nálgast er dásamlegur piparkökuilmur sem laðar og lokkar.

Vinabekkirnir 1. L og 4. L hittust í matsalnum einn morgun og bökuðu piparkökur. Krakkarnir mótuðu stafina P og J úr deiginu því 1. bekkur er að vinna með þessa stafi.

Lesa >>

Prenta | Netfang

Kakógerð í 3. bekk


29 11 2011 kakogerdKrakkarnir í 3 bekk í heimilisfræði voru að gera kakó. Þetta er fyrsti tíminn þeirra þar sem þau nota prímus en áður en þau fóru út lærðu þau heilmikið um prímusa og öryggisatriði tengd þeim.

Þau gerðu besta kakó í heimi.

Uppskrift að besta kakói í heimi:

1dl vatn
2 msk sykur
1 msk kakó

Hitað saman að suðu

½ l mjólk bætt út í og hitað vel.

3 sykurpúðar í glas og svo heitt kakó yfir.

Lesa >>

Prenta | Netfang

Fyrsti snjórinn


Fyrsti snjorinn 25 11 2011 017 MobileFyrsti snjór vetrarins féll í nótt og nemendur skólans voru himinlifandi. Það var mikið fjör í morgunfrímínútum. Krakkarnir útbjuggu svell til að renna sér á, hefðbundið snjóstríð geisaði og lögð voru drög að snjókörlum og kerlingum. Hinir hefðbundnu englar voru mótaðir í snjóinn og gleðin skein úr hverju andliti.

Lesa >>

Prenta | Netfang

Slökkviliðið í heimsókn

24 11 2011 SlokkvilidSlökkviliðsmenn frá Slökkviliði Reykjavíkur heimsóttu nemendur í 3. bekk og fræddu þá um eldvarnir á heimilum. Að lokinni fræðslu fengu nemendur að skoða slökkviliðsbílinn. Slökkviliðsmennirnir gáfu nemendum einnig fræðslurit um eldvarnir til að taka með heim og skoða með foreldrum og söguna Brennuvargur. Nemendur voru sér og skólanum til sóma. 

Prenta | Netfang