Nemendur frá Laugaborg í heimsókn

Laugab i heim001 Mobile 3Elstu nemendur leikskólans Laugaborgar eru að fræðast um Þorrann. Liður í þeirri fræðslu var heimsókn í Laugarnesskóla í dag. Skólinn býr vel að alls konar safnmunum, meðal annars skemmtilegu safni af líkönum áhalda og tækja frá gamalli tíð. Börnin voru mjög áhugasöm um allt sem þau sáu og spurðu margs.

Þeim fannst stóra taflborðið á pallinum einkar áhugavert og í ljós kom að mörg þeirra kunna mannganginn. Einnig vakti skápurinn með verðlaunagripunum mikla athygli.

Það var afar ánægjulegt að fá þessi fyrirmyndarbörn í heimsókn.

Lesa >>

Prenta | Netfang

Dagatal Sorpu 2012

 

forsida.almanak.sorpu

 

Í dagatali Sorpu fyrir árið 2012 eru myndir og verk nemenda í skólum og leikskólum sem eru þátttakendur í verkefninu Skólar á grænni grein.

 

Til gamans má geta þess að í dagatalinu má finna verk nemanda í Laugarnesskóla sem unnið var í tengslum við verkefnið Lesið í skóginn.

 

 

 

Prenta | Netfang

Álfareiðin

alfareidin MobileStóð ég út í tungsljósi, stóð ég út við skóg, -
stórir komu skarar, af álfum var þar nóg.
Blésu þeir á sönglúðra, og bar þá að mér fljótt, -
og bjöllurnar gullu á heiðskírri nótt.

Hleyptu þeir á fannhvítum hestum yfir grund, -
hornin jóa gullroðnu blika við lund, -
eins og þegar álftir af ísa grárri spöng
fljúga suður heiði með fjaðraþyt og söng.

Heilsaði hún mér drottningin og hló að mér um leið,
hló að mér og heypti hestinum á skeið.
Var það út af ástinni ungu, sem ég ber?
Eða var það feigðin, sem kallar að mér?

Nú er vetur í bæ og í morgunsöng eru sungin lög sem hæfa árstíðinni. Eitt þessara laga er Álfareiðin við texta Jónasar Hallgrímssonar sem byggður er á ljóði Heinrich Heine. Nemendur í 1. bekk eru að vinna með ljóðið og myndskreyta. Freyja í 1. S gerði þessa fallegu mynd við ljóðið.

Hér er hægt að hlusta á kvæðið lesið upp og hér er hægt að hlusta á lagið í flutningi Birgittu Haukdal.

Prenta | Netfang

Stofujól, upplestur, tónlistarflutningur

 

19.12.2011 stofujol forsidaÞað er mikið um að vera í Laugarnesskóla þennan næst síðasta dag fyrir jólafrí. Það er afskaplega jólalegt um að lítast þegar komið er inn í stofurnar enda er verið að halda stofujól. Nemendur sitja prúð og stillt, hlusta á jólasögur og tónlistarflutning, horfa á jólamyndir og maula smákökur. Gunnar Helgason kíkti við og skemmti krökkunum í 3. bekk með upplestri úr bókinni Víti í vestmannaeyjum.

 

 

 

 

 

Lesa >>

Prenta | Netfang