Skákdagurinn 26. janúar

Skakdagur 26 1 2011 012 MobileÞað var aldeilis líf í tuskunum í dag þegar skákdagurinn var haldinn í fyrsta skipti. 

Skákdagurinn 2012 er tileinkaður Friðrik Ólafssyni, fyrsta stórmeistara Íslendinga og fv. forseta Alþjóða skáksambandsins. Friðrik, sem verður 77 ára þennan dag, var lengi meðal bestu skákmanna heims.
Í mörgum grunnskólum er nú mikil gróska í skákinni, áhugi og brennandi metnaður. Laugarnesskóli er þar engin undantekning og margir nemendur skólans orðnir býsna sleipir í íþróttinni. Skák er kennd sem valgrein og kennarinn Björn Þorfinnsson telfdi fjöltefli í matsal í morgun. Telft var á 24 borðum og mátti sjá margan garpinn brjóta heilann í viðureignum við hann.

Dansinn dunaði einnig á sínum stað og mikil þátttaka var í honum að vanda. Einhverjir nemendur vildu þó vera úti og njóta þess að leika sér í snjónum. Það er svo sannanlega engin lognmolla í Laugarnesskóla! Myndirnar tala sínu máli.

Lesa >>

Prenta | Netfang

Þemavika 3. og 4. bekkja

23.1.2012.forsidaÞessa viku eru nemendur úr 3. og 4. bekk að læra um daglegt líf Íslendinga fyrr á öldum. Nemendur kynnast íslenskum þjóðbúningum, þjóðdönsum, verkfærum og upplifa íslenska baðstofumenningu.

 

 

 

 

 

Lesa >>

Prenta | Netfang

Ævintýri í snjó

23.1.2012.snjor.forsida

 

Kátir krakkar í Laugarnesskóla fagna snjónum nú sem endranær og keppast við að búa til snjóengla, snjókarla og snjóhús víða um skólalóðina. Það er ævintýralegt um að litast og sjá gróðurinn í þessum fallega vetrarbúningi. Sannkölluð vetrarstemning á skólalóðinni og gleðin leynir sér ekki hjá krökkunum.

 

 

 

Lesa >>

Prenta | Netfang

Bóndadagur

torrinn 2012 012 MobileÞorri er eitt af gömlu íslensku mánaðarheitunum. Þorrinn er fjórði mánuður vetrar og hefst á bóndadegi á föstudegi í 13. viku vetrar, sem getur verið á bilinu 19. – 26. janúar. Þorri er oft persónugerður í sögum frá miðöldum og birtist þá ýmist sem harður og grimmur eða umhyggjusamur tilsjónarmaður bænda sem vill hafa gætur á heyjaforða þeirra.
Betra hefur þótt að taka vel á móti Þorra og veita honum vel í mat og drykk, jafnvel skemmta með sögum, söng og tafli. Þorranum lýkur á þorraþræl sem er laugardagurinn fyrir konudag og tekur þá góa við. Í ár gengur þorrinn í garð föstudaginn 20. janúar og er bóndadagur því í dag.
Börnin í 2. bekk voru að vinna með bókina Kuggur og þorrablót í vikunni. Þau luku vinnunni hjá Sigga kokk þar sem allir smökkuðu þorramat.

Lesa >>

Prenta | Netfang