Rithöfundur les fyrir 5. bekk

Margt ad gerast Mobile 7Kristín Helga Gunnarsdóttir, rithöfundur, kom í heimsókn til 5. bekkja á fimmtudaginn var (15.desember). Meðferðis hafði hún líparít steina sem nemendur fengu að skoða á meðan hún kynnti fyrir þeim bók sína Ríólít. Þetta var mjög áhugaverð og skemmtileg heimsókn og nemendur hlustuðu af athygli á frásögn Kristínar.


Lesa >>

Prenta | Netfang

Jólasveinn í heimsókn

Jolasveinn og fleira 007 MobileÍ morgunsönng í morgun ruddist rauðklæddur náungi inn í salinn og vildi ólmur heilsa upp á börnin. Hann færði nokkrum krökkum gjafir en sagðist ekki hafa nóg handa öllum í þetta sinn þar sem hann hefði tekið pokann hans Stúfs í misgripum og hann er svo lítill. Hann gaf krökkunum vonir um að hann myndi bæta úr þessu og færa þeim í skóinn. Sveinki blandaði sér í sönginn og skemmti krökkunum hið besta með alls kyns sprelli auk þess sem hann stjórnaði fjöldasöng.

 

 

 

Lesa >>

Prenta | Netfang

Fatasöfnun Rauða krossins

kor raudikross bros 013 MobileFatasöfnun okkar lauk í síðustu viku.  Það var eftirvænting í loftinu þegar fulltrúar frá Rauða krossinum komu til að sækja afraksturinn.  Þátttakan var góð og við viljum þakka öllum þeim sem lögðu okkur lið í söfnuninni.  Umhverfisnefndin aðstoðaði við að bera pokana út í bíl.

 

 

 

 

 

Lesa >>

Prenta | Netfang