Árhringir

25.1.2012 aldur jolatres

 

Það er alltaf jafn gaman að velta því fyrir sér hvað jólatréð sem nemendur og starfsfólk Laugarnesskóla gengu í kringum hafi verið gamalt. Á myndinni hér til hliðar má sjá nemendur halda á þverskurði af jólatrénu. Á hverju ári sem tré vex bætist einn hringur við og með því að telja árhringina getum við fundið út hvað tréð hefur verið gamalt þegar það var fellt.

Jólatréð okkar kom úr Katlagili og það var einhver nemandi, stelpa eða strákur sem gróðursetti það fyrir mörgum árum. Hvar ætli sá nemandi sé núna?

Ef þig langar til að skoða þennan þverskurð nánar þá er hann geymdur niðri í smíðastofu þar sem þér er velkomið að skoða hann... og telja árhringina.

Prenta | Netfang

Skákdagurinn 26. janúar

Skakdagur 26 1 2011 012 MobileÞað var aldeilis líf í tuskunum í dag þegar skákdagurinn var haldinn í fyrsta skipti. 

Skákdagurinn 2012 er tileinkaður Friðrik Ólafssyni, fyrsta stórmeistara Íslendinga og fv. forseta Alþjóða skáksambandsins. Friðrik, sem verður 77 ára þennan dag, var lengi meðal bestu skákmanna heims.
Í mörgum grunnskólum er nú mikil gróska í skákinni, áhugi og brennandi metnaður. Laugarnesskóli er þar engin undantekning og margir nemendur skólans orðnir býsna sleipir í íþróttinni. Skák er kennd sem valgrein og kennarinn Björn Þorfinnsson telfdi fjöltefli í matsal í morgun. Telft var á 24 borðum og mátti sjá margan garpinn brjóta heilann í viðureignum við hann.

Dansinn dunaði einnig á sínum stað og mikil þátttaka var í honum að vanda. Einhverjir nemendur vildu þó vera úti og njóta þess að leika sér í snjónum. Það er svo sannanlega engin lognmolla í Laugarnesskóla! Myndirnar tala sínu máli.

Lesa >>

Prenta | Netfang

Þemavika 3. og 4. bekkja

23.1.2012.forsidaÞessa viku eru nemendur úr 3. og 4. bekk að læra um daglegt líf Íslendinga fyrr á öldum. Nemendur kynnast íslenskum þjóðbúningum, þjóðdönsum, verkfærum og upplifa íslenska baðstofumenningu.

 

 

 

 

 

Lesa >>

Prenta | Netfang

Ævintýri í snjó

23.1.2012.snjor.forsida

 

Kátir krakkar í Laugarnesskóla fagna snjónum nú sem endranær og keppast við að búa til snjóengla, snjókarla og snjóhús víða um skólalóðina. Það er ævintýralegt um að litast og sjá gróðurinn í þessum fallega vetrarbúningi. Sannkölluð vetrarstemning á skólalóðinni og gleðin leynir sér ekki hjá krökkunum.

 

 

 

Lesa >>

Prenta | Netfang